Neytendablaðið - 01.06.1998, Blaðsíða 5
Þing Neytendasamtakanna 1998
Stjórn
Neytenda-
sam-
takanna
Eins og getið var um í síð-
asta blaði var sjálfkjörið til
stjórnar Neytendasamtak-
anna sem tók við á þing-
inu. Mistök urðu hins veg-
ar við birtingu nafns
fulltrúa Austurlands, en
það er Ólafur Sigurðsson,
Hofshreppi. Auk þess
drógu báðir fulltrúar Suð-
urlands framboð sín til
baka og voru tveir nýir
fulltrúar Suðurlands kjörn-
ir í stjórn á þinginu, Birgir
Þórðarson, Holta- og
Landssveit, og Heimir
Davíðsson, Laugardals-
hreppi.
Samstarf við
stéttarfélög
Þingið taldi mikilvægt að
samstarfí við stéttarfélög
og samtök þeirra verði
framhaldið og það aukið,
meðal annars til að knýja á
um lægra verðlag um land
allt, fylgjast með mark-
aðnum og veita neytend-
um upplýsingar.
Neytendalöggjöf þarf enn að bæta
Jón Magnússon varaformaður rœðir við Jón Karlsson.
ingið samþykkti nokkrar
ályktanir þar sem hvatt er
til nýrrar lagasetningar eða
endurbóta á eldri lögum til að
tryggja eðlilegan neytendarétt.
Ný kaupalög og
lög um þjónustukaup
„Þing Neytendasamtakanna
skorar á viðskiptaráðherra að
beita sér fyrir því að lagafrum-
varp um ný kaupalög verði
lagt fram á næsta hausti. Þing-
ið leggur á það þunga áherslu
að tekið verði fullt tillit til
þeirra athugasemda sem Neyt-
endasamtökin sendu frá sér
vegna frumvarpsdraganna.
Jafnframt að endanleg gerð
frumvarpsins verði gerð í
samvinnu við Neytendasam-
tökin. Miðað verði við að ný
kaupalög taki gildi um leið og
lög um þjónustukaup eða um
næstu áramót.“
Umboösmaöur neytenda
Þingið ítrekaði fyrri sam-
þykktir um umboðsmann
neytenda og skoraði á við-
skiptaráðherra að setja „þegar
á laggimar nefnd til að móta
tillögur um lagasetningu um
stofnun embættis umboðs-
manns neytenda. Umboðs-
maður neytenda getur eðli
máls samkvæmt einnig gegnt
því hlutverki að vera umboðs-
maður skattgreiðenda.“ í
ályktuninni kemur fram að
Neytendasamtökin telji það
„óeðlilegt að réttarvernd neyt-
enda heyri undir Samkeppnis-
stofnun. Samkeppnisstofnun á
að gæta og gætir að því að
samkeppni sé virk og hefur
því aðra stöðu en umboðs-
maður neytenda hefur þar sem
slík embætti eru,“ segir meðal
annars í ályktuninni.
Viðskipti neytenda við
fjármálastofnanir
„Þing Neytendasamtakanna
telur að mikilvægur árangur
hafi náðst með samningi við
fjármálastofnanir um ábyrgð-
arveitingar, en telur að meira
þurfi að koma til. Neytenda-
samtökin lýsa yfir stuðningi
við meginefni þess frumvarps
sem nú liggur fyrir alþingi um
ábyrgðarmenn.
Þingið felur stjóm samtak-
anna að vinna að því í sam-
starfi við flutningsmenn frum-
varpsins að það verði endur-
flutt á næsta þingi með breyt-
ingum sem Neytendasamtökin
telja nauðsynlegar."
Endurskoðun laga á
vátryggingarsviði
Þingið telur eðlilegt að lög um
vátryggingarsamninga og vá-
tryggingarstarfsemi verði end-
urskoðuð. Fyrmefndu lögin
eru orðin gömul og sett við
„þjóðfélagsaðstæður þar sem
neytendavernd og neytenda-
sjónarmið voru ekki með
sama hætti og nú er“.
Tryggja þarf greiðan aðgang neytenda að lausn deilumála
egar kom að neytenda-
vernd taldi þingið brýnt
að neytendur hefðu greiðari
aðgang að lausn deilumála
sinna og seljenda.
Úrskurðarnefndir
Á þinginu var samþykkt að
skora á viðskiptaráðherra og
dómsmálaráðherra „að vinna
að því í samvinnu við Neyt-
endasamtökin að koma á
góðu kerfí greiðra úrlausnar-
Ieiða fyrir neytendur í deilu-
málum þeirra við seljendur,
kerfi sem uppfylla muni þær
kröfur sem gerðar verða á
Evrópska efnahagssvæðinu
innan fárra ára“.
Þingið lýsti ánægju með
frumkvæði Neytendasamtak-
anna við „að koma á úrskurð-
arnefndum til að leysa með
ódýrum og skjótum hætti úr
deilumálum neytenda og selj-
enda“. Þingið lýsti einnig
ánægju sinni með að samstarf
skuli hafa tekist milli neyt-
endasamtaka og -stofnana á
Norðurlöndum um að vinna
að því að koma á gagnkvæmu
kerfi úrskurðarnefnda. Þannig
verði hægt að taka til af-
greiðslu og úrlausnar deilu-
mál milli kaupenda og selj-
enda á Norðurlöndum og
væntanlega innan Evrópska
efnahagssvæðisins innan
skamms. Reynslan sýnir að
þegar neytendur eiga kost á
að leita réttar síns með þess-
um hætti gera þeir það í mun
ríkari mæli en þegar leita þarf
seinvirkari og dýrari leiða hjá
dómstólum.“
Úrskurðarnefndir innan
opinbera geirans
Þingið fól stjórn samtakanna
„að fylgja því eftir að komið
verði á fót úrskurðamefndum
hjá öllum þeim opinberu
stofnunum sem neytendur
eiga viðskipti við og þessar
stofnanir setji sér jafnframt
samskiptareglur, í samvinnu
við Neytendasamtökin, sem
tryggi vandaða málsmeðferð
til hagsbóta fyrir neytendur.
Fulltrúar neytenda eiga yfir-
leitt ekki sæti í nefndum inn-
an stjórnsýslunnar. Þing
Neytendasamtakanna gerir
kröfu til þess að fulltrúar
kaupenda þjónustu af opin-
berum fyrirtækjum taki þátt í
og hafi að minnsta kosti um-
sagnarrétt í öllum ágreinings-
málum neytenda og seljenda
opinberrar þjónustu."
NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998
5