Neytendablaðið - 01.04.1989, Síða 17

Neytendablaðið - 01.04.1989, Síða 17
NOTENDAKÖNNUN teknir eru þeir sem eru meö snúningsdisk, kemur í Ijós að 88,6% þeirra voru mjög ánægðir, 11,0% sæmilega ánægðir og 0,4% óánægðir. Af þeim sem voru ekki með snúnings- disk voru 86,4% mjög ánægðir, 11,4% sæmilega ánægðir og 2,2% óánægðir. Ofninn oft notaður Spurt var hvort ofninn væri notaður oft, stundum eða sjaldan. 56,0% sögðust nota hann oft, 28,5% notuðu hann stund- um og 15,5% sögðust sjaldan nota ofninn. Náið samband var milli notkunar og þess hve ánægðir menn eru með ofninn. Þeir sem eru ánægðir nota hann að sjálf- sögðu oftar en þeir sem eru óánægðir. Til dæmis sögðust 59,3% þeirra sem voru mjög ánægðir með ofninn nota hann oft, en 13,1 % sjaldan. 33,0% þeirrasem voru sæmilega ánægðir sögðust nota ofninn oft, en 33,0% sjaldan og 44,4% þeirra sem voru óánægðir með ofninn notuðu hann oft, en 33,3% sjaldan. Keypt í heimabyggð Hluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni og eru búsettir á landsbyggðinni, voru spurðir hvar ofninn væri keyptur. Flestir höfðu keypt hann í heimabyggð, eða 63,2%. í Reykjavík höfðu 30,9% keypt ofninn, 2,9% sagðist ekki vita hvar hann var keyptur og 2,9% ofnanna var keyptur erlendis. Landsbyggðarfólk var einnig spurt hvort viðgerðarþjónusta fyrir ofninn væri í þeirra heimabyggð. 45,9% sögðu já, 9,6% nei og 44,4% vissu það ekki. 17

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.