Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 27

Neytendablaðið - 01.04.1989, Qupperneq 27
HEIMILISBOKHALD Raggý Guðjónsdóttir kennari hefur tekið að sér fastan þátt um heimilisbókhald. Mun í næstu blöðum farið yfir helstu atriði þess. Heimilisbókhald sem og annaö bókhald ersöfnun upplýsinga um öll þau viðskipti sem heimilið á við umhverfi sitt. Tilgangurinn með því er sá að gera sér grein fyrir því hvað á sér stað í heim- ilisrekstrinum. Besta leiðin til að hafa góða yfirsýn yfir fjármál heimilisins er að færa nákvæmlega og skipulega heimilisbók- haldið, þannig getur það orðið markvisst stjórntæki í heimilis- rekstrinum. Gerð bókhaldsins Við gerð heimilisbókhaldsins er best að nota þar til gerðar bækur. Hið staðlaða form heimilisbókhaldsins er hægt að fá í bókabúðum eða hjá Neytendasamtökunum sem gefa út heimil- isbókhald. Heimilisbókhaldið ertiltölulega einfalt ísniðumog því ætti það ekki að vera neinum vandkvæðum bundið að takast á við það. Til glöggvunar er ætlunin að útskýra nákvæmlega hvernig heimilisbókhaldið erfært. Svona er farið að Fyrst skaltu færa heimilisbókhaldið í nokkra mánuði. Það gef- ur góða yfirsýn yfir rekstur heimilisins og betri vitneskja fæst um það hvernig peningunum hefur verið varið, þar af leiðandi er hægara að átta sig á hvernig hægt er að spara. Hentugast er að færa bókhaldið daglega og einn mánuð í senn. Fyrst eru mánað- artekjur heimilisins reiknaðar út og færðar í dálkinn „reiknaðar mánaðartekjur“ (dálkur I). Hafa ber í huga hugsanlegar breyt- ingar á tekjum milli mánaða. Því næst eru reiknuð út raunveru- HEIMILIS BÓKHALD lykillinn aö bættum efnahag leg útgjöld heimilisins, þ.e.a.s. útgjöld sem eru einu sinni í mán- uði eða sjaldnar. Samtala upphæða í þessum dálki er færð í reitinn „samtals" (dálkur II). Ef þessi útgjöld eru dregin frá tekjum sést hve mikið er afgangs til annarra þarfa heimilisins. Útgjöld sem eru oft í mánuði skal færa daglega í viðeigandi dálka. í dálkinn fyrir daglegar neysluvörur færast mat- og hrein- lætisvörur allskonar. í aðra dálka má færa ákveðna kostnaðar- liði, sem hver og einn vill fylgjast sérstaklega með. Nefna má útgjöld vegna bifreiðar, hversu miklu er eitt í öl, tóbak og sæl- gæti, svo eitthvað sé nefnt. Oft er nægjanlegt að færa sérstaklega þá eyöslu eða vöruteg- undir sem eru þess eðlis að auðvelt er að koma við sparnaði með góðum árangri. Daglegar neysluvörur og skemmtanir eru dæmi um það. í lok mánaðarins er hver dálkur lagður saman og samtala aftasta dálks færð í reitinn „samtals" (dálkur III). Niðurstöður mánaðarins eru fundnar út á eftirfarandi hátt: Útgjöld, einu sinni í mánuðieðasjaldnar, erudreginfrátekjum og frá þeirri tölu eru dregin útgjöld sem eru tíð. Talan sem þá kemur út telst vera niðurstöðutala mánaðarins. Útgjöld sem eru einu sinni í mánuöi eöa sjaldnar I.ÓDG Sjónvarp, útvarp I2*6' Sooluop. Rafmagn, hiti ÍUSL. Tryggingar é7- bOO. Húsnæöi 31-Doo. - Dags. Daglegar neysluvörur Fylliö út aö eigin vali Gjöld samtals. ÖIFREIÐ T6MSTU.NO FlöTMHOUR. 1h5 i.ns- 1. OOO — V. boo ~ 8.000- 2ó-9</5- ífvz- — — — — 3/5 — — ■ 5?o- a.oví- L//ð l.iso- 1. ooo - ■— 3.7 80- Gjöld samtals Í>.g2l~ 2.000- H.(oco - S’.ooo" t>.m- SAMTALS III <27.(o/3 kr. vextir) ^ ' I '1 II III SAMTALS II: NIÐURSTÖÐUR MÁNAÐARINS /Vö.oookr. (5}. 8H kr. ll-í 13 kr. Niðurstaða ^.5?3“kr. i manuði eða sjaldnar Útgjöld sem eru tið 27

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.