Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Side 29

Neytendablaðið - 01.04.1989, Side 29
XnaMS^SO*/- HRE\»V> *VíRÖtfU*RT»'. ORUl, tfifcUR. MlRTTuCVXOsír BRftö©GFM». WV3Í &05ORMV:VluRíMv> SfctfBUJ fRB 5T3*ÓRMVXfVRiRTff>ctfOU dffc>b£LU 5KIPPLL! 5VO GRETTm VféEÐ! riM $> Lesendum til fróðleiks er hér hluti af umfjöllun samtak- anna um auglýsingar. Úr I. tbl. Neytendablaðsins 1978 var tekin þessi klausa: „Hvernig blasir neyslusamfélagið við börnunum? Jú, allt frá blautu barnsbeini mætir þeim heim- ur sem einkennist fyrst og fremst af hlutum og neyslu. Vöru- flóð getur alls staðar að líta í hinu daglega lífi og fljótt gerir þrýstingurinn vart við sig frá „hinum“, úr búðargluggum, frá auglýsingum o.s.frv. Þessi þrýstingur beinist einnig að barninu sem ekki hefur nauðsynlega reynslu og dómgreind til þess að koma vörnum við . . . Það er engan veginn víst að auglýsingar hafi meiri áhrif á unglinga en á fullorðna fólkið. Hitt er þó öruggt að það er auðveldara að hafa áhrif á einstaklingsþroska barna og ungl- inga, ekki síst ef sjálfur grunnurinn er ótraustur.“ í auglýsingaflóði nútímans er sífellt verið að hvetja fólk til aukinnar neyslu. Auglýsingar nýta sér oft þekkingarskort ntanna á því sem auglýst er og þeirri tækni sem býr á bak við gerð auglýsinga. Tilgangur auglýsinga er að vekja athygli okkar á ákveð- inni vöru eða þjónustu og koma því inn hjá okkur að okkur vanti þetta eða hitt. Auglýsingar skírskota oft þannig til okkar að við fáum það á tilfinninguna að við verðum að eignast það sem um er að ræða. Auglýsingar túlka einungis sjónarmið seljenda og benda fyrst og fremst á kosti vörunnar. Auglýsendur reyna jafnvel stundum að vekja hjá okkur ótta við það að við séum að missa af vörunni. Stundum veita þeir kaupanda einhverja umbun og skírskota til hégómagirni hans. Lesa þarf auglýs- ingar með gagnrýnu hugarfari. Auglýsingargreiða neytend- ur í vöruverðinu. Því er nauðsynlegt að fræða börnin um sálarfræði auglýs- inga og mátt þeirra þannig að þau verði fær um að gagnrýna þær á raunhæfan hátt og mynda sér sjálfstæðar skoðanir á eigin þörfum. Skólinn getur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu uppeldisstarfi og er því nauðsynlegt að efla neytenda- fræðslu sem mest. Á þann hátt byggjum við gagnrýninn neytanda frá upphafi.

x

Neytendablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.