Bændablaðið - 18.05.1999, Qupperneq 16
16
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. maí 1999
Vörur fyrir búfénað
Hófaklippur
Kálfa- og
lambapelar
Krítar og vaxlitir
m
m
&
Merki fyrir búfénaö
Kálfafötur
VÉLAR&
ÞJÓNUSTAhf
Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a
Merkilitir á
úöabrúsum
Utboð lækka
rekstrarkostnaðinn
Leiðari Bændablaðsins 4. maí
sl. fjallaði um útboð í landbún-
aði. Athygli var vakin á að
útboð geta lækkað kostnað
landbúnaðarins og benti á
útboð Bændasamtakanna á
tryggingum og Búnaðarsam-
bands Suðurlands á búvélum. -
Hér eru orð í tíma töluð.
Bændur hafa sannarlega þörf
á að bæta afkomu sína. Þá eiga
kaupfélögin víða undir högg að
sækja og breytingar, sem eru
að verða á rekstri þeirra benda
til að framvegis verði erfíðara
fyrir bændur að nálgast aðföng
til búskaparins.
Af þessu tilefni vill undirrit-
aður segja frá reynslunni af
starfsemi Vildarkjara ehf. Til-
gangur fyrirtækisins er að lækka
aðfangakostnað þeirra sem eru
áskrifendur að Vildarkjörum.
Undanfarin tvö ár hafa Vildar-
kjör efnt til nær 30 útboða og nú
eru í gildi samningar við yfir 20
fyrirtæki á margvíslegum svið-
um vöru og þjónustu. Meðal
vöru- og þjónustuflokka eru
málning, áburður, girðingarefni,
byggingarefni, símatæki, tölvur,
fjarnám, hljóðbækur, hjólbarðar,
bílaleigubílar, öryggis- og eld-
varnabúnaður, vinnuföt, vöru-
flutningar, afþreyingarefni, o.fl.
Samningarnir veita áskrifendum
afslætti en áskrift er ókeypis og
kvaðalaus.
Áskrifendur eru nú komnir
nokkuð á annað þúsundið, flestir
bændur auk annarra smáatvinnu-
rekenda. Afslættir eru á bilinu
15-32%, mis miklir eftir vöru-
tegundum. Tekjur Vildarkjara
eru þóknanir af viðskiptum
áskrifenda. Vildarkjör leggja
áherslu á að nýta nútíma tölvu-
og samskiptatækni, til að halda
rekstrarkostnaði í lágmarki og til
að koma upplýsingum á fram-
færi. Áskrifendur fá fréttabréf
sér að kostnaðarlausu, vefsíðan
á Internetinu er upplýsingaveita
og tölvupóstur er mikið notaður í
samskiptum við áskrifendur.
Kerfi Vildarkjara er í raun-
inni mjög einfalt og vel þekkt:
Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli
Rætt um kennslu i dreífbýlís-
lækningum ii Akureyri
Nokkuð hefur verið rætt um
læknaskort í dreifbýli og hafa
margir áhyggjur af því að erfitt
muni reynast að fá lækna til að
starfa úti á landi. Stjómvöld eru
hins vegar að vinna nokkuð í
þessum málum samkvæmt svari
heilbrigðisráðherra við fyrirspum
Katrínar Fjeldsted um heilbrigðis-
þjónustu í dreifbýli. Þar kemur
fram að heilsugæslustöðvar á
Vestfjörðum, Austfjörðum og
Suðurlandi hafi veríð sameinaðar í
stærri stofnanir og svokallaðar Hl-
stöðvar, þar sem starfar a.m.k.
einn læknir, hjúkmnarfræðingur
og annað starfsfólk, muni leggjast
af. Þessi breyting gefi aukna
möguleika á vaktasamstarfi sem
minnkar álagið á hvem lækni.
Ráðuneytið hefur leitað leiða
til að tryggja mönnun í dreifbýli,
m.a. í samstarfi við Félag íslenskra
heimilislækna, landlækni og
læknadeild Háskóla íslands. Kom-
ið hefur verið á sémámsstöðum í
heilsugæslulækningum og sam-
starf verið haft milli Læknavaktar-
innar í Reykjavík og einmennings-
ÖVERUM
plógur
♦ Brotplógur
♦ Akurplógur
♦ Vendiplógur
♦ Vökvaútsláttur eða
brotboltaöryggi
♦ Hágæða plógur á góðu
verði
Einnig mikið
úrval annarra
jarðvinnslutækja
VÉLAR&
PJ6NUSTAhf
Járnhálsi 2, Reykjavík,
sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, Óseyri 1 a,
sími 461 4040,
Margir smáir rekstraraðilar beina
viðskiptum sínum með atbeina
Vildarkjara til eins fyrirtækis.
