Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 12
__________TIL UMFJÖLLUNAR_
NÝ FATAEFNI OG
EFNABLÖNDUR
- koma í efnalaugarnar daglega
Hér á landi eru starfræktar
40 efnalaugar og er um
helmingur þeirra á höfuðborg-
arsvæðinu. Efnalaugum hefur
fjölgað aftur sl. fjögur ár, en
fram til 1983 fór þeim ört fækk-
andi. Hér á eftir segir Guðjón
Jónsson, formaður Félags
efnalaugaeigenda, okkur frá
ýmsu því sem mætir starfsfólki
efnalauga í dagsins önn.
. . . Hrein olía fer yfirleitt
úr flíkum, einnig fita í
kertavaxi, smjöri og
tyggigúmmíi, en þegar
um majones eða sósur
með kryddi er að ræða,
þola margar flíkur ekki
þá meðferð sem þarf . . .
12
Félag efnalaugaeigenda gefur út
verðskrá sem samþykkt er af verðlagsyfir-
völdum og gefin út til félagsmanna. Því
má gera ráð fyrir að allir eigendur efna-
lauga í landinu séu í félaginu. Til þess að
hefja rekstur efnalaugar þarf hins vegar
ekki að hafa sérstaka menntun né sækja
um leyfi.
„Á Norðurlöndunum er þetta eins og
hér,“ sagði Guðjón, „en í Þýskalandi er
krafist viðurkenndra réttinda til reksturs
efnalauga. Það er að mörgu leyti óeðlilegt
að hægt sé að labba inn af götunni og hefja
rekstur af þessu tagi. Mér fyndist eðlilegt
að til dæmis Eiturefnaeftirlitið fylgdist
með þessu, vegna allra þeira efna sem not-
uð eru. Einu opinberu aðilarnir sem líta
eftir efnalaugum er Vinnueftirlitið sem
sér um að aðstæður séu ekki heilsuspill-
andi fyrir starfsfólkið.“
Hraðhreinsun
á ameríska vísu
Reynslan hefur skólað til flesta þá sem
reka efnlaugar á íslandi, enda hafa margir
verið lengi í greininni og lært að með-
höndla þann fatnað og þau hreinsiefni
sem koma á markað. Margir hafa einnig
farið erlendis á stutt námskeið, yfirleitt
hjá seljendum véla eða efna.
„Um og upp úr 1965 fjölgaði mjög svo-
kölluðum hraðhreinsunum. Þær voru að
amerískri fyrirmynd þar sem aðaláhersla
var lögð á hraða afgreiðslu. Fötin voru
ekki pressuð og lítil blettahreinsun átti sér
stað. En þessi þjónusta þótti ekki nægjan-
leg og fljótlega var farið að bjóða upp á
meiri blettahreinsun og pressun.
Á þessum árum var stíft verðlagseftirlit
og þegar tækin úreltust voru oft ekki til
peningar til endurnýjunar. Þess vegna
fækkaði smátt og smátt í greininni.
Árið 1983 fékkst leiðrétting á töxtum en
þeir höfðu þá lengi verið alltof lágir, til
dæmis 40% lægri en í Danmörku. Um
svipað leyti varð bylting í tækjabúnaði og
nýr hreinsivökvi kom á markað, - fluor-
carbón, sem ætlaður er til hreinsunar á
viðkvæmum fatnaði, en á því var mikil
þörf því tískuefni urðu viðkvæmari en
áður og nýjar efnalaugar litu dagsins
ljós,“ sagði Guðjón.
Léleg efni í tísku
Að sögn Guðjóns er fatnaður gerður úr
sífellt viðkvæmari efnum og á það ekki
síst við um tískufatnað. „Það hefur orðið
mikil breyting á þessu undanfarin 10 ár,“
sagði Guðjón. „Þá voru miklu sterkari
efni í tísku og við gátum leyst upp flesta
bletti. Nú er algengt að flík láti á sjá þegar
vinna þarf með blettaefnum.
Hrein olía fer yfirleitt úr flíkum og fita
eins og í kertavaxi, smjöri og tyggigúmmíi,
en þegar um majones eða sósur með
kryddi er að ræða, þola margar flíkur ekki
þá meðferð sem til þarf. Margir fara illa á
því að nudda bletti, en þá er algengt að lit-
ur nuddist úr og blettirnir sjáist alltaf. Lit-
ir eru gjarnan óekta núorðið, en þrátt fyrir
það fer hreinsun mun betur með fatnað en
þvottur. Litirnir haldast betur og flíkin
heldur lengur sínum upprunalega lit og
lögun.“
Þolir ekki blettahreinsun
Dæmi um vandamál sem upp koma í
samskiptum neytenda við efnalaugar er
þegar fólk hendir inn flíkum án þess að
hafa gert sér almennilega grein fyrir í
hvaða ástandi þær eru. Til dæmis er al-
gengt að fólk hafi verið að skemmta sér og
misst drykki ofan í fötin. Það dustar
bleytuna af og bletturinn sést ekki. En það
var bara af yfirborðinu sem bletturinn fór.
Efnið drekkur óhreinindin í sig og þau
koma í ljós þegar flíkin er hreinsuð.
„Það er mikilvægt að fólk segi okkur
hvað á að hreinsa, en hendi ekki fötunum
inn í poka og sé svo horfið,“ sagði
Guðjón. „Með þessu má koma í veg fyrir
ýmis leiðindi því við getum þá sagt hvort
líklegt sé að við náum blettunum úr eða
ekki. Ef okkur finnst vafi leika á því, þurf-