Bændablaðið - 18.05.1999, Qupperneq 24
24
;f
BÆNDABLAÐIÐ
'-n'»a
Þriðjudagur 18. maí
aí 199$
Pólland hækkar innflutningstolla ð
niðurgreiddum bnvörnm írá E8B
í nýjasta tölublaði AGRA FOCUS
(apríl 1999) er sagt frá því að pólska
ríkisstjórnin hafi ákveðið að hækka tolla
á ýmsum búvörum sem fluttar eru inn
frá ESB, Ungverjalandi og Tékkóslóva-
kíu. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar
mótmælaöldu frá pólskum bændum
gegn innflutningi á ódýrum búvörum og
í tilfelli ESB, ríkulega niðurgreiddum,
með tilheyrandi undirboðum á pólskum
markaði. Sem dæmi hækkar tollur á
jógúrt sem inniheldur ávaxtabita úr 9%
í 35% gagnvart ESB, til að koma
einhverskonar jafnvægi á markaðinn á
ný, að sögn pólskra embættismanna, Þei
kvarta jafnframt yfir að innfluttar
vörur séu seldar á 30% lægra verði en
innlendar afurðir og markaðshlutdeild
sé nú orðin 25%. Tollar á svína og
alifuglakjöti sem flutt er inn frá
Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu hafa
einnig verið hækkaðir.
Þessar aðgerðir samrýmast WTO
samkomulaginu þar sem þær hafa ekki
áhrif á skuldbindingar Póllands um
lágmarksaðgang, að sögn pólskra
embættismanna. ESB hefur hins vegar
mótmælt þessum ákvörðunum og segja
þær skref i öfuga átt miðað við aðgerðir
sem í gangi hafa verið til gagnkvæmra
tollalækkana.
Fleiri sjónarmið eru tiltekin í þessari
deilu en þessar aðgerðir endurspegla þó
það grundvallar viðhorf að samkeppni
verði að eiga sér stað á jafnréttisgrunni.
Hlýtur þá að gilda einu hvort sem um er
að ræða niðurgreiðslur framleiðslunnar
eða kröfur til framleiðsluhátta sem
vissulega eru misjafnir milli landa.
Þróun smásðluverQs
n búvörum
Síðustu 12 mánuði hafa
búvörur án grænmetis hækkað
um 2,3% og má einkum rekja
hana til verðbreytinga um
síðustu áramót. Síðustu þrjá
mánuði hafa þær hins vegar
aðeins hækkað um 0,15%
meðan vísitala neysluverðs
hækkaði um 0,9% eins og áður
segir. Meðfylgjandi myndir
sýna þróunina sl. 2 ár, eftir
helstu flokkum í
undirvísitölum Hagstofu
íslands. Þess má geta að lokum
að vægi búvara að grænmeti
meðtöldu hefur smám saman
farið lækkandi s.l. misseri og
er nú 7,4% en var t.d. í maí
1997 7,7%. Skýrist það eflaust
fyrst og fremst af auknum
kaupmætti launa.
Heimild: Hagstofa íslands.
SO So
IS 1 £ s r
O) Svínakjöt, nýtt eða </) Mjólk
I °- frosið S §
.2 S 2 S
> Mars 97 - Apríl 99 > Mars 97 - Apríl 99
Hækkuná
neysluverðs
Nú í maí hafði vísitala neyslu-
verðs hækkað um 2,0% sl. 12
mánuði samkvæmt fréttatilkynn-
ingu frá Hagstofu Islands. Sl. þrjá
mánuði var hækkunin hins vegar
1,5%, sem svarar til 6,0% verð-
bólgu á ári. Margt fróðlegt kemur
fram við nánari skoðun á þessum
upplýsingum. Hækkanir á hús-
næðiskostnaði vega þyngst í
hækkun vísitölunnar síðustu 12
mánuði, 0,82%. Liðirnir „opinber
þjónusta" (0,28%) og „önnur
þjónusta" (0,72%) lögðu samtals
til 1,0% hækkunarinnar. “Aðrar
innlendar mat- og drykkjarvörur”
hækkuðu um 0,18% og “aðrar
innlendar vörur” um 0,15% eða
alls 0,36%. Búvörur án græn-
metis hækka vísitöluna um 0,14%
og grænmeti lækkar hana um
0,02%. Liðurinn “innfluttar vörur
aðrar” lækkar svo vísitöluna mest
einstakra liða, um 0,23%. Hag-
stæð þróun á verði innfluttra vara
hefur verið mikilvægt framlag til
þess að halda verðlagi stöðugu
hér á landi á undanfömum miss-
erum.
Grunnur vísitölunnar hefur ný-
lega verið endurskoðaður. Meðal
annars var bflaliðurinn hækkaður
vegna verulegrar aukningar á inn-
flutningi bfla árið 1998.
Þversðgn í stefnu
bandarískra
sprnvalda?
Bandaríkjamenn hafa lengi leitt
þann hóp þjóða sem krefjast
aukins frelsis í viðskiptum með
búvörur og samdrátt í opinber-
um stuðningi við landbúnað. A
síðasta ári urðu bandarískir
bændur hins vegar fyrir veru-
legum þrengingum af völdum
verðlækkana á afurðum á
heimsmarkaði.
í ræðu sem bandaríski land-
búnaðarráðherrann, Dan Glick-
man, hélt í febrúar sl. kemur fram
að heildar fjárhagsaðstoð rfldsins
við bandaríska bændur á árinu
1999 mun nema 18 billjónum
dollara og hefur ekki verið meiri
síðan 1987. Fimmtíu milljónir
dollara fara t.d. í beinar greiðslur
til svínabænda til að mæta verð-
lækkunum á síðasta ári. Að auki
verður varið 129 milljónum doll-
ara til að kaupa svínakjöt í skóla-
máltíðir og aðra opinbera matvæla
aðstoð. Öðrum 80 milljónum doll-
ara verður varið í að kaupa
grísahjarðir sýktar af pseudorabi-
es. Einnig eru 10 núlljón tonn af
mat send til fátækra ríkja í mat-
vælaaðstoð.
Bandaríski ráðherrann sagði
nauðsynlegt að skilja að efnahags-
kreppan sem steðjaði að landbún-
aðinum þar í landi bitnaði á fjöl-
skyldum sem árum saman hefðu
stundað búskap sér til lífsvið-
urværis en sæu nú jarðir sínar
hverfa á uppboðum lánadrottna.
Engu að síður hafa bandrísk
stjómvöld engin áform um að
hverfa frá þeirri stefnu sinni að af-
nema viðskiptahindranir og niður-
greiðslur, hvar sem þær fyrir-
finnast.
Markaösmál
Erna Bjarnadóttir
MMMMUMllMHa