Bændablaðið - 15.06.1999, Síða 18
18
BÆNDABLAÐIÐ
Þriðjudagur 15.júní 1999
Ævar Jóhannesson hel ur ræktað lyf og jurtaseiði úr íslenskum jurtum
Sjúklingum sem
nota jurtaseiði
vegnar betur
Ævar Jóhannesson hefur undanfarin ár
verið einn helsti frumkvöðull í tilraunum
með íslenskar lækningajurtir. Hann hefur
útbúið ýmiss konar jurtaseiði og lyf, m.a.
úr lúpínurót og hvönn, sem er einmitt nú
verið að rannsaka sem mest á vegum
Raunvísindastofnunar Háskólans. Stjórn
Aforms ákvað á síðasta ári að veita honum
sérstaka viðurkenningu fyrir starf hans.
Ævar segist hafa byrjað á þessu árið 1978.
„Ég ritstýrði þá, og geri enn, tímaritinu
Heilsuhringurinn, og það varð til þess að ég
fór að leiða hugann almennilega að
efnafræðilegum hlutum og kynna mér
lækningamátt íslenskra jurta. Ég fór svo að
gera tilraunir sjálfur með nokkrar jurtir í
tengslum við krábbamein. Ur því komu svo
áhugaverðar niðurstöður að ég gat ekki hætt.“
Ævar hefur ekki tekið gjald fyrirþessa
framleiðslu sína. „Ég gerði þetta ekki til þess
að græða á því. Mig langaði hins vegar til að
vita hvort hægt væri að gera eitthvað til þess
að hjálpa krabbaméinssjúkum og reyndar
fleirum."
Framleiðsla Ævars fer nánast eingöngu til
einstaklinga. „Þetta er ekki viðurkennt lyf enn
sem komið er en hefur hins vegar verið mjög
mikið notað, líka á sjúkrahúsunum. Nú er svo
: -
• - ffm •'
Ævar með drykkinn góða.
komið að um 80% af þeim krabba-
meinslyfjum sem eru í notkun eru framleidd
úr náttúruafurðum."
Ævar segist hafa fengið jákvæð viðbrögð
við framleiðslunni. „Ég get fullyrt að þeim
sjúklingum sem nota þessi seiði vegnar betur
en þeim sem nota það ekki í t.d. krabba-
meinsmeðferð. Aukaverkanir eru minni en af
hefðbundnum krabbameinslyfjum og fólk er
fljótara að jafna sig eftir meðferðina.“ Ævar
bendir einnig á að komið hafi í ljós að árangur
krabbameinsmeðferða hér á landi sé meiri en í
nágrannalöndunum. Eini munurinn á
meðferðunum sé hins vegar sá að hér á landi
eru seiðin notuð en ekki í nágrannalöndunum.
Ævar fær jurtir víða og tínir þær ýmist
sjálfur eða fær aðstoð. Lúpínurótin er t.d. tínd
af Landgræðslunni og segir Ævar að Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri hafi reynst
honum mjög vel. Auk lúpínurótarinnar notar
Ævar mikið tvær tegundir af hvönn, einkum
geithvönn sem er ekki eins algeng og
ætihvönn en er engu að síður mikilvæg að
hans mati. Svo fær hann litunarmosa norður í
landi.
En það eru fleiri en Ævar sem vinna nú að
athugunum á lækningamætti íslenskra jurta.
Um nokkurt skeið hafa nú staðið yfir slíkar
rannsóknir á vegum Raunvísindastofnunar HÍ á
lækningajurtum. Ævar segir áhugaverðar nið-
urstöður hafa komið út úr því. „Þar hafa hins
vegar engar klímskar prófanir verið gerðar
heldur eingöngu í tilraunaglösum. Mér finnst
kominn tími til að fara að rannsaka áhrif
efhanna í jurtunum á fólk og jainvel dýr.“
Ævar segir að verksmiðjuframleidd lyf
séu á undanhaldr og náttúrulyfin séu að sækja
í sig veðrið. „Ég býst þó við að tilbúin lyf
verði notuð áfram en þau verða kannski fram-
leidd á annan hátt. Ég ætla að halda þessari
framleiðslu a.m.k. áfram um sinn því ef ég
hætti allt í einu þá myndi skapast hálfgert
vandræðaástand því það eru margir sem nota
þetta og telja sig ekki geta verið án þess,“
segir hann að lokum.
Agnar með
ferðaskríf-
stohileyfi
Samgönguráðuneytið hefur
veitt Bændaferðum ehf. leyfi til að
starfa sem ferðaskrifstofa. Agnar
Guðnason, sem rekið hefur
Bændaferðir um árabil, sagði að á
liðnu ári hefðu um 900 manns
farið utan með Bændaferðum.
Hann gerði ráð fyrir lítilsháttar
fjölgun á þessu ári. „Þetta leyfi
mun ekki breyta rekstri
Bændaferða mikið. Nú höfum við
m.a. leyfi til að gefa sjálf út
farseðla en ég gef mér að skipulag
og rekstur verði áþekkt héreftir
sem hingað til,“ sagði Agnar.
Sturtuvagnar og
stálgrindahús frá
WECKMAN
hús. Margar
gerðir,
Einnig stálklæðningar hagstætt
verð
H. HAUKSSON HF.
■ SUÐURLANDSBRAUT 48
Sírai 588 1130 - Fax: 588 1131
Heiraasími 567 1880
M*Hale
RÚLLUPÖKKUNARVÉLAR Á SUMARTILB0ÐI
Mest selda rúllupökkunarvélin á Islandi undanfarin
ár, enda valin besti kosturinn í útboði
Búnaðarsambands Suðurlands á síðasta ári.
VÉLAR&
ÞJÓNUSTAhf
Járnhálsi 2, pósthólf 10180,130 Reykjavík, sími 587 6500, fax 567 4274
Útibú Akureyri Óseyri 1 a, sími 461 4040, fax 461 4044