Bændablaðið - 18.05.1999, Page 2
2
BÆNDABLAÐIÐ
Þríðjudagur 18. maí 1999
Korn-
Olpaunip
RALA
i
Nú er verið að sá korni um land
ailt. RALA hefur þegar sáð í
fyrstu korntilraunirnar og var
það á Þorvaldseyri undir Eyja-
fjöllum 28. apríl. Áætlað er að
sá í kornræktartilraunir tvær
fyrstu vikurnar í maí í Borgar-
firði, Skagafirði og Eyjafirði,
auk þess sem sáð verður á til-
raunastöð RALA að Korpu.
Aðalþættimir í komræktar-
rannsóknum RALA árið 1999 eru:
* kynbætur byggs og prófun á
kynbótaefniviði
* erlend afbrigði
* áburður á kom
* sáðdýpt og niðurfelling áburðar
* sáning grasfræs með komi
Tilraunareitir í komrækt þetta
árið munu verða á bilinu 800-1000
talsins. Ábyrgðarmenn em Jóna-
tan Hermannsson (jonatan@
rala.is) og Láras Pétursson (lams-
@rala.is).
ítarlegar upplýsingar um kom-
ræktartilraunir RÁLA er að fmna
á heimasíðu stofnunarinnar, http://
www.rala.is/.
Bændablaðið
Kemur næst út
þriðjudaginn 1. júní.
—
Stjóm
Búnaðarsambands
Austurlands ræðir
um mjólkurkvóta
Óttast að
mjólkurkvúti á
Austurlandi
Á stjórnarfundi Búnaðar-
samband Austurlands fyrir
skömmu komu fram áhyggjur
þess eðlis að Austfirðingar gætu
misst mjólkurkvóta þar sem
bændur treystu sér ekki til að
kaupa kvóta af þeim bændum
sem ákveddu að hætta búskap.
Sigurbjöm Snæþórsson, for-
maður sambandsins, segir að aust-
firskir bændur megi ekki við því
að missa kvóta því það sé það lítið
sem haldi afurðastöðinni gang-
andi. „Við óttumst að við missum
fullvirðisrétt úr fjórðungnum,"
segir hann.
Sigurbjöm segir að bændur
með lítinn rekstur séu að hætta á
Austfjörðum eins og annars stað-
ar. „Spumingin er hvort aðrir séu
tilbúnir til að taka við þeirra full-
virðisrétti. Ég held hins vegar að
bændur séu fáanlegir til að stækka
við sig, a.m.k. vonar maður það.“
Sigurbjörn bendir einnig á að
spenna sé á kvótamarkaðnum og
verðið sé að lækka vegna mikillar
framleiðslugetu.
Að sögn Sigurbjöms hefur
heildarmjólkurkvótinn á Austur-
landi þó ekki minnkað neitt að
ráði. Hins vegar verði menn að
halda vöku sinni og það hafi verið
tilgangurinn með umræðunum á
stjómarfundinum.
W
Bændasamtök íslands og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
hafa á liðnum mánuðum unnið
að aukinni samþættingu
rannsókna- og leiðbeininga-
starfsins. Nú hefur verið gengið
frá samningi um að Bútækni-
deild sinni tilteknum verkefnum
á sviði leiðbeininga. í þessum
samningi fellst að BÍ greiðir
fyrir þessi verkefni á kostnaðar-
verði og ákveður í samráði við
Bútæknideild hvaða verkefni
skuli unnin.
Viðfangsefnin verða fyrst og
fremst fólgin í ráðgjöf varðandi
bútækni, þ.e. vélvæðingu og
vinnuhagræðingu á búum bænda,
ekki síst við gripahirðingu. Sérstök
áhersla verður lögð á að meta hag-
kvæmni fjárfestinga og að útbúa
leiðbeinandi efni fyrir ráðunauta
og bændur. Á heimasíðu beggja
stofnana er nú aðgengilegt töluvert
efni um bútæknileg málefni og er
ætlunin að samræma það eftir
föngum. Til að samtvinna aðgerðir
verða reglulegir samráðsfundir í
samvinnu við bútækniráðunaut
Bændasamtakanna og Verkefnaráð
í bútækni. Að sögn Grétars Einars-
sohar deildarstjóra Bútæknideildar
er mikill fengur að þessum
samningi, þar sem á undanfömum
ámm hefur stöðugt aukist eftir-
: spum eftir þessari þjónustu og
samningurinn auðveldar til muna
að koma til móts við þær þarfir
bæði hvað snertir beinar leið-
beiningar og námskeiðahald.
Aðalfundur LK
verður haldinn
í Skagafirði
Ákveðið hefur verið að halda
aðalfund Landsambands
kúabænda í félagsheimilinu
Ásgarði, Lýtingsstaðahreppi,
Skagafirði, dagana 25. og 26. ágúst.
Undirbúningur vegna fundarins
hófst nokkru fyrr en venjulega og
stefnt er að því að senda kjörnum
fulltrúum ársskýrslu stjómar í
byrjun júní. Þannig hafa fulltrúar
meiri tíma til að kynna sér störf
stjórnar á líðandi starfsári og
stjórnir kúabændafélaganna meiri
möguleika á að koma sjónar-
miðum sínum á framfæri.
