Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 14

Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 14
KVÖRTUNARDEILDIN Kvörtunardeild Neytendasamtakanna berast ótal mál á degi hverjum. Sumir eru að leita ráða, aðrir að segjafrá því sem þeir hafa lent í, öðrum til viðvörunar. Mikilvœgt er aðfólk viti hver réttur þess er í viðskiptum þvíþá leysast mörg mál auðveldlega. Takist hins vegar ekki að leysa málin ífyrstu atrennu, hafa samtökin afskipti af þeim fyrir sína félagsmenn. Hér eru birt sýnishorn afmálum og ábendingum sem berast kvörtunardeild samtakanna, íþví skyni að efla vitund lesenda um hin ýmsu neytendamál. Tjón á skemmtistööum Margir verða fyrir því að drykkir hellist yfir fatnað á skemmtistöðum. Hefur oft verið leitað til kvörtunarþjónustunnar með slík mál og fólk þá haldið að veitinga- húsin beri ábyrgð á þeim tjónum sem gest- ir verða fyrir. Vert er að taka það fram að svo er ekki. Sá sem veldur skaðanum ber ábyrgð á því tjóni sem hann veldur. Skyldi fólk því vera minnugt á hver það var sem hellti úr glasi eða rak óvart sígarettu í fatnað, til þess að geta samið við viðkom- andi um skaðabætur. Tjón af þessu tagi geta oft verið slæm, t.d. ef um viðkvæm efni eins og leður- og rúskinn er að ræða. Einnig getur verið erf- itt að ná ákveðnum drykkjum úr, má þar nefna Campari og rauðvín. Þola ekki meðferð unglinga Komið var með þessa tösku til kvörtunardeildar- innar, en ending hennar var aðeins nokkrir mánuðir. Hinar svokölluðu stresstösk- ur hafa verið vinsælar meðal skólafólks, en þessar töskur eru ekki hannaðar með ungl- inga í huga. Þær þola t.d. ekki að setið sé á þeim, lapp- irnar séu hafðar uppi á þeim o.s.frv. Fyrir slíka meðferð er betra að hafa sterkar leð- urtöskur. 14

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.