Bændablaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 20
20
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. maí 1999
Vantar þig aðstoð við gerð áburðaráœtlunar?
Vantar þig aðstoð við gerð
áburðarpöntunar?
Þarftu að halda utan um túnabók Jyrir
býlið?
Taktu þá íþjónustu þína jarðrœktarforritið
NPK frá Bœndasamtökum Islands. Forritið
heldur utan um túnabók búsins, hjálpar til
við gerð áburðaráœtlunar og tekur saman
áburðarpöntun.
Jarðrœktarforritið NPK er Windows forrit
fyrir tölvur með Windows95 eða 98.
Forritið kostar aðeins kr. 8.800 m.vsk.
Bœndasamtök íslands - tölvudeild,
Sími: 5630300
t-póstur: helpdesk@bi.bondi.is
fax: 5625177
Á sýningunni í París. F.v. Jón Valgarðsson, Miðfelli, Guðmundur Steinar Björgmundsson, Kirkjubóli, Guðmundur Hallgrímsson, ráðsmaður á Hvanneyri
og Haukur Pálsson á Röðll. Á bak við þá má sjá gífurlega stóra, franska holdanautatudda.
HðlfO út f heim með
Inpri Helgasyni hf
Fyrir skömmu fór hópur á vegum Ingvars
Helgasonar hf. í ferð til Frakklands. Ferðin
var farin undir slagorðinu „Hátíð út í heim“.
í hópnum voru tæplega 80 manns og var
farið í nokkrar verksmiðjur sem framleiða
vélar sem Ingvar Helgason hf. selur bændum
hér á landi. I pistli um daginn var greint frá
heimsókn til í verksmiðju KUHN í Saverne
en þaðan lá leið okkar til Parísar á Sima
landbúnaðarsýninguna sem er ein stærsta
landbúnaðarsýning í Evrópu og hefur verið
haldin annað hvert ár síðustu 70 árin.
Sýnt á 200
þúsund fermetrum
Umhverfi sýningarinnar er allt hið glæsileg-
asta. Sýningarsvæðið er 200.000 fermetrar í sjö
samtengdum sýningarhöllum Yfir 1200 fyrir-
tæki taka þátt í sýningunni og sýna þeir rúm-
lega 2000 vöruheiti, allt frá smæstu handverk-
færum upp í stærstu þreskivélar. Þar var einnig
búfjársýning. Sýningin er svo yfirgripsmikil að
hún verður vart skoðuð að gagni á einum degi.
MF í Frakklandi
Frá París var haldið til Beauvais en þar eru
verksmiðjur Massey Ferguson í Frakklandi. Þar
hafa verið framleiddar dráttarvélar í 40 ár undir
Ferguson nafninu. í dag eru framleiddar þar
vélar frá 75 hö upp í 260 hö. Þessi verksmiðja
er að mestu samsetningarverksmiða þ.e. hlutim-
ir koma tilbúnir inn á færibandið, eins og hás-
ingar, mótorar, gírkassar o.s.frv. Hverri ein-
stakri vél fylgir pöntunarseðill þar sem segir
hvernig vélin skuli vera útbúin.
Á Sima sýningunni var kynntur arftaki MF
6100 línunnar, þ.e. MF 6200 sem er hlaðin nýj-
ungum og vakti hún mikla athygli sýningar-
gesta ásamt nýjungum í 4200 línunni.
Á meðan verksmiðja MF var skoðuð, var
þeim konum sem voru búnar að fá nóg af verk-
smiðjuröltinu boðið að skoða Beauvais dóm-
kirkjuna í fylgd með fyrrum starfsmanni verk-
smiðjunnar, sem greinilega naut sín vel í
kvennahópnum. Hann sýndi kirkjuna og sagði
frá Stjömuklukkunni í kirkjunni sem smíðuð
var á ámnum milli 1865 og 1868. Hún er gerð
úr 90.000 hlutum og er 12.1 metri á hæð, 6.09
m. á breidd og 2.7 m. "djúp".
Ferðinni lauk með tveggja nátta gistingu í
Trier í Þýskalandi. Þar gafst fólki kostur á að
skreppa í búðir og eyða dýrmætum gjaldeyri.
Síðasta kvöldið var svo haldin dýrðleg veisla
þar sem ferðafélagamir tróðu upp með ýmis
skemmtiatriði. Hópurinn fékk frábærar móttök-
ur hjá þeim fyrirtækjum sem heimsótt vom, en
það vom Claas, Kuhn og Massey-Ferguson.
Það var samdóma álit þátttakenda að ferðin
hefði tekist í alla staði hið besta og eiga starfs-
menn Ingvars Helgasonar hf. hrós skilið fyrir
góða skipulagningu.
Haukur Pálsson á Röðli rifjar upp gamla tíma. Ljósmyndir: Grétar Einarsson.
Ferðinni lauk í Trier. íslendingarnir kunnu vel við
meginlandslofslaglð og snjóleyslð.______________________________
Dýralæknir
á Vest-
fjörðum
með aðsetur á
ísafirði
Verður í Strandasýslu 19.
og 20. maí, 26. og 27. maí.
Á Barðaströnd 1. og 2. júní.
Vinsamlegast
pantið í tíma.
Símar: 456-3350 og
854-2568.
Sigríður Inga
Sigurjónsdóttir
dýralæknir
Hitamet árifi 1998
Meðalhiti á jörðinni árið
1998 var hinn hæsti frá því al-
mennar hitamælingar hófust
árið 1860. Hitinn reyndist um
14,5°C, sem er 0,58°C hærri
hiti en meðaltal áranna 1961-
1990.
WMO, sem er veðurfræði-
stofnun Sameinuðu þjóðanna,
hefur það verkefni með
höndum að fylgjast með veður-
fari um alla jörðina. 1 skýrslu
sem hún hefur sent frá sér
kemur í ljós að sjö af tíu af heit-
ustu árum frá 1860 hafa orðið
frá 1990 og hin þrjú frá 1983.
WMO áætlar að hiti á jörð-
inni við lok aldarinnar verði
um 0,7°C hærri en fyrir 100
árum. Þá spáir stofnunin því
að á næstu öld muni meðalhit-
inn hækka um tvær gráður.
Það mun leiða til þess að sjáv-
arstaða muni hækka um 50 cm
á þeim tíma.
WMO, (World Metero-
logical Organization) hvetur til
þess að samfélag þjóðanna
geri allt sem í þess valdi stend-
ur til að koma í veg fyrir þessa
hlýnun.
(Landsbygdens Folk nr. 2/99)
BREVIGLIERI
jarðtætarar
♦ Fjölhraða gírkassi
♦ Vinnslubreidd frá 205-
300 cm
♦ Með og án
jöfnunarvalsa
♦ Með bognum eða
beinum hnífum
Einnig mikið
úrval annarra
jarövinnslutækja
VÉLAR&
ÞJÖNUSTAhf
Járnhálsi 2, Reykjavík,
sími 587-6500, fax 567 4274
Útibú á Akureyri, Óseyri 1 a,
sími 461 4040,