Bændablaðið - 21.04.1998, Síða 6
6
Bœndablaðið
Þriðjudagur 21. apríl 1998
Bætt nýting
Jón Hlynur Sigurösson
Búnaðarsambandl Eyjafjarðar.
í flestum nágrannalöndum
okkar eru allstrangar reglur um
meðferð búfjáráburðar og mikið
lagt upp úr því að nýta hann sem
best. Víða er til dæmis bannað að
bera búfjáráburð á að vetrinum,
ákvæði eru um hámarksmagn á
ha og þar með lágmarks
landstærð sem þarf að vera
til afnota í búfjárrækt. í
grein í blaðinu Norsk
Landbruk 14/97 er sagt
frá verkefni sem miðar
að því að bæta nýtingu
búfjáráburðar, minnka
mengun vegna
afrennslis og minnka
lyktarmengun (sem
er mikið vandamál
á þéttbýlum svæð-
um). Hér fylgir
lausleg þýðing og
staðfæring á
greininni.
Ein kýr (norsk)
skilar árlega frá sér
um 100 kg af
köfnunarefni (N) í
saur og þvagi. Það
fer svo eftir
meðhöndlun
mykjunnar hve mikið
af þessu tapast,
einkum við uppgufun
ammoníaks, í fjósi,
geymslu og við dreifingu.
1 staðinn fyrir tapað
köfnunarefni verður að
kaupa tilbúinn áburð þar sem
hvert kg af N kostar 60 - 70
íkr. Það er því mikilvægt, bæði
út frá hagfræði- og umhverfis-
sjónarmiðum að meðhöndla bú-
fjáráburðinn þannig að sem mest
af köfnunarefninu nýtist sem
áburðarefni við jarðrækt. í Dan-
mörku er t.d. gerð krafa um að 40-
50% af köfnunarefni í búfjáráburði
nýtist nytjaplöntum. Þetta er
reiknað út frá áburðaráætlunum
sem verða að liggja fyrir.
I norska verkefninu sem segir
frá í
NC
mykjudreifitankar,
NC haugsugur og
NC mykjudælur í
öllum stærðum og
gerðum.
í 15 ár á íslandi!
Búvélar ehf.
Malarhöfða 2
112 Reykjavík
Sími 587 7600, fax 587 7611
greimnm er
nýting köfnunarefnis í mykju, sem
dreift er með hefðbundnum hætti,
borin saman við nýtingu þegar
dreift er með slöngudreifara annars
vegar og hins vegar dreifara þar
sem mykjunni er spautað niður í
svörðinn með sérstökum útbúnaði.
Á slöngudreifara eru í stað
dreifispjalds notaðar margar slöng-
ur sem nema við jörð með um 15 -
20 sm millibili og þynnt mykjan
rennur beint niður í grassvörðinn
en dreifist ekki yfir alla plöntuna.
Á hinni tegundinni eru sleðar sem
fylgja jörðinni og neðan í þeim eru
spíssar sem áburðinum er skotið úr
af nokkrum krafti niður í yfirborð-
ið þar sem hann myndar smá holur
og blandast jarðvegi. Þessi út-
búnaður hefur verið í þróun og er
nokkuð dýr, svo reynslan verður
að segja til um hvort bætt nýting
áburðarins nægir til að borga auka-
kostnaðinn. Þessi aðferð hefur
þann kost fram yfir niðurfellingar-
tæki sem skera rásir í yfirborðið,
að hún krefst mun minna dráttar-
afls og grýtt land er ekki til vand-
ræða. Ekki er víst að þessi aðferð
virki á þéttgróinn svörð en henti
líklega betur þar sem svörðurinn er
opinn og laus í sér. í tilraunum
með þetta tæki hefur komið fram
að uppgufun ammoníaks minnkaði
um sem nam 1 kg af N úr hverju
tonni af mykju, borið saman við
hefðbundna dreifmgu. Góð nýting
köfnunarefnis í mykju er talin vera
um 3 kg N í hverju tonni og er
þetta því um þriðjungi betri nýting.
Við mælingar á uppgufun
ammoníaks kom fram að tapið er
mest rétt eftir dreiftngu og því þarf
niðurfelling eða plæging að gerast
fljótt, helst innan hálftíma. Eftir 12
tíma er mest af ammoníakinu
gufað upp. Ekki er getið um hita-
stig eða veðurfar þegar þessar
mælingar voru gerðar en þessir
þættir hafa veruleg áhrif. Heppi-
legasta veðrið hvað varðar nýtingu
ammoníaks er rigning eða stillt og
rakt veður og frekar lágt hitastig.
Þó er mikilvægt að dreifing fari
fram á vaxtartíma plantna svo þær
geti nýtt hið lausbundna köfnunar-
efni.
Vatnsblöndun bætir nýtingu
búfjáráburðar. I fyrsta lagi leiðir
þynning til þess að áburðurinn
rennur betur ofan í svörðinn. I
öðru lagi leysist ammoníak upp í
vatni og myndar ammoníumjón
NH4* sem er mun stöðugri en
ammoníak og getur nýst plöntum
beint. í eldri tilraunum hefur
verið sýnt fram á að með
blöndun til helminga með
vatni, tvöfaldast nýting
köfnunarefnis og fæst allt
að helmingi betri
áburðamýting eða
áburðurinn nægir á
helmingi stærra svæði.
Þetta hefur að vísu í
för með sér
samsvarandi aukna
vinnu við útkeyrslu.
Lykt frá
búfjáráburði sem
dreift er á völl er
einkum vandamál á
þéttbýlum svæðum
eða nálægt þéttbýli.
