Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 4

Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 4
Landbúnaður - úttekt Meiri hagkvæmni! Umsvif landbúnaðar á íslandi hafa minnkað verulega undanfarna áratugi, bæði sem hlutdeild í vergri lands- framleiðslu og vinnuaflsnotkun. Landbúnaðurinn skapar nú minni tekjur til þjóðarbúsins en áður. Eftir Sigrúnu Halldórsdóttur GATT-samkomulagið og aðild að Al- þjóða viðskiptastofnuninni (WTO) hefur ekki skapað efnahagslegt umhverfi á Is- landi eins og til stóð, þvert á móti hefur það komið á efnahagslegri og pólitískri stöðnun. Grundvallarmarkmið með land- búnaðarkafla GATT samkomulagsins er fyrst og fremst að hvetja til frjálsrar verslunar með auknum útflutningi og innflutningi. Því ætti stefna stjórnvalda að miða að því að skapa starfsumhverfi á samkeppnisgrundvelli með nýjum tæki- færum og hvata fyrir aukna hagræðingu og hagkvæmni. Samkvæmt kenningunni um tolla er markmið ríkisstjórnar með tollaálögum að fínna öruggar tekjur fyrir ríkissjóð og vemd fyrir innlenda framleiðendur. Toll- bindingin og nýja tollakerfið skapa bæði fastar tekjur fyrir ríkissjóð og verndar framleiðendur. Það viðheldur stöðnun í landbúnaðargeiranum og kemur í veg fyrir að bændur tileinki sér hagkvæmni í framleiðslu og að óhagkvæmur búskapur leggist af. Það er ömggara fyrir bændur að starfa í vernduðum framleiðslugrein- um eins og fjárbúskap og mjólkuriðnaði í stað þess að fara út í að framleiða nýjar vörur sem em ekki eins vel studdar. Pólitískir fulltrúar eru kjörnir til að viðhalda lýðræði og jafnræði í þjóðfélag- inu. En vegna þátta eins og t.d. sögulegra tengsla og „lobbýisma“, hefur skipulögð- um hagsmunahópum tekist að ná fram kröfum sínum sem valda ójöfnuði í ís- lensku þjóðfélagi. Landbúnaðurinn er gott dæmi um þetta. Öflugir, kröfuharðir hópar framleiðenda hagnast á kostnað veikra hagsmunahópa neytenda. Embætt- ismenn hvetja til ákvarðana sem byggjast á flóknu ferli sem styrkir valdsvið þeirra og stjórnmálamenn og framleiðendur verða háðir þeirra sérþekkingu. Markaðsbrestur og stjórnsýslumistök Ef íslenskur landbúnaður er skoðaður út frá tveimur þekktum kenningum kemur ýmislegt í ljós. Kenningin um efnahags- lega velferð (The Welfare Economics Theory) fjallar um markaðsbrest (Market Failure) sem grundvöll fyrir afskiptum stjómvalda. Ahrif markaðsbrests eru margþætt. M.a. veldur hann hækkun á viðskiptakostnaði og eykur íjölda þeirra sem greiða ekki fyrir þátttöku sína (free riders) o.s.frv. Kenningin tekur á hagnýt- um þáttum eins og t.d. staðsetningu á framleiðsluþáttum. Hún fjallar um grein- ingu á aðstæðum sem má nota til að öðl- ast efnahagslega hagkvæmni. Kenningin um opinbert val (The Public Choice The- ory) fjallar bæði um markaðsbrest og stjórnsýslumis- tök. Stjómsýslumis- tök (Govemmental Failure) þýðir að ólíklegt er að póli- tísk ákvörðun sé í samræmi við há- marks velferð þjóð- félagsins í heild. Þvert á móti er stjómkerfíð eins og markaðstorg þar sem aðeins einstaklingar með öflugar kröfur hafa áhrif á pólitískar ákvarðanir sér í hag. Kröfurnar koma frá einstaklingum í vel skipulögðum hags- munahópum. Þær em ekki endilega í samræmi við heildarhagsmuni þjóðarinn- ar heldur aðeins einstaka hópa þess. Markaðsbrestur og stjórnsýslumistök haldast yfírleitt í hendur. Markaðsbrestur eins og hann snýr að framleiðendum Það er aðallega tvennt sem veldur mark- aðsbresti í landbúnaði, þ.e. mikil dreifíng bænda um landið og dreifing vinnslunnar um stór svæði. Einnig áhættusamur markaður sem framleiðendur starfa á, t.d. vegna skorts á verðupplýsingum frá sam- keppnisaðilum. Bændur á fslandi eru stór hópur miðað við stærð markaðarins og vegna víðáttu landsins em býlin dreifð um stór land- svæði. Vegna mikils flutningskostnaðar hefur verið komið upp fjölda sláturhúsa og mjólkurbúa um landið. Þessi þróun hefur viðhaldið dreifingu á bændum og leitt til þess að framleiðendur eru fram- leiðslusinnaðir frekar en markaðssinnað- ir, þ.e. leggja meiri áherslu á framleiðslu- getu og magn en sölu. Þetta fyrirkomulag hefur komið í veg fyrir hagkvæmni stór- rekstrar, stuðlað að háum framleiðslu- kostnaði og óhagkvæmni bæði fyrir bændur og vinnsluna. Markaðurinn er ekki eins áhættusamur og markaðsbrestur gefur í skyn. Akvarð- anir um verð em teknar af verðlags- nefndum. I þeim nefndum em fulltrúar bænda, vinnslunnar og ríkisstjómarinnar, auk fulltrúa ASÍ og BSRB nú síðustu árin. Verðákvörðun þeirra er ávallt þekkt stærð. Verð er ekki ákveðið af markaðs- öflum heldur út frá meðaltals fram- leiðslukostnaði. Stuttur líftími Iandbúnaðarframleiðslu gerir erfítt að geyma birgðir og veldur háum birgðakostnaði. Slæm nýting slát- urhúsa veldur geysilegum sveiflum í birgðum. Sú nauðsyn á að minnka birgð- ir síðustu ára kemur í veg fyrir að bænd- ur geti boðið ferskt kjöt á markaði, þrátt fyrir aukna eftirspum eftir þeirri vöru. Offramboð á landbúnaðarvörum, sem stafar meðal annars af því að bændur eru of margir og markaðurinn lítill, ætti að gefa til kynna samkeppni í atvinnugrein- inni. I fullkominni samkeppni á offram- boð að lækka verð. Landbúnaðarfram- Ieiðslan býr við ríkisstuðning sem þýðir að verð til neytenda er fast og því verður í litlu haggað. Aukin eftirspurn stafar meðal annars af lækkun verðs, auknum tekjum, fólks- fjölgun, verðbreytingum á samkeppnis- vömm, breyttum neysluvenjum og smekk neytenda. Á íslandi hefur engum þessara þátta tekist að breyta eftirspurn- inni. Þvert á móti hefur átt sér stað minnkandi neysla flestra kjötvara. Bændur hafa tekið á sig tekjulækkun á síðustu árum, sem hefur haft geysileg áhrif á afkomu þeirra, en þessi tekju- lækkun til bænda hefur ekki skilað sér til neytenda í sama mæli og þess vegna ekki aukið neyslu. Vegna skorts á hæfni bænda til að hagræða, auka hagkvæmni í framleiðslu og taka upp nýbreytni eða jafnvel leggja niður óhagkvæman rekstur Sigrún Halldórsdóttir. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.