Neytendablaðið - 01.04.1983, Qupperneq 11
Ævintýri á verslunarferð
Ég fékk áhuga á neytenda-
málum snemma á árinu 1947,
þegar ég kom til Bandaríkj-
anna. Ég gekk strax í banda-
rísku Neytendasamtökin (Con-
sumer Union). Á þessum tíma
voru margar lélegar, jafnvel
hættulegar vörur á markaðnum
og CU lét rannsaka vörur á eig-
in kostnað og birti og gerir
raunar enn niðurstöður í blaði
sínu Consumer report. Kaup-
menn og framleiðendur voru
fokvondir og létu ganga út
sögusagnir um, að CU væri á
lista FBI yfir hættuleg samtök.
Margir keyptu þá blaðið í
lausasölu enda hræddir við að
hafa nöfn sín á póstlista sam-
takanna. Mér fannst þetta
ótrúlegt og hringdi því til FBI,
og fékk það svar að CU væri
ekki á lista yfir hættuleg
samtök. Nú eru neytendaskrif-
stofur í mörgum borgum
Bandaríkjanna.
Þótt slíkar gróusögur séu
ekki lengur í tísku, er nauðsyn-
legt að hafa í huga að hagsmun-
ir neytenda geta verið frá-
brugðnir hagsmunum framleið-
enda. En sem sagt, ég er með
bakteríu fyrir þessu og tek
eftir, ósjálfrátt næstum, hvaða
vörur eru tilsölu, hvort þær eru
merktar, hvort verðmerkingar
séu á vörum o.fl. Þessi grein er
árangur þessara athugana.
Til fyrirmyndar
Koge, Danmörk
í maímánuði fyrir ári síðan
dvaldi ég í Danmörku m.a. í
borginni Kóge. Fór ég þar í
eina matvöruverslun dönsku
samvinnuhreyfingarinnar. Yfir
frystikistunnni hékk stækkunar-
gler sem líklega var úr plasti í
járnkeðju. Hver og einn, sem
vildi sjá verð og dagsetningar
gat tekið vörunar með sér þar
sem það hékk og kynnt sér áletr-
anir betur. Mér er sagt að slík
stækkunargler séu alls staðar í
matvöruverslunum í Dan-
mörku. Hvenœr verður þetta
gert hér?
Tiflis, Sovétríkjunum
í júni sl. var ég á fundi rann-
sóknarhóps um reiðhjólaslys í
Stokkhólmi. Fór ég að fundin-
um loknum með næturbát til
Helsinki. Fargjöldin voru mjög
lág og að auki greiddi fólk á
eftirlaunum, frá öllum löndum,
fatlað fólk og stúdentar, aðeins
hálft gjald með bátnum og var
enginn greinarmunur gerður
frá hvaða landi farþegar voru.
Ferðin kostaði mig um það bil
150 kr. íslenskar. Hvenær fá
þessir hópar slíka ívilnun með
flugvélum og skipum hér-
lendis? Frá Helsinki tók ég
flugvél til Tbilisi (Tiflis) í So-
vétríkjunum og gekk mikið um
borgina, sem er stór. Eins og
venjulega fór ég í verslanir. I
stóru vöruhúsi var heil hæð þar
sem verslað var með matvörur.
í einum endanum var afgreið-
sluborðið. Ein kona sat þar og
skoðaði tískublöð, en tvær til
viðbótar biðu eftir afgreiðslu.
F>ar voru einnig tveir kjólam-
eistarar sem tóku mál af kúnn-
unum á meðan hann beið. Á
eftir var mynstrið teiknað beint
á kjólaefnið og kjólameistarinn
klippti og festi efnið saman
með títuprjónum, þannig að
kaupandinn þurfti ekki annað
en að sauma kjólinn þegar
heim kom. Væri ekki hægt að
fá slíka þjónustu hér?
Haifa, ísrael
Á árinu 1979 var ég í heim-
sókn í Haifa í ísrael. Var mér
þar sýndur nýr markaður af
stærri gerðinni og verslunar-
stjóri þar skýrði fyrir mér
hvernig verslunin væri hönnuð.
Var hún fyrst og fremst skipu-
lögð með tilliti til kaupenda.
Reiknað var með að kaupend-
ur hefðu takmarkaðan tíma.
