Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 1
17. tölublað 7. árgangur Þriðjudagur 16. október 2001 ISSN 1025-5621 MH fall- M dilka „Ég get staðfest að bæði bændur og sláturleyfishafar eru á einu máli um að fallþungi dilka er minni í ár en í fyrra. Ég hef ekki staðfestar tölur en menn tala um hálft til eitt kfló," sagði Stefán Vilhjálmsson, yfirkjötmatsmaður, í samtali við Bændablaðið. Hann segir þetta sjálfsagt helgast af áferðinu. I fyrra hafi það verið hagstætt og meðalfallþunginn hár, eða 15,7 kg á landsvísu sem sé með því besta sem gerist. „I ár lentu menn, einkum fyrir norðan, í staðbundnum eifiðleikum vegna vorhrets sent hafði sín áhrif auk þess sem tíðarfar var heldur leiðinlegt bæði fyrir norðan og austan." segir Stefán. Hann segir að enda þótt meðalvigtin verði lægri í ár en í fyrra verði að huga að af- urðaverðinu. Þetta hafi áhrif á flokkunina og spurning hvort það dragi ekki úr fitu á dilkum og gefi þar af Ieiðandi hærra verð. Eftir að ákveðnu fitustigi sé náð lækki verðið. „Menn eiga ekki að horfa á meðalvigtina eina á markaði nú- tímans. Nú er spurt að holdfyllingu og hagstæðu fitustigi," sagði Stefán Vilhjálmsson. Ætla að kenna bongfirskum bændum að senda tölvupúst og vafra um netið Búnaðarsamtök Vesturlands vilja að sem flestir sendi BV tölvupