Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Síða 7

Neytendablaðið - 01.04.1989, Síða 7
UMHVERFISVERND HREINSIBÚNAÐUR LÖGLEIDDUR FLJÓTLEGA í tengslum við mengunar- umræðu hefur oft borið á góma nauðsyn þess að lögleiða hreinsibúnað á útblœstri bifreiða hér á landi. Slíkur búnaður er skyldugur í Banda- ríkjunum og er á nýjum bílum sem koma þaðan. Búnaðurinn fœrist í vöxt í Evrópu og mun verða lögleiddur bráðlega í löndum Evrópubandalagsins. Hér á landi er í undirbútiingi reglugerð um mengunarvarnir þar sem meðal annars er lagt til að hreinsibúnaður skuli vera á nýjum bílum sem fluttir eru til landsins eftir 1992. Ólafur Pét- ursson efnaverkfrœðingur og forstöðumaður Mengunar- varnasviðs Hollustuverndar ríkisins, tók þátt í samningu þessarar reglugerðar og við spurðum hann nánar um málið. „Reglugerðin er enn til meðferðar í ráðuneytinu og er því ekki orðin endan- leg,“ sagði Ólafur. „Hún byggir að miklu leyti á norrænu umhverfismálaáætluninni sem samstarfsráðherrar Noðurlanda sam- þykktu nýlega. Þar er stefnt að ákveðnum atriðum í umhverfisvernd og á hvert land að móta sína stefnu miðað við aðstæður. Eitt stefnumálanna er að mæta bandarísk- um kröfum varðandi útblástur frá bifreið- um snemma á næsta áratug." Ef hreinsibúnaður er á bílum sem fluttir eru hingað til lands, hefur hann yfirleitt verið fjarlægður. Ástæðan er meðal ann- ars sú að forsenda þess að hann virki er að notað sé blýlaust bensín á bílinn og hér er blýlausa bensínið með of lága oktan tölu fyrir sumar gerðir bifreiða. Ólafur sagði því nauðsynlegt að sterkara blýlaust bens- ín yrði komið á markað þegar hreinsibún- aður verður lögleiddur. Taldi hann í því sambandi réttlátt að stjórnvöld minnkuðu skattaálögur á blýlaust bensín því líklega yrði það bensín dýrara en það blýlausa bensín sem nú er til sölu. 40% minna aff blýi í andrúmsloftinu Ólafur sagði hreinsibúnað vera eitt þeirra atriða sem ætti að stuðla að því markmiði að mengun yrði ekki yfir ákveðnum mörkum snemma á næsta ára- tug. „Hér í Reykjavík hefur mengun nálg- ast hættumörk við vissar aðstæður. Það er margt sem spilar inn í þetta, meðal annars veðurfar sem hefur verið þannig í vetur að við höfum ekki orðið vör við aukna mengun.“ Ólafur var spurður hvort áhrif notkunar á blýlausu bensíni væru mælanleg og sagði hann að mælst hefði 40% minnkun á blýi í andrúmsloftinu. „Við höfum stundað mælingar í þrjú ár og er þessi niðurstaða miðuð við ástandið frá því mælingar hóf- ust og þar til blýlaust bensín kom á markað. Blýmengunin hefur farið stöðugt minnkandi síðan þá.“ Mengunarmælingar eru ekki nógu víð- tækar að mati Ólafs, t.d. getur Hollustu- vernd ekki mælt köfnunarefnisoxíð og fleiri efni frá útblæstri bifreiða. „Það er mjög slæmt að hafa ekki tölur um ástandið hvað þessi efni varðar, til að geta borið saman við mælingar eftir að hreinsibúnað- ur hefur verið tekinn upp. Við þurfum að geta mælt fleiri umhverfisþætti í að minnsta kosti tvö ár til að geta fylgst með því hvaða áhrif hreinsibúnaðurinn hefur,“ sagði Ólafur Pétursson. 7

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.