Með því eykst velta þess og gef-
ur tilefni til að bjóða hagstæðara
verð en ef einn og einn ætti við-
skipti. Reynslan af starfi Vildar-
kjara hefur sýnt að lækka má að-
fangakostnað til búrekstrar og
heimila umtalsvert. Eftir því sem
áskrifendum fjölgar er auðveld-
ara að gera hagstæða samninga.
Smáatvinnurekendur, s.s. trillu-
kallar, vinnuvélaeigendurog iðn-
aðarmenn eiga fullt erindi í slík-
an innkaupahóp. Sama á við um
sveitarfélög, búnaðarsamböndin
og svo má áfram telja.
Vildarkjör ehf. er einkahluta-
félag í eigu undirritaðs og til-
gangur þess í samvinnu við smá-
atvinnurekendur að fá aðföng sín
á hagstæðara verði með því að
nýta mátt hinna mörgu og styrkja
þar með lífið á landsbyggðinni.
Jón Ragnar Björnsson.
héraða til að létta á næturþjónust
vaktlækna. Ráðherra segir vand-
ann hins vegar margþættan og
flókinn.
Þá kom fram að heilbrigðis-
ráðuneytið hafi ásamt landlækni
nýlega átt viðræður við forsvars-
menn Háskólans á Akureyri og
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri um að koma á fót kennslu í
dreifbýlislækningum. Áhugi á
þessu sé mikill hjá báðum aðilum.
Islenski hesturinn
standi heiðurs-
vörð íriö komu
erlendra gesta
Á nýafstöðnu þingi fluttu Guðni
Ágústsson, Jónas Hallgrímsson
og Hjálmar Árnason þingsálykt-
unartillögu þess efnis að land-
búnaðarráðherra yrði falið að
undirbúa í samvinnu við önnur
stjórnvöld og samtök að íslensk-
ir hestar og hestamenn gegni
veigamiklu hlutverki við opin-
berar móttökur erlendra þjóð-
höfðingja og við önnur hátíðleg
tækifæri.
I greinargerð með tillögunni
segir að íslenski hesturinn hafi
vakið verðakuldaða athygli um
víða veröld og sé einn dýrmætasti
þjóðararfur sem Islendingar eiga.
Einnig er tilgreint að talið sé að ár-
lega komi þúsundir ferðamanna
hingað eingöngu vegna þess að
þeir hafi bundist íslenskum hest-
um og hestamönnum tryggðar-
böndum. Flutningsmenn telja það
þess virði að gera íslenska hestinn
meira áberandi við móttöku er-
lendra gesta, ekki síst þjóðhöfð-
ingja. Þá standi knapar og hestar
heiðursvörð og hesturinn sé sýnd-
ur í allri sinni litadýrð.
Flutningsmenn leggja einnig
til að um helga á sumrin fari
skrautreið hesta niður Almannagjá
á Þingvöllum til að leggja áherslu
á helgi Þingvalla og hversu samof-
inn hesturinn er sögu þjóðarinnar.
Slfk reið muni auglýsa land og
þjóð.
Allt þetta mun að mati flutn-
ingsmanna auglýsa íslenska hest-
inn sem fjölskylduhest, skapa
þjóðinni sérstöðu og efla ferða-
þjónustu sem atvinnugrein.
Bæjarnaln misritaðist
Sigríður Sverrisdóttir, nem-
andi á Hvanneyri og handhafi
Morgunblaðsskeifunnar, var í síð-
asta blaði sögð frá Skarði í Hörg-
árdal. Þetta er alrangt. Sigríður
kemur frá Skriðu og í Hörgárdal
kannast ekki nokkur sála við bæj-
amafnið Skarð og segjast menn
þurfa að fara alllangt út fyrir dal-
inn sinn góða til að finna slíkt
nafn. Við biðjum Sigríði velvirð-
ingar á misrituninni og óskum
henni alls hins besta í framtíðinni.