Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Síða 25

Neytendablaðið - 01.05.1996, Síða 25
Kvörtunarþjónustan Breyttar áherslur hjá Skandia Tryggingafélagið Skandia tilkynnti viðskiptamönn- um sínum í byrjun ársins breytingu á áhættu- flokkum bifreiðatrygginga og fólst meginbreytingin í því að nú er tekið meira tillit til tjónareynslu bifreiða- tegunda en gert hefur verið áður. Reikningur felldur niður Það getur borgað sig að leita til Neytendasam- takanna, það fékk kona nokkur að reyna þegar hún óskaði aðstoðar samtak- anna vegna reiknings frá pípulagningarmanni. Konan hafði hringt í pípulagningarmann vegna stíflu í eldhúsvaski, maður- inn kom á staðinn en tókst þó ekki betur til en svo að pípulagningamaðurinn hafði borað í gegnum rör sem olli vatnstjóni í geymslu á hæðinni fyrir neðan. Pípulagningamað- urinn kom þá aftur og þurfti að skipta um rörið en ekki tókst viðgerðin betur því enn lak vatnið niður í geymsluna. Nú kom pípu- lagningamaðurinn í þriðja skiptið og ekki tókst heldur í þetta skipti að gera við rörið. Að vonum var konan orðin þreytt á viðskipt- unum og fékk hún því ann- an til að vinna verkið. Stuttu seinna fékk kon- an mjög svo óvæntan reikning frá pípulagninga- manninum sem ekki hafði tekist að gera við vaskinn og hljóðaði hann upp á tæpar 20.000 kr. Þar sem konan sætti sig ekki við að greiða fyrir ónýta vinnu sneri hún sér til NS. Pípu- lagningamaðurinn sá sig þá um hönd og felldi niður reikninginn enda hefur hann áttað sig á að engin sanngimi væri í því að krefjast greiðslu. Nýlega Ieitaði til Neytenda- samtakanna kona sem var afar óánægð yfir því að ábyrgðar- trygging hennar hafði hækkað um 8% á milli áranna 1995 og 1996, en hún var tryggð hjá tryggingafélaginu Skandia. Þegar málið var kannað nánar kom í Ijós að Skandia hafði hækkað tryggingariðgjöld ábyrgðartrygginga á 20 bfla- flokkum og m.a. á bifreiðinni Renault 19 sem konan í þessu máli átti. Iðgjöld annarra bfla höfðu lækkað t.d. á ákveðnum tegundum Volvo og Toyota bifreiða. Þau svör fengust frá tryggingafélaginu að það byggði hækkun iðgjalda á rannsóknum sem gerðar höfðu verið á Norðurlöndum og sýndu að ákveðnar bif- reiðategundir lentu frekar í tjóni en aðrar. Skandia hafði Það verður að teljast einkennilegt að bifreiðaiðgjöld séu ekki metin eftir tjónareynslu hins vátryggða heldur tjónareynslu bílsins sjálfs. óskað álits Vátryggingaeftir- litsins á hækkuninni og gerði það ekki athugasemdir. Af þessu má sjá að nauðsynlegt er fyrir bifreiðaeigendur að bera saman verð á bifreiða- tryggingum áður en trygging er keypt. Það verður að teljast einkennilegt að bifreiðaið- gjöld séu ekki metin eftir tjónareynslu hins vátryggða heldur tjónareynslu bflsins sjálfs eða skipta ökumennirnir sjálfir ekki orðið neinu máli? Rétturtil endurgreiðslu hjá Sjóvá-Almennum Sjóvá-Almennar hafa allt frá árinu 1994 greitt ákveðnum viðskiptavinum sínum 10% af iðgjöldum til baka af öllum grunntrygging- um og viðbótartryggingum nema líftryggingu. Hér er um að ræða þá viðskiptavini sem eru í svokölluðum STOFNI með fjórar eða fleiri grunn- tryggingar, hafa verið tjón- lausir á iðgjaldsárinu og stað- ið í skilum með iðgjöldin. Kona nokkur sem leitaði til Neytendasamtakanna uppfyllti öll skilyrði til endurgreiðslu en þegar hún ætlaði að sækja greiðsluna var henni neitað unt hana með þeim rökum að hún væri ekki lengur með tryggingar hjá félaginu. Kon- an hafði sagt tryggingunni upp um áramót en þá hafði ið- gjaldsár hennar runnið út og hafði hún verið tjónlaus á því ári. I ljós kom að tryggingafé- lagið hafði sett sér þá vinnu- reglu að endurgreiða iðgjaldið í Maí og ef viðkomandi við- skiptamaður var ekki með tryggingu á þeirn tíma gat hann ekki fengið endurgreitt óháð því hvort hann uppfyllti þau skilyrði sem sett voru fyr- ir endurgreiðslunni. Tryggingarfélagið hafði ekki kynnt þessa vinnureglu fyrir viðskiptavinum sínum og í kynningarbæklingi hafði hennar ekki verið getið. Það var því álit Neytendasamtak- anna að þar sem konunni hafði ekki verið kynnt það skilyrði að endurgreiðsla yrði aðeins veitt gegn því að trygg- ingin væri enn í gildi gat fé- lagið ekki byggt neinn rétt á því. Konunni voru endurgreidd- ar um 5.000 kr. eftir afskipti Neytendasamtakanna af mál- inu. Ástæða er til að benda fólki á að kanna hvort það eigi inni peninga hjá Sjóvá-Al- mennum af sömu ástæðum og þessi kona reyndist eiga. NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 25

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.