Neytendablaðið - 01.04.1983, Side 33
Útbreiðsluherferð til hvers? Er þörf á því
fyrir samtök eins og Neytendasamtökin
sem hafa félagatölu hlutfallslega hærri en
víðast hvar, að gangast fyrir útbreiðslu-
herferð?
Þó að fjöldi félagsmanna NS sé tölu-
verður þá hafa samtökin ekki náð að þró-
ast í fjöldasamtök hvorki hvað snertir
fjölda félaga né innri starfsemi. Með út-
breiðsluherferð viljum við ná til mun fleiri
en við höfum gert hingað til og fá mun
fleiri til virkra starfa innan samtakanna.
Forsenda þess að Neytendasamtökin geti
verið öflug og nægilega virk samtök til
hagsbóta fyrir neytendur er sú, að mun
fleiri tengist þeim og samtökunum takist
að brjótast út úr þeim stakk, sem þeim nú
er sniðinn og hefur verið í allmörg ár.
Markmið okkar sem nú skipum stjórn
Neytendasamtakanna er eftirfarandi:
1. Efla samtök neytenda.
2. Auka fræðslu um neytendamál bæði
almennt og í skólum landsins.
3. Koma á tengslum milli þeirra aðila og
samtaka sem fást við neytendamál hér
á landi.
4. Stuðla að betri viðskipaháttum m.a. í
samvinnu við samtök seljenda og fram-
leiðenda.
5. Ná aukinni viðurkenningu opinberra
aðila á Neytendasamtökunum þannig
að þau komi í öllum tilvikum fram fyrir
neytendur í landinu þar sem sérsamtök
neytenda eru ekki starfandi.
í eflingu N.S. felst það, að okkar mati
að fjöldi virkra félaga þarf að aukast, út-
gáfu og kynningarstarf þarf að aukast og
byggja verður fjárhag samtakanna upp
með þeim hætti, að þau geti annað eðli-
leguin og nauðsynlegum verkefnum á sviði
útgáfu- og fræðslumála fyrir neytendur.
Stórn samtakanna hefur safnað upplýs-
ingum og bæklingum o.fl. um neytenda-
fræðslu í öðrum löndum. Næsta verkefni
á þessu sviði er að koma þessu efni á fram-
færi við fræðsluyfirvöld annars vegar og
hins vegar setja upp dagskrá ráðstefnu- og
kynningarfunda auk ýmis annars.
Neytendasamtökin hafa um nokkurt
skeið hvatt til samstarfs ýmissa samtaka,
sem fást við ýmis afmörkuð neytendamál
og Neytendasamtakanna. Oft á tíðum
getur venð um sameiginleg vandamál og
verkefni slíkra samtaka að ræða þó það sé
alls ekki alltaf. Hitt er mikilvægt, að þar
sem unnt er, sé takmörkuðum fjármunum
og tíma ekki eytt óþarflega með því að
mismunandi aðilar margvinni sama verk-
efnið t.d. varðandi upplýsingaþjónustu.
Samtök framleiðanda og seljenda hafa
sýnt áhuga á samstarfi um breytingar á lög-
gjöf og samvinnu um að koma á betri við-
skipaháttum. Ef og á meðan neytendur og
þessir aðilar geta átt samleið um að koma
hlutum til betri vegar þarf því að knýja á
um að koma málum áfram.
Þegar talað er um að ná fram aukinni
viðurkenningu opinberra aðila á Neyt-
endasamtökunum er fyrst og fremst lögð
áhersla á, að samtökin verði virt af þessum
aðilum sem málsvari neytenda í landinu.
Það hefur tíðkast að stjórnvöld láti ýmis
mál til samtaka vinnuveitenda og verka-
lýðsfélaga og feli þessum aðilum að fjalla
um þau og gefa álit. Oft er þetta eðlilegt en
í öðrum tilvikum næsta fráleitt, eins og
þeim tilvikum þar sem um raunveruleg
neytendamál er að ræða. Þá væri eðlilegt
að samtök framleiðenda annars vegar og
samtök neytenda hins vegar fjölluðu um
málið. Margt má nefna í þessu sambandi
en ég nefni einungis eitt til viðbótar. Fram-
lög ríkisins til neytendamála hafa vissu-
lega aukist á undanförnum árum, en þau
eru þó ekki nema lítið brot af því sem
ríkisvaldið lætur renna til samtaka fram-
leiðenda og seljenda. Mér virðist skv. síð-
ustu fjárlögum að hlutfall styrkja og fram-
laga til samtaka seljenda, framleiðenda og
ýmis konar starfsemi þeirra nemi um
99,85% ámóti0,15% tilNeytendasamtak-
anna. Hér ber vissulega að viðurkenna að
margvísleg atvinnupólitísk sjónarmið
koma inn í myndina hvað varðar framlög
hins opinbera til framleiðenda og selj-
enda, en þrátt fyrir það að mismunur sé
viðurkenndur á þeim grundvelli, þá er
munurinn óhæfilega mikill. Á það má líka
benda að tekjur ríkisreknu fjölmiðlanna
af auglýsingum á góðum degi er líklega
margfallt meiri en nemur öllu framlagi
ríkisins til neytendastarfs.
Það er mín skoðun að neytendasamtök
eigi ekki fyrst og fremst að miða við að
sækja fé í hendur ríkisvaldsins. Þau eiga
að byggja starfsemi sína upp með þeim
hætti, að þau hafi þaðmiklartekjurað þær
geti að mestu leyti staðið undir starfsem-
inni. Til þess verður þó að taka tillit að í
fámennu landi sem okkar verður slík frjáls
félagsstarfsemi ávallt fjárþurfi nema til
komi virkur stuðningur og starf þeirra sem
í samtökunum eru. En jafnvel það er ekki
nægilegt. Samtök neytenda verða einnig
að selja þá þjónustu sem þau veita í aukn-
um mæli á kostnaðarverði. Þá verður líka
að taka tillit til þess að í nágrannalöndum
okkar sem eru margfallt mannfleiri telur
ríkisvaldið það skyldu að stuðla að fjöl-
breyttu neytendastafi í mun ríkara mæli en
gert er hér á landi. Þetta stafar af því að
álitið er að neytendasamtök veiti ákveðna
nauðsynlega samfélagslega þjónustu með
starfsemi sinni.
En til hvers Neytendasamtök? Neyt-
endamál ná yfir mörg ólík svið, og m.a.
taka þau til peninga, hvernig neytandinn
notar þá og hvað hann fær fyrir þá. Neyt-
endamál taka líka til réttinda neytenda
gagnvart seljendum og hvernig eðlilegir
viðskiptahættir eiga að vera. Margt fleira
má nefna, sem dæmi nefni ég nauðsyn
hlutlægra upplýsinga um gæði vara og
hvort þær uppfylla nauðsynlegar öryggis-
kröfur. í landi eins og okkar þar sem verð-
bólgan æðir áfram eru vörumerkingar iðu-
lega ófullnægjandi, ákvæðum um síðasta
söludag er ekki sinnt sem skyldi og reglur
jafvel settar framleiðendum í hag, þannig
að þeir geti selt vöru með takmörkuðum
vörugæðum sem fyrsta flokks vöru eru
neytendasamtök mun mikilvægari en í
nágrannalöndum okkar sem búa við full-
komnari löggjöf í neytendamálum en við
og sjónarmið neytenda og lágmarkskröfur
eru virtar.
Það er því kominn tími til að íslenskir
neytendur efli samtök sín til þess að þau
geti sinnt þeim neytendamálum á viðun-
andi hátt og tryggt neytandanum sömu
stöðu og best gerist útbreiðsluherferðin
nú er viðleitni í þessa átt. Við vonum að
það séu margir sama sinnis og við og séu
reiðubúnir til þess að byggja upp samtök
neytenda. Sterk og öflug fjöldasamtök
neytenda er okkar markmið. Þú átt valið.
Með þínum stuðningi er það hægt.
NEYTENDABLAÐIÐ - 29