Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 25

Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 25
_____________UTAN AF LANDI______ Fyrirhuguð stofnun neytendafélags á Suðurnesjum Aðilar frá Neytendasam- tökunum og áhugafólk um stofnun neytendafélags á Suðurnesjum, komu saman til fundar í Holtaskóla í Keflavík þann 18. maí sl. Áhugi reyndist fyrir stofnun félags á Suðurnesj- um og var ákveðið að halda stofnfund í júnímánuði. Kosin var nefnd heimamanna til að sjá um undirbúning þess fundar. Jóhannes Gunnarsson formaður NS hélt ræðu á fundinum og kynnti samtökin og starfsemi þeirra fyrir fundarmönnum. Hann lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að neytendafélög væru starfrækt í sem flestum byggðarlögum. Það geri neytend- ur virkari í að sækja rétt sinn og sé mikið aðhald fyrir seljendur vöru og þjónustu í byggðarlaginu. Varðandi stöðuna á Suðurnesjum benti Jóhannes á að verkalýðsfélagið hafi sinnt verðkönnunun á svæðinu og minnti á gott samstarf sem víða hefur tekist milli verka- lýðsfélaga og neytendafélaga. Hann sagði æskilegt að starfrækt yrði kvörtunarþjón- usta á Suðurnesjum því neytendur létu frekar í sér heyra ef slík þjónusta væri á svæðinu, í stað þess að hana þurfi að sækja til Reykjavíkur. Aðspurður kvað hann fjölda fyrirspurna og kvartana hafa borist af Suðurnesjum til kvörtunarþjónustu samtakanna í Reykajvík. í undirbúningsnefninni eiga sæti: Drífa Sigfúsdóttir sem kosin var formaður nefnd- arinnar, Guðmundur Finnsson, Kristján Gunnarsson, Halldór Björnsson og Auð- ur Ingvarsdóttir. Egilsstaðir: Námskeið um neytendavernd og verðlagsmál Á Egilsstöðum var í apríl haldið námskeið í neytenda- vernd og verðlagsmálum á veg- um Menningar- og frœðslu- sambands alþýðu, Verkalýðs- félags Fljótsdalshéraðs og Neyt- endafélags Fljótsdalshéraðs. Var námskeiðið vel sótt og þótti takast mjög vel. Tryggvi Þór Aðalsteinsson forstöðu- maður MFA sagði í samtali við blaðið að fræðslusambandið, sem er fræðslustofnun ASÍ og verkalýðsfélaganna, stæði fyrir margvíslegum námskeiðum í samvinnu við verkalýðsfélögin, gjarnan í samræmi við óskir þeirra. Námskeiðin fjölluðu flest um hagsmuna- og réttindamál og væru neytenda- og verðlagsmál gott dæmi um slíkt efni. „Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs lét í ljós ósk um að fá fræðslu um þessi mál og fengum við Jóhannes Gunnarsson og Selmu Jóhannsdóttur frá Neytendasam- tökunum til að vera leiðbeinendur,“ sagði Tryggvi Þór. „Námskeið af þessu tagi má ekki vera of stutt og ekki heldur of langt. Þótti þátttakendum gefast vel að hafa það á föstudagskvöldi og frá kl 9.30 til 17.00 á laugardegi. Á þeim tíma tókst að fjalla um verðlagseftirlit og verðákvarðanir, kynna neytendastarf hér og erlendis og vinna verkefni um auglýsingar sem byggðust á neytendavernd. Það er mikilvægt að þátt- takendur taki lifandi þátt í svona nám- skeiði og er mér sagt að líflegar umræður hafi myndast um auglýsingamálin," sagði Tryggvi Þór. Vildi hann hvetja önnur verkalýðsfélög til að efna til svipaðs námskeiðs og benti á að á þeim stöðum þar sem neytendafélag væri starfandi væri tilvalið að verkalýðs- félagið og neytendafélagið hæfu sam- vinnu, t.d. um námskeið af þessu tagi eins og gerðist á Egilsstöðum. 25

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.