Neytendablaðið - 01.04.1983, Side 24

Neytendablaðið - 01.04.1983, Side 24
Norrænar reglur um ryðvörn fólksbifreiða Eins og flestum lesendum Ncytendablaðsins er kunnugt frá fréttum í fjölmiðlum hafa veriö samdar samnorrænar reglur um ryðvörn fólksbif- reiða. Það var vinnuhópur sem starfað hefur á vegum Norrænu embættisnefndarinnar um neytendamálefni sem kemur þessum reglum á framfæri. I vinnuhópnum eru fulltrúar bæði frá Neytendastofnunum og frá félögum bifreiðaeigenda á Norðurlöndum. Hefur verið skorað á öll bif- reiðaumboð á Norðurlöndum að þau beiti sér fyrir því að sem fyrst verði komiö á aukinni ábyrgð á ryðvörn fólksbifreiða í samræmi við þær reglur sem vinnuhópurinn hefur samið. Margt virðist benda til þess að ryð sé í flestum tilvikum aðalástæða þess að hifreiöar verið ónothæfar á óeðlilega skömmum tíma. Það kostar mikið fé að kaupa nýja bifreið eins og kunnugt er. Þar að auki geta ryðskemmdir í bifreiðum bæði valdið slysum og valdið því að tjón verði mun meira en ella. Reglurnar eru ætlaðar selj- endum á hinum norræna mark- aði. Ætlast er til að við kaup á nýrri bifreið veiti bifreiðaum- boðið ábyrgð í minnst þrjú ár á ryð- og lakkskemmdum á ytra borði bifreiðar. 7 minnst sex ár vegna tjóns vegna ryðgunar í gegn. I minnst sex ár vegna ryð- skemmda sem geta haft í för með sér að öryggiskröfum sem gerðar eru til bifreiða verði ekki fullnægt. Til þess að tryggja það að bifreiðin endist sem lengst þarf sá sem ábyrgð- ina veitir að leiðbeina bifreiða- eigendum um handhægar ryð- varnaraðferðir í lok ábyrgðar- tímans. Þessa auknu þjónustu við bifreiðaeigendur á sam- kvæmt reglunum að vera bif- rciðaeigendum að kostnaðar- lausu (með öðrum orðum er hún innifalin í andvirði bifreið- arinnar). Markmiðið með reglunum er jafnframt að örva framleiðend- ur til að framleiða betri bifreið- ar í framtíðinni sem síöur tærast. En aðgerðir á fram- leiðslustigi eru mjög mikilvæg- ar til að hindra ryðmyndun. Hafa reglurnar því verið þýdd- ar á ensku og sendar bifreiða- framleiðendum til kynningar. Fylgst verður með þróuninni á þessu sviði og munu neytend- ur fá vitneskju um að hve miklu leyti komið verður til móts við þær kröfur sem settar hafa ver- ið fram. Sigríður Haraldsdóttir 1. gr. Almennt Aðalumboðsmaður/bifreiöainn- flytjandi skuldbindur sig til þess að takast á hendur ábyrgð gagnvart kaupanda í samræmi við þessar reglur og ennfremur að sjá svo um að umboðsmenn hans takist á hendur sömu ábyrgð. Sé ábyrgð aðalumboðs- manns/bifreiðainnflytjanda takmarkaðri en reglur þessar gera ráð fyrir, eða leggi aðal- umboðsmaður meiri skyldur á bifreiðareiganda en ákvæði reglna þessara mæla fyrir um, er honum óheimilt að halda því fram að ábyrgð hans fullnægi ákvæðum þessara reglna. 2. gr. Gildisvið Reglur þessar gilda um nýjar fólksbifreiðar sem nýskráðar verða í Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi eða Svíþjóð. 3. gr. Skemmdir á ytra borði/ lakkskemmdir Sá er ábyrgðina veitir ábyrgist í minnst þrjú ár, miðað við af- hendingardag, ryð- og lakk- skemmdir á ytra borði bifreiðar, sem rekja má til hönnunar-, efnis- eða framleiðslugalla, enda komi skemmdirnar í Ijós á ábyrgðartímabilinu. Með ryðskemmdum á ytra borði bifreiðar er átt við ryð sem fellur á lakkaða eða krómaða fleti bifreiðar án þess að ryðgað hafi í gegn. Með lakkskemmdum er átt við galla eða skemmdir sem leitt geta til fyrrgreindra ryð- skemmda, eða koma fram sem mislitun, bólumyndun eða á annan áþekkan hátt. 4. gr. Ryðskemmdir Sá er ábyrgðina veitir ber ábyrgð í minnst 6 ár, miðað við afhendingardag, á tjóni vegna ryðgunar í gegn enda komi skemmdirnar í Ijós á ábyrgðar- tímanum. Ákvæði 1. mgr. gilda einnig um minni ryðskemmdir ef þær geta haft í för með sér, að öryggiskröfum, sem gerðar eru til bifreiða, verði ekki fullnægt. 5. gr. Gallar í ryðvörn Sá er ábyrgðina veitir ábyrgist að ryövörn bifreiðar sé á ábyrgðartímanum haldið í því horfi sem bifreiðareigandi get- ur með sanngirni gert ráð fyrir, enda þótt skemmdir sbr. 3. og 4. gr. hafi ekki náð að myndast. 22 - NEYTENDABLAÐID

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.