Ferskar vörur sem keyptar eru
daglega t.d. mjólk, ávextir og
grænmeti voru við útganginn,
en vörur sem keyptar eru sjald-
an t.d. pottar og pönnur og
borðbúnaður voru lengst frá
innganginum. Áhersla var lögð
á að nægilegt pláss væri fyrir
kaupendur að ganga um, marg-
ar vörutegundir voru til sölu og
magnið takmarkað, þ.e. að
fyllt væri í hillur allan daginn.
Innkaupin tóku því lágmark-
stíma í þessari verslun.
Hér á landi er hins vegar
meira hugsað um hvernig auka
megi söluna, fremur en að
hugsað sé um að auðvelda
kaupendum þegar stærri versl-
anir eru hannaðar. Einnig er í
mörgum verslunum oft svo
margar vörur að erfitt er að
ganga um án þess að eyðileggja
eitthvað.
Reykjavík
í nóvember s.l. bað vinkona
mín mig að hjálpa sér við að
kaupa sjónvarp, sem hún hafði
lengi sparað til. Hún er 95 ára
gömul, en samt mjög ern, sér
vel, heyrir vel, en á erfitt með
gang. Fjarstýring var því
svarið, en því miður höfðu
hönnuðirnir hugsað meira um
útlitið en um okkur neytendur.
I einni verslun, þar sem til sölu
voru mjög góð en dýr tæki ér
fjarstýringin með samtals 22
tökkum sem hægt er að stilla
inn á jafn margar mismunandi
stöðvar og 6 takkar til að
slökkva, lýsa ofl. Fjarstýringin
er 4 cm á breidd, 22 cm á lengd,
þar af er handfangið 8 cm.
Þegar ég sagði sölumanninum
frá því, að gamla konan gæti
ekki notað svona lítið tæki,
fannst honum tilhlýðilegt að
vera ókurteis og sagði að þá
væri hún greinilega orðin elliær
og hefði ekki not af sjónvarpi.
Ókurteisi selur ekki vörurnar.
- Ég fór þá í verslun Gunnars
Ásgeirssonar og skýrði frá
málavöxtum. Afgreiðslan var
þar öll til fyrirmyndar. Sölu-
maðurinn sýndi mér Sanyo
tæki, sem var með góðri fjar-
stýringu og voru takkarnir fyrir
hinar ýmsu stöðvar eins stórir
og fimmeyringar, auk þess sem
þrír aðaltakkarnir voru gulir á
lit. Sölumaðurinn lánaði mér
svo eina fjarstýringu til að sýna
væntanlegum kaupanda. -
Kurteisi og hjálpsemi eykur
söluna. -Fjarstýringin reyndist
vel og greiddi ég tækið næsta
dag, sem síðan var aflient suttu
eftir hádegi.
Tækið var sett í samband við
loftnet og þakklát gömul kona
hringdi og bað mig að þakka
sölumanninum.
Baðmullarkjóll sem ekki
má þvo
Þeir eru móðins núna, svartir
þunnir baðmullarkjólar frá
Indlandi. Á meðferðarmerk-
ingarmiða stendur: má ekki
þvo aðeins þurrhreinsun.
Merkingarnar eru í samræmi
við alþjóða meðferðarmerk-
ingu. Þetta gerir meðferð mjög
dýra. Verra er þó að eigandi vel
þekktrar hreinsunar benti á að
kjólarnir eru alls ekki litekta og
þola ekki hreinsun. Æskilegt
væri að innflytjandi fórnaði
einum kjól og léti hreinsa hann.
Sé hann ekki litekta væri best
að flytja ekki slíka kjóla inn,
innflytjandinn ber ábyrgðina.
Hve mikið er í
pakkningunni?
Eitt vandamál fyrir neytend-
ur á íslandi er, að til sölu eru
ýmsar matvörur í smásölu-
pakkningum þar sem ekki er
getið um magn innihalds. Mér
var einnig bent á að álegg sé
vigtað með umbúðum og verð-
ið því of hátt. í því sambandi
má benda á að niðursneitt og
pakkað álegg er tiltölulega dýr-
ara en ópakkað álegg. En þetta
síðarnefnda er oftast ófáanlegt.
Framfarir eru þó í pakkningum
á ísl. konfekti í skrautkössum.
Ég sá nýlega að magn í gröm-
mum er nú gefið upp á umbúð-
um. Einnig eru margar hrein-
lætisvörur ekki merktar með
magni innihalds. Það getur
einnig verið erfitt fyrir neyt-
endur hérlendis að vita hvaða
magn er í erlendum pakkning-
um, en grein um þetta mun
birtast síðar.
Eríka Friðriksdóttir.
NEYTENDABLADIÐ - 9