Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 9

Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 9
TIL UMFJOLLUNAR VIÐKVÆM FATAEFNI í TÍSKU Fataefni sem nú eru á markaði eru mun við- kvæmari en efni sem voru í tísku fyrir nokkrum árum. Unglingafatnaður og ýmis tísku- fatnaður er gjarnan saumaður úr þessum efnum sem oft hafa fallega áferð í upphafi en erfitt get- ur reynst að halda henni þegar kemur að þvotti eða hreinsun. Mörg efni þola ekki meðferð blettaefna, en við hreinsun reynist oft nauðsynlegt að nota slík efni á bletti sem ekki nást við venjulega meðferð. Starfsfólk efnalauga þarf því að fá leyfi viðskiptavina til að reyna slíka meðferð, því oft er mikil áhætta í henni fólgin. Þess vegna ætti fólk ekki að henda fötum í poka inn í efna- laug heldur líta á þau með afgreiðslufólki og fá vitneskju um hvort áhætta geti verið í því fólgin að nota blettaefni á flíkina og samþykkja það fyrirfram. Flíkur sem bryddaðar eru með leðri, eins og nú er mikið í tísku, geta t.d. reynst erfið- ar því leðrið þolir ekki sömu meðferð og efnið sem flíkin er saumuð úr. Ef reynt er að ná óhreinindum úr flíkinni getur leðrið skemmst. Annað vandamál við meðferð fatnaðar er það að ekki er alltaf hægt að treysta því að þær merk- ingar sem segja til um hvaða efnablöndur eru í flíkinni, séu réttar. Merkimiðar eru seldir hér á landi án þess að eftirlit sé haft með því að efnin sem merkt eru standist merkingarnar. Er það til verulegs hnjóðs fyrir íslenskan fataiðnað. Hér á eftir fræðir Pétur Sigurjónsson trefja- efnaverkfræðingur lesendur um viskós sem er vinsælt efni í efnablöndur en getur verið mjög misgott efni, eftir því hvernig staðið er að vefn- aði þess. Einnig er rætt við Guðjón Jónsson, formann Félags efnalaugaeigenda, um erfiðleika sem koma upp við meðferð fatnaðar í efnalaugum. Kvörtunardeild Neytendasamtakanna berst mikið af fatnaði sem látið hefur á sjá eða hrein- lega eyðilagst í efnalaugum. Er þá oftast erfitt að úrskurða hvort um sé að ræða lélegt efni eða mistök í efnalaugum. Til að vinna úr slíkum vafamálum er því í bígerð að stofna sameigin- lega kvörtunarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda. 9

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.