Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 4

Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 4
PISTILL KOMA ÖLLUM TIL GÓÐA Ínágrannalöndum okkar gera neytendasamtök og stofnanir reglulegar gæöakannanir á neysluvarningi, svo sem heim- ilistækjum, matvörum og fleiru. Þessar gæöakannanir gegna mikilvægu hlutverki viö aö upplýsa neytendur þegar velja skal t.d. þvottavél, ryksugueöamyndbandstæki. Þaðgeturverið erfitt fyrir neytandann aö velja í okkar margflókna neyslusamfé- lagi og því auðvelda gæðakannanir valið. Enslíkarkannanirgegnaekkisíöurmikilvægu hlutverki viðað auka gæði þeirrar vöru sem í boði er. Ef fylgst er náið með gæð- unum og niðurstöður birtar opinberlega, knýr það framleiðendur til að framleiða eins góða vöru og mögulegt er. Enginn vill láta koma fram opinberlega að varan hans sé lélegri en keppinaut- anna. Innlendar gæðakannanir Á umliðnum árum hafa Neytendasamtökin gert fáar gæöa- kannanir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að slíkar kannanir eru mjög kostnaðarsamar og samtökin hafa ekki haft bolmagn til að gera þær í þeim mæli sem æskilegt er. Þær kannanir sem Neytendasamtökin hafa gert, sýna þó sannleiksgildi orðanna í upphafi. Fyrir nokkrum árum gerðu samtökin könnun á gæðum endurskinsmerkja. í Ijós kom að aðeins eitt af fjórtán endurskinsmerkjum gaf það endurskin sem að lágmarki var hægt að fallast á. Þetta varð til þess að þau endurskinsmerki sem óhæf reyndust voru tekin út af markaðn- um og önnur betri komu í staðinn. Flestum er í fersku minni gerlakönnun sem Neytendasamtök- in gerðu fyrr á þessu ári á nautahakki og kjötfarsi. í Ijós kom að í sumum tilvikum var verið að selja neytendum ósöluhæfa vöru. Gæðakönnun sem þessi knýr að sjálfsögðu framleiðendur og seljendur til meiri vöruvöndunar og eykur hreinlæti hjá þessum aðilum. í lok síðasta árs birti Verðlagsstofnun niöurstöður úr gæöa- könnun á nautahakki og skinku. í Ijós kom að lítið samræmi var á milli verðs og gæða, dýrasta varan var ekki endilega sú besta að gæðum, fremur en að sú ódýrasta væri sú lakasta. Það er hins vegar Ijóst að ef reglulega væri fylgst með gæðum og niður- stöður birtar, yrðu framleiðendur að verðleggja sína vöru í sam- ræmi við gæðin. Neytendur gætu því betur treyst því sem á verðmiðanum stæði. 4 Gæðakannanir hafa þjóðhagslegt gildi Á undanförnum árum hefur orðið ánægjuleg breyting hjá íslenskum neytendum. Neytendavitund hefur aukist og gerðar eru meiri kröfur. Þetta hefur m.a. orðið til þess að mun fleiri hafa gengið til liðs við Neytendasamtökin og þannig hefur félagatalan rúmlega tvöfaldast á rúmu ári. Það er mikilvægt að nýta þá fjármuni sem koma í auknum félagsgjöldum, í verkefni sem koma neytendum að sem mestu gagni. Flér hljóta gæðakannanir að vera ofarlega á blaði. Um leið hljóta neytendur að krefjast þess að stjórnvöld styðji við bakið á þeim í þessari viðleitni, enda er Ijóst að stjórnvöld hafa ekki síður hagsmuna að gæta en hinn almenni neytandi. Flversu mikið sparar ekki þjóðarbúið á því að þær vörur sem í boði er séu góðar og endist sem lengst? Oft kemur fram hve óhagstæður viðskiptajöfnuður okkar er við útlönd. Með gæða könnunum getum við útilokað innflutning á lélegum erlendum vörum og knúið fram aukin gæði á þeim vörum sem við framleið- um hér heima. Þar með gerum við þær þetur samkeppnishæfar í öðrum löndum. Það er því Ijóst að að gæðakannanir koma ekki aðeins hinum einstaka neytandatil góða, heldur þjóðfélaginu í heild. Jóharmes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.