Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 19

Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 19
sagði Jóhannes. „Við vildum samt reyna fyrst að finna lausn á málinu án átaka og höfum verið í viðræðum við kjúklinga- framleiðendur. Þeir hafa lagt fram skýrslu þar sem skýrt er út hvernig verðlagsgrund- völlur þeirra er ákvarðaður en við teljum engan veginn að hægt sé að byggj a viðræð- ur á því plaggi. Höfuðatriðið í okkar gagnrýni er að viðmiðunarbúið sem sex- manna nefnd byggir á, er af mjög óhag- stæðri stærð. Við höfum sambærilegar upplýsingar frá Danmörku og höfum reiknað út hvað eðlilegt heildsöluverð á kjúklingum hér á landi ætti að vera. Þar ber mikið á milli okkar og framleiðenda eða um 126%. Okkur finnst eðlilegt heild- söluverð vera 178 krónur á kíló, en þeir 320 krónur.“ Sala á kjúklingum dregist saman Þegar þetta er skrifað hefur ekki náðst samkomulag um málið en samtökin hafa heldur ekki ákveðið að hvetja til neyslu- stöðvunar. Hins vegar hefur sala á kjúkl- ingum dregist verulega saman undanfarna mánuði og telja framleiðendur það vera áróðri Neytendasamtakanna að kenna. Hvort sem svo er eða ekki, er það stað- reynd að of hátt verð dregur úr neyslu. Þess vegna hlýtur það að vera hagur allra að finna lausn á málinu og lækka verðið. Besta aðferðin til þess, að mati Neytenda- samtakanna, er að leggja niður fram- leiðslustýringarkerfið og leyfa reglunni um framboð og eftirspurn að ákvarða verðið. Besta aðferðin til þess, að mati Neytenda- samtakanna, er að leggja niður framleiðslu- stýringarkerfið og að opinberir aðilar hætti ofsóknum á hendur kjúklingaframleiðenda, svo og eggja- og svínaframleiðenda, í formi kjamfóðurgjalds og óeðlilegra hafta á endur- nýjun stofna erlendis frá. FRÁ STJÓRNINNl Neytendasamtökin fagna frumkvæði Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra, að stuðla að lækkun matarverðs með því að létta af enn einu innflutningshaftinu og leyfa innflutning á smjörlíki. Vænta sam- tökin þess að í framhaldi af þessu verði innflutningur á smjörlíki gefinn frjáls og jafnframt að íslenskir neytendur eigi kost á, í framtíðinni, að kaupa fleiri ódýrar matvörur erlendis frá. Jafnframt leggja samtökin áherslu á að strangt gæðaeftirlit sé fyrir hendi, jafnt með innlendum sem innfluttum vörum. Neytendasamtökunum hafa borist fjöl- margar kvartanir að undanfömu vegna lélegra kartaflna. Minnt er á, að Neytenda- samtökin hafa stutt það að innflutningur á kartöflum og grænmeti verði þá aðeins leyfður, að ekki sé fyrir hendi innlend gæðaframleiðsla á hóflegu verði. Ljóst er að gæði þeirra kartaflna sem nú em á boð- stólum em langt frá því að vera viðunandi. Þess vegna krefjast Neytendasamtökin þess að þegar verði heimilaður innflutningur á gæðakartöflum. Verðlækkun á eggjum, kjuklingum og kartöflum Neytendasamtökin skora á framleiðend- ur kjúklinga og eggja að lækka nú þegar verð á vörum sínum og hverfa frá einokun og verðstýringu. Verði framleiðendur ekki við þessari áskomn, neyðast Neytenda- samtökin til að grípa til aðgerða strax eftir páska. Jafnframt skora samtökin á kartöflu- og grænmetisframleiðendur, að beita sér fyrir því að: - drög að reglugerð um dreifingastöðvar komi ekki til framkvæmda. - komið verði á eðlilegum viðskiptaháttum með dreifingu kartaflna og grænmetís. - neytendur eigi kost á að kaupa þessar vörur á sanngjörnu verði, miðað við verð í nágrannalöndum. 19

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.