Neytendablaðið - 01.04.1989, Síða 11
TIL UMFJOLLUNAR
Vandasöm í litun og
viðkvæm í þvotti
Viskósefni eru mikið notuð í ýmsar
trefjablöndur, en að sögn Péturs er oft erf-
itt að ná góðri litun á slík efni. „Það getur
til dæmis verið erfitt að ná samlitun á
polyester og viskós þannig að litun beggja
trefjanna sé nógu ekta. Pað er mikið um
mistök á sviði litunar. Litarefnin renna til,
einkum vegna þess að þau eru ekki nógu
góð. í austurlöndum eru oft notuð ódýr,
léleg litarefni sem reynast ekki halda litn-
um þegar kemur að þvotti. Það er nefni-
lega dýrara að lita með góðum litarefn-
u
um.
Pétur lagði áherslu á að viskósefni þola
yfirleitt ekki nema 30 gráðu heitt vatn og
eru oft mjög viðkvæm fyrir ýmsum
hreinsi- og þvottaefnum. Til dæmis er al-
gengt að fólk noti alltof mikið af þvotta-
efni þegar það leggur flík í bleyti og lætur
hana liggja of lengi í bleyti. Pannig geta
viðkvæm efni eyðilagst. Almennt gildir sú
regla að nota sem mildust þvottaefni til að
þvo viskós og slík viðkvæm efni og er best
að nota „neutral“ þvottaefni en ekki
basísk.
Lélegt efni í barnaúlpum
Viskósið er sem sagt gætt ýmsum góð-
um eiginleikum sem þykja eftirsóknar-
verðir nú til dags. Það er þjált og mjúkt og
dregur í sig raka, en til samanburðar er
t.d. polyester kalt og hrindir frá sér raka.
Það er því þægilegra að klæðast fötum úr
viskós, en það er hins vegar ekki eins slit-
sterkt og polyester. „Eins og áður sagði er
algengt að þessum efnum sé blandað
saman,“ sagði Pétur, „t.d. polyester og
viskós eða bómull, en í slíkum blöndum
geta oft leynst svik sem erfitt er að vara sig
á. Það segir nefnilega ekkert til um gæði
efna þó gefin séu upp t.d. hlutföllin 65%
polyester og 35% bómull. Við getum
fengið tvenns konar efni með þessum
hlutföllum sem eru gerólík að gæðum.
Aðalatriðið er hvernig efnið er hannað,
hvernig efnisuppbyggingin er, þ.e. hvort
hráefnið sé gott bæði í uppistöðu og
ívafi.“
Sem dæmi um þetta nefndi Pétur tvenns
konar efni úr 65% Polyester og 35% bóm-
ull (eða viskós) þar sem rnikill munur er á
endingarþoli. Annars vegar er um efni að
ræða sem er hannað þannig að uppistaðan
er 100% polyester og ívafið 100% bómull
(viskós) og hins vegar efni úr sömu efna-
blöndu þar sem bæði uppistaða og ívaf er
úr garni sem er samkembt og spunnið úr
trefjablöndunni 65% polyester og 35%
bómull (viskós). í fyrra tilfellinu er uppi-
staðan slitendingarþolin, en ívafið trosnar
mjög fljótt og þá er efnið ónýtt.
„Því miður hefur þetta verið raunin á í
ýmsum barnaúlpum sem hér hafa verið á
markaði,“ sagði Pétur. „Garn úr sam-
spunnum trefjaefnum eru venjulega betri
efni en þar sem efnismunur er á uppistöðu
og ívafi, en þó eru til undantekningar þar
á.“
Verð segir ekki til
um gæði
4 Pétur benti jafnframt á að verð segir
ekki til um gæði efnis. Efni geta hlaðið á
sig miklum milliliðakostnaði. „Það er ekki
nægileg þekking á þessum málum hjá
íslenskum innflytjendum og saumastof-
um,“ sagði Pétur. „Fólk sem annast inn-
kaup erlendis frá telur sig oft vera að
kaupa betri efni en raunin er, jafnvel
rándýr efni sem eru meingölluð. í því
sambandi get ég nefnt dæmi um pils sem
komið var með til ykkar. Það var saumað
úr efni sem var rándýrt í framleiðslu en
þoldi ekki einu sinni þurrhreinsun. Þetta
pils kostaði víst rúmar 30 þúsund krónur,
en reyndist aðeins nothæft einu sinni.
... Til dæmis er algegnt
að fólk noti alltof mikið
af þvottaefni þegar það
leggur f lík í bleyti og
lætur hana liggja of lengi
í bleyti...
Á flestum flíkum núorðið
eru upplýsingar um efnið
og meðferð þess. Fyrir
utan þvotta- og strauráð
eru oftast fleiri ráð um
hvernig á að meðhöndla
efnið og oft eru önnur
merki sem gott er að vita
hvað merkja.
®
0
Tauið þolir öll venjuleg
kemisk hreinsiefni þó
ekki sterkari en triklore-
tylen.
Tauið þolir hreinsun í
perkloretylen eða dauf-
ari hreinsun.
Tauið þolir hreinsun en
þó ekki sterkari efni en
vanolen efla fluorkol-
vetni (white spirit).
Tauifl þolir ekki hreins-
un (þar er átt vifl efna-
laugahreinsun).
Tauið þolir klór.
Tauið þolir ekki klór.
MEÐFERÐ BLETTA
Sumir blettir hverfa ekki í þvotti.
Suma þarf að fjarlægja áður en
þvegið er í þvottavél. Auðveldara
er oftast að fjarlægja bletti á með-
an þeir eru nýir. T.d. ryð, kúlu-
pennablek, naglalakk, olíumáln-
ingu, lakk og tjöru er nauðsynlegt
að fjarlægja fyrir þvott. Aðalatriðið
við að fjarlægja bletti er að láta
blettahreinsiefnið sjá um verkið.
Leggið tusku eða pappír undir
blettinn.
Setjið hreinsiefnið varlega á blett-
inn. Nuddið aldrei. Strjúkið síðan
blettinn frá kanti inn að miðju til að
forðast hring í stað blettsins.
Munifl afl blettahreinsiefni eru oft
eldfim og heilsuspillandi. Notið
með varúð.
NOTIO ALDREI ELDFIM EÐA
HEILSUSPILLANDI VÖKVA í
ÞVOTTAHÚSUM.
11