Neytendablaðið - 01.04.1983, Page 4

Neytendablaðið - 01.04.1983, Page 4
BORVÉLAR í desember hefti sænska neyt- endablaðsins Rád og Rön birt- ist gæðakönnun sú sem hér er birt. Nær hún til ellefu borvéla sem hafa það allar sameiginlegt að hafa stiglausa stýringu á snúningshraðanum (fjölhraða- rofa). Könnunin var gerð af ETG (European Testing Group). Niðurstöðurnar gefa til kynna að allar vélarnar eru vel hæfar við venjulega notkun. Það fer mest eftir því til hvers á að nota vélina, þegar borvél er keypt. Ef vélin er einungis not- uð til að festa upp hillum endrum og eins eða til annarra smáviðgerða, er hægt að láta verðið ráða valinu. „Tveir borar“ í hverri vél Borvél þarf að vera hægt að nota til fleiri hluta en að bora í tré og málma. Á öllum vélun- um sem voru prófaðar, er hægt að velja á milli venjulegs bors og höggbors. Höggbor er notaður á stein. Hann „heggur og borar“ sig inn í efnið á meðan venjulegur „eingöngu borar“. Höggborarnir voru rannsak- aðir með því að mæla hve langt inn í steininn þeir komust á ákveðnum tíma. Á þeim var einnig gerð langtímaprófun með notkun í langan tíma og vélarnar rannsakaðar að því loknu. Kannað var hvort hreyf- illinn (mótorinn) væri í lagi og eru eingöngu Black & Decker D 104 R og Black & Decker D 214 R sem ekki fengu neinar athugasemdir. Hraðanum má stjórna í langtímaprófuninni reynir mikið á vélarnar, þannig að sá sem notar ekki borvélina þess meira þarf ekki að taka tillit til þessa. Allar vélarnar sem rannsak- aðar voru eru með stiglausri hraðastýringu (fjölhraðarofa), sem virkar eins og bensíngjöfin á bílnum, eftir því sem fastar er þrýst á rofann því hraðar fer borinn. Á vanalegum vélum sem eru án stiglausrar hraða- stýringar fer borinn strax upp á mesta snúningshraðann. Þá er oft erfitt að bora, enda erfitt að stjórna hraðanum. Stiglaus hraðastýring er nauðsynleg ef nota á vélina til að skrúfa í skrúfur eða ef byrja þarf hægt og varlega að bora. Hún er einnig gagnleg þegar borað er í málmplötu eða hált efni, þar sem borinn getur runnið til. Krafturinn aukinn með lággírnum Ókosturinn við stiglausa hraðastýringu er sá að snún- ingshraðinn getur minnkað þegar borað er í harðan flöt. Krafturinn minnkar og borinn fer því hægar. Til að komast hjá þessu er í tveimur vélanna, Black og Decker D 214 R og Boch CSB 500-2E tveggja gíra kassi með tveimur snúnings- hraðasviðum. Virkar það eins og á bíl, sem látinn er í lægri gír ef hann drífur ekki upp brekku. Snúningshraðinn minnkar, en þess í stað eykst krafturinn. Borvélarnar sem rannsakað- ar voru eru með stillingu þar sem hægt er að faststilla snún- ingshraðann. Það er mikilvægt að snúningshraðinn geti verið stöðugur þegar borað er t.d. í viðkvæmt efni, en aukist ekki vegna þess að óvart er rofanum þrýst i botn. Á flestum vélanna er hægt að festa snúningshrað- ann á ákveðinni ferð. Á fjórum vélanna AEG SBE-401 RL, Black og Decker D 104 R, Black og Decker D 214 R og Boch SB 350 RLE er þó ein- ungis hægt að festa hraðann á mesta snúningshraðanum. 4 - NEYTENDABLADID

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.