Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 24
UTAN AF LANDI Bjarni Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Neytendafélags Borgarfjarðar ogJón A. Eggertsson formaður Verkalýðsfélags Borgar- ness fyrir framan Snorrabúð. (Ljósm. Þjóðviljinn) Ragnheiður Jóhannsdóttir, formaður Neytendafélags Borgarfjarðar: Mikilvægt að mæta á fundi Fyrir rúmum 11 árwn, þann 8. apríl 1978, var stofnuð Borg- arfjarðardeild Neytendasamtak- anna. Fyrsti formaður hennar var Jóhannes Gunnarsson núverandi formaður Neytenda- samtakanna. Auk Jóhannesar var í stjórn Agúst Guðmundsson sem nú er varaformaður. Ragn- heiður Brynjúlfsdóttir hefur ver- ið endurskoðandi frá upphafi. Strax í upphafi var stjórnarfólk með viðtalstíma og kvörtunarþjónustu. Fyrsta verðkönnunin var unnin 3. apríl 1978 og tók til 35 vörutegunda. Fyrsta ábendingin til neytenda var að vera vel á verði gagnvart vörum sem komnar væru fram yfir síðasta söludag. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu félagsins, en ég nefni þetta til fróðleiks því það er við ramman reip að draga og öðru hverju fáum við kvartanir og ábendingar um útrunna vöru. Strax í upphafi kom fram sú hugmynd að neytendafélög og launþegasamtök ættu augljósa samleið. Þar segir m.a. 24 „Ljóst er að öflug neytendavernd er góð kjarabót, ekki síst fyrir þá lægstlaunuðu.“ Fyrsti samningur milli neytendafélags og verkalýðsfélags var svo gerður milli Neytendafélags Borgarfjarðar og Verka- lýðsfélags Borgarness á 30 ára afmæli Neytendasamtakanna, 23. mars 1983. Þessi félög hafa síðan haft mjög gott sam- starf og er Neytendafélag Borgarfjarðar til húsa í húsnæði stéttarfélaganna og höf- um við þar aðgang að ritara. Sá hluti samnings þessa sem hvað hæst ber eru borgarafundir sem jafnframt eru fræðslufundir um neytendamál. Á þessum sex árum hafa verið haldnir sjö fundir og allir vel sóttir. Síðasti fundurinn var undir yfirskriftinni Er SIS betri kostur fyrir neytendur en aðrir? Framsögumenn voru Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, Vil- hjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Guðmundui J. Guðmunds- son formaður Dagsbrúnar og Jónína Þor- grímsdóttir húsmóðir Ytri-Tungu. Fund- urinn var vel sóttur og tjáði fólk sig um málefnið. Fjölmiðlar mættu á staðinn og var fundinum gerð góð skil á Rás 2 og í fréttatímum útvarps næstu daga. Neytendafélag Borgarfjarðar hefur allt- af gert verðkannanir og á þessu ári hafa tvær kannanir birst. Á árinu 1986 voru gerðar 11 verðkannanir í samvinnu við stéttarfélögin. Á þessu ári tókum við í fyrsta sinn þátt í könnun á notkun lands- manna á kaffivélum og örbylgjuofnum. Einnig tók félagið þátt í gæðakönnun á kjötfarsi og nautahakki í mars sl. Félögum í Neytendafélagi Borgarfjarð- ar fjölgar stöðugt og var beiðni okkar um styrk til sveitarfélaganna víðast vel tekið. Þótt allt starf sé unnið í sjálfboðavinnu þá er ýmis kostnaður við að reka félagið. Stærsti kostnaðarliðurinn er án efa útgáfa fréttabréfs NB og ræðst sú útgáfa af því fjármagni sem til er hverju sinni. Eitt fréttabréf hefur komið út á árinu. Það er von okkar og trú sem viljum öflug neytendafélög, að allir neytendur sjái sér hag í að hlúa að sínu félagi og er þá ekki eingöngu átt við fjárframlög heldur og er það mikilvægast að mæta á fundi og sýna í verki þann vilja sem neytendur búa yfir. Stjórn Neytendafélags Borgarfjarðar skipa: Ragnheiður Jóhannsdóttir formað- ur, Ágúst Guðmundsson varaformaður, Olga Sigurðardóttir gjaldkeri, Aðalsteinn Geirsson ritari, Guðrún Kristjánsdóttir meðstjórnandi. í varastjórn eru: Guðrún Helga Andrésdóttir, Jón Helgi Óskarsson og Sigríður Finnbogadóttir. Viðtalstímar og opinn sími í Snorrabúð á þriðjudögum kl. 17-18. Sími 71185.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.