Formenn kúabændafélaganna
hafa fengið form fyrir skýrslu til
LK fyrir liðið starfsár til
útfyllingar og einnig kjörbréf
vegna aðalfundarins. Skrifstofa
LK þarf að fá nöfn og heimilisföng
þeirra fulltrúa sem kjömir hafa
verið til þess að hægt sé að senda
þeim gögn í byrjun júní.
Fyrir nokkru var grunnskólanum í Djúpárhreppi slitið og þá var þessi
mynd tekin. í skólanum voru 33 nemendur í 1. - 7. bekk og kennt var í
þremur bekkjardeildum. Auk þess er ieikskólinn Gljábær í sama húsi
en þar voru 10 börn. Við leik- og grunnskólann starfa fjórir kennarar
auk skólaliða og annarra starfsmanna. Þrír nemendur kvöddu skólann
sinn að þessu sinni en þessir krakkar munu sækja nám á Hellu næsta
vetur. Fjögur börn munu iíklega yfirgefa leikskólann og hefja nám við
grunnskólann í haust. Skólastjóri er Vilmundur Hansen.
Nýlokið gagngerum endur-
bótum á skólahúsi Hólaskóla
Þann 17. apríl lauk formlega
gagngerum endurbótum á skóla-
húsi Hólaskóla. Eftir áralangt
undanhald var hafist handa fyrir
um 20 ámm til að hefja Hóla aftur
til vegs og virðingar sem skóla- og
menningarsetur. Skólahald lá
niðri, húsakostur var að niðurlot-
um kominn og uppi vom hug-
myndir að finna húsinu annað hlut-
verk. Fyrir lágu tillögur um bygg-
ingu nýrra skólahúsa, heimavista
og kennsluhúsnæðis. Það var svo
árið 1981 þegar núverandi skóla-
stjóri Jón Bjamason, sem þá var
ráðinn að skólanum, og skólanefnd
ásamt Bimi Kristleifssyni, arkitekt
endurbótanna, tóku þá ákvörðun
að skólahúsið skyldi gert upp í
áföngum. Það skyldi áfram vera
þungamiðja skólastarfsins og þörf-
in fyrir aukið rými og aðstöðu yrði
leyst með tengi og viðbyggingum.
Samkvæmt þessari áætlun hefur
verið unnið allar götur síðan. Árið
1995 samþykktu þeir Halldór
Blöndal, þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, og Friðrik Sophusson,
þáverandi fjármálaráðherra, að
verkið færi í gang með sérstakri
yfirlýsingu og vilyrði var gefið
fyrir því að framkvæmdin yrði
fjármögnuð til enda. Af hálfu land-
búnaðar- og fjármálaráðuneytis
var skipuð sérstök byggingar-
stjóm. Hana skipuðu Ingimar Jó-
hannsson og Gylfi Ástbjömsson af
hálfu ráðuneytanna, ásamt Jóni
Bjamasyni, skólastjóra og for-
manni nefndarinnar. Arkitekt end-
urbótanna var ráðinn Bjöm Krist-
leifsson.
Endurbætumar á skólahúsinu
sjálfu hófust árið 1995. Auk þess
hafa verið byggð við skólann mat-
stofa, anddyri og tengibygging.
Hafist var handa á eldri hluta
hússins sem er frá 1910, byggt af
Rögnvaldi Ólafssyni, arkitekt.
Húsið var steinsteypt, en með
timburgólfum, og hafði því verið
breytt í tímans rás.
Yngri hluti hússins er frá 1927,
hannað af Guðjóni Samúelssyni,
arkitekt. Þar sem byggingarhlutinn
frá 1927 er allur steinsteyptur hef-
ur hann haldist að mestu óbreyttur.
Húsið er sambyggt húsinu frá
1910, jafn stórt og mynda þau eina
heild og verða hlutamir ekki
greindir í sundur. Formið samsvar-
ar sér og úr verður látlaus en glæsi-
leg bygging. Eftir að byggingunni
lauk lét Guðjón Samúelsson hafa
það eftir sér að þama væri besta
skólahús landsins risið.
í 20 ár bjuggu allir nemendur,
kennarar og starfsfólk búsins í
skólahúsinu og þurfti því oft að að-
laga það breyttum aðstæðum.
Þannig vom stigar rifnir og endur-
byggðir, veggir færðir til og frá og
hreinlætisaðstöðu komið fyrir, en í
upphafi voru engin vatnssalemi í
húsinu. Eldri hlutinn var kynntur
með kolaofnum í upphafi og var
óeinangraður, hann var því kaldur
á vetmm. Ur þessu var seinna bætt
með einangmn að hluta og vatns-
hitun. Raflagnir vom engar í upp-
hafi en var síðan bætt við eftir
hendinni.
Skólahúsið hefur nú verið fært
til nýrri tíma, staða þess verið end-
urskoðuð og það fengið hlutverk
við hæfi, sem miðstöð kennslu,
rannsókna og vísinda við Hóla-
skóla.
Hið glæsilega skólahús hefur
aftur öðlast sína fyrri reisn.