Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 20

Neytendablaðið - 01.04.1989, Page 20
FRA RAFMAGNSEFTIRLITINU Að lýsa upp garðinn Húseigendur sem hafa í hyggju að setja upp lýsingu í garðinum hjá sér, þurfa að huga að ýmsu í því samhengi: 1. Lampar sem ætlast er til að stungið sé niður í jarðveginn með rafleiðslur ofanjarðar eru ekki bannaðir, en telj- ast óheppilegir og bjóða heim hættum, nema spenna á þeim sé lækkuð t.d. í 24 volt. 2. Öruggast er að setja upp fasta lampa. Rafstrengur er þá grafinn í jörðu sam- kvæmt viðteknum reglum um jarð- strengi og frágang þeirra. 3. Við staðarval lampa er hyggilegt að taka mið af helsu vind- og veðuráttum. Lampi á bersvæði þarf að vera mun betur búinn gagnvart vatnsveðrum en sá sem hefur skjól af vegg, girðingu eða trjám. 4. Lampar til útinotkunar eru mismun- andi þéttir og merktir samkvæmt því. Lampar úr málmi standast illa sjávar- seltu. Sitthvað fleira mætti athuga. Veljið því lampa með tilliti til aðstæðna og leitið til rafverktakans um val og frágang. Að festa upp Ijós Ef um nýtt húsnæði er að ræða skulum við gera ráð fyrir því að rafverktakinn hafi skilað verki sínu þannig að hann hafi lok- að öllum dósum, sett krók í loftdósir til að hengja vírana í gegnum lokið og sett á þá tengi, eins og sést á myndinni. Ef ekki er gengið frá dósum á þennan hátt er nauð- synlegt að fagmaður annist frágang, a.m.k. að þessu þrepi. (Krókureraðsjálf- sögðu óþarfur ef ljósafesting er fyrirhug- uð með öðrum hætti). Þessu næst er að útbúa lampasnúruna, ef lampinn á að hanga frá lofti. Komið togfestu fyrir á snúrunni og still- ið hæðina. Klippið af það sem umfram er. Afeinangrið taugaendana og snúið upp á þræðina. Losið upp á tengjunum á vírun- um sem koma út úr dósinni, stingið endunum í og herðið að. Ef þrír þræðir koma út úr dósinni er einn þeirra gul- grænn og ætlaður til jarðtengingar. Ef ekki er gert ráð fyrir því að lampinn sé jarðtengdur, er þessi vír látinn eiga sig. Annars þarf að gæta þess vandlega að hann sé tengdur á réttan stað. Ef taka þarf lampann lengra út á loftið þarf snúran að vera lengri sem því nemur, og þá þarf togfestan að vera þannig að hægt sé að skrúfa hana upp í loftið, eða festa á krók þar sem lampinn á að hanga. A lampanum á að vera merking sem segir til um gerð og hámarksstærð peru. Þegar settir eru upp ljóskastarar, hvort heldur er í loft eða á veggi, gefið þá gaum að tákni sem sýnir minnstu fjarlægð sem kastarinn má vera frá brennanlegu efni, oft 0,5 eða 0,8 m. 20

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.