Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 23

Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 23
UR BARATTUNNI Um leiö og kjúklingabændur telja þetta eina af ástæöum þess, aö hér á landi eru líklega dýrustu kjúklingar í heimi, telja þeir ófært aö hefja innflutning á ódýrum kjúklingum. Ástæðan er auð- vitaö sú, aö þessir útlensku kjúklingar eru fullir af alls kyns lyfjum og eiturefnum. Þaö er mesta furða, hvað Hollendingum og Dön- um tekst að lifa af, þessa ódýru og stórhættulegu kjúklinga. Þegar innflutningur á kjúklingum ber á góma, ber svo viö aö kjúklingabændur og landbúnaðarfrömuðir haldast í hendur, enda hagsmunir beggja í húfi. Innflutningur mundi reka enda- hnútinn á stríð kjúklingabænda og stela sigrinum af landbúnað- arfrömuöunum. Innflutningurinn mundi líka hafa óheillavænleg áhrif á rándýra fjallalambið, sem líklega yrði aðeins á jólaborð- um landsmanna. Megum ekki spara í umhverfismálum Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að plastpokanotkun landsmanna hafi minnkað til muna, með tilkomu plastpoka- gjaldsins. Það standa varla margir í svipuðum sporum og Land- græðsla Ríkisins, sem getur fagnað því, aö arðsemin eykst eftir því sem tekjurnar minnka. Við megum ekki gleyma því, að arðsemi er meira en það, sem við teljum í krónum og aurum. Við getum ekki lengur haldið að okkur höndum varðandi fjárveitingu til hollustu- og umhverf- isverndar. Það er nauðsynlegt að efla matvælaeftirlit, hvort sem er með innfluttum eða innlendum vörum. Ekki síst þarf að efla eftirlit með innlendum vinnslulínum og er nýlegt kjötfarsdæmi góð áminning þar um. Sorp og úrgangur er ógnun við umhverfið, sé því ekki fyrirkomið með ábyrgum hætti. Sparnaður og andvaraleysi í umhverfismálum skaðar ekki aðeins okkur sem lifum í dag, heldur hefur jafnvel óbætanleg áhrif á framtíðarumhverfi barna okkar og barnabarna. Höfum við efni á því? Hefur umhverfið efni á okkur? w Eftir að plastpokagjaldið var tekið upp hefur plastpokanotkun minnkað til muna. Út frá umhverfissjónarmiði telst það mjög jákvœtt. Aðlögunartími að renna út Hollustuvernd ríkisins hefur óskað eftir því að heilbrigðiseftirlit sveitar- félaganna gæti þess að matvörur sem eru í ósamræmi við reglugerð um aukefni og merkingar verði ekki á boðstólum í verslunum eftir 1. júlí næst- komandi. Matvælaframleiðendur og innflytjendur eru hvattir til að hraða úrbótum, þannig að vörur þeirra séu í samræmi við reglugerðir. Hollustuvernd ríkisins Síðumúla 13, sími 681844 108 Reykjavík Hollustuvernd ríkisins erætlað að stuðla að sem heilnæmustumlífsskilyrðum í landinu meðþví aðtryggjasem best eftirlit með umhverfi, húsnæði, almennri hollustu matvæla og annarra neyslu- og nauðsynjavara og vernda þau lífs- skilyrði sem felast í ómenguðu umhverfi, lofti og vatni. 23

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.