Þær aðgerðir sem
fyrr eru nefndar eru
einnig gagnlegar
gegn slíkri
„loftmengun“. Lykt-
in er í raun
mælikvarði á upp-
gufun ammoníaks þótt
lyktin sé ekki af því
sjálfu, heldur ýmsum
lífrænum sýrum sem
innihalda brennistein.
Til fróðleiks eru hér
birtar nýjar reglur sem nú eru
í gildi í Noregi um dreifmgu
húsdýraáburðar:
Markmiðið með nýju reglun-
um er að hindra mengun í lofti,
ám, grunnvatni, fjörðum og hafi,
með því að nýta búfjáráburð sem
best við fóðurframleiðslu. Til að
draga úr tapi næringarefna skal
dreifing búfjáráburðar fara fram
frá því er vorannir byrja og fram til
1. september. Ef dreift er á tún án
niðurfellingar verður dreifing að
fara fram á þessu tímabili. Heimilt
er að dreifa á tímabilinu frá 1.
september til 1. nóvember ef
áburðurinn er plægður niður. Frá
1. nóvember til 15. febrúar er öll
dreifmg bönnuð. Fylkisstjórar hafa
rétt til að banna dreifmgu í
september og október á svæðum
þar sem mikil hætta er á útskolun.
Til að draga úr uppgufun ammon-
íaks skal plægja eða vinna áburð
niður strax, eða í síðasta lagi 18
tímum eftir dreifingu.
Lágmarkskrafa um geymslu-
pláss er að geymslur rúmi 8
mánaða áburð. Nægilegt ræktar-
land skal vera til ráðstöfunar til
dreifingar, að jafnaði 0,4 ha af
fullræktuðu landi fyrir hverja bú-
fjáráburðareiningu. Ein áburðar-
eining samsvarar áburði með um
14 kg af fosfór eða ársframleiðslu
einnar kýr. Áburðareiningar í öðru
búfé eru reiknaðar út frá þessu
magni. Þótt þessar reglur séu settar
nú gilda ákvæði um geymslurými
og landsstærð til að byrja með að-
eins fyrir nýbyggingar og ný-
stofnuð bú. Aðrir fá frest til ársins
2000 til að fullnægja ákvæðum um
geymslurými og til 2005 til að
uppfylla skilyrði um nægilegt
landrými.
Þýtt og staðfært úr N.L. 14/97.
Eigum til afgreiðslu strax hin
vinsælu Josve hnífaherfi.
Vinnslubreidd 3 metrar.
Verð aðeins kr. 149.000 án vsk
VELAVERÍ
Lágmúla 7, 108 Reykjavlk
Sími: 588 2600, fax: 588 2601
Kornið kemst snemma í jörð
Kombændur nú í óðaönn að
undirbúa akra sína og að sögn
Magnúsar Finnbogasonar á Lága-
felli í Landeyjum er í góðu ári sáð
uppúr 20. apríl og víða mun það
ganga eftir en takist ekki að koma
komi niður fyrir miðjan maí er
vonlítið að rækta það til þroska.
Akrafóður hf. og Ólafur
Eggertsson á Þorvaldseyri flytja
inn um 250 tonn af sáðkomi af
fjómm tegundum. Tvær tveggja
raða tegundir frá Svíþjóð, Filippa
og Gunilla og tvær sex raða
tegundir frá Noregi, Arve og
Olsok. Má gera ráð fyrir að það
nægi í um 1.250 ha. víðsvegar um
landið. Líklegt er að sáð verði
komi í um 2000 ha í vor á landinu
öllu.
Ráfistefna um skynmats-
aðferðir í flskeldi
Dagana 21.-23. maí verður
haldin norræn ráðstefna í
Reykjavík þar sem fjallað
verður um skynmatsaðferðir
sem notaðar eru í fiskeldi.
Markmið ráðstefnunnar er að
miðla upplýsingum til þeirra sem
vinna við fiskeldi um hvemig
skynmat er notað til að meta gæði
á öllum stigum fiskeldisfram-
leiðslunnar frá hrávöru til til-
búinnar vöru.
Hvað er skynmat? Skynmat er
það að nota skynfæri fólks, þ.e.
sjón, heym, lyktar- og bragðskyn
og snertiskyn til að meta eiginleika
matvöru. Skynmat er notað til að
skilgreina gæði matvöru og
fylgjast með breytingum á henni.
Þannig er hægt að grípa inn í
framleiðsluna og koma í veg fyrir
t.d. að gölluð matvara sé notuð eða
sett á markað. Skynmat er einnig
notað til þess að þróa nýjar afurðir
eða endurbæta þær sem fyrir eru.
Skynmatsaðferðir hafa þá kosti að
vera fljótvirkar, auðveldar í upp-
setningu og túlka vel neyslugæði.
Mikilvægt er að nota skynmat til
að auka gæði vöru og hafa þannig
áhrif á verðgildi hennar.
Ráðstefnan er ætluð þeim sem
huga að gæðamálum í fiskeldi,
eins og fólki sem vinnur við eldi,
vömþróun, framleiðslu fiskafurða,
markaðssetningu og rannsóknir,
sem og nemendum í fiskeldi, fisk-
vinnslu og matvælafræði.
Þyrí Valdimarsdóttir hjá
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
hefur umsjón með ráðstefnunni
sem styrkt er af Samtökum nor-
rænna rannsóknarmanna á land-
búnaðarsviði (Nordiska Jordbrugs-
forskare förening; NJF. Allur
ágóði rennur til þeirra). Fyrir-
lestramir verða á ensku.
Þátttöku skal tilkynna á Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins fyrir
15. maí 1998.
Þátttökugjald er 20.000 krónur
fyrir NJF félaga, annars 30.000.
Innifalið í gjaldinu em ráð-
stefnugögn og veitingar: Kaffi og
meðlæti og hádegisverður báða
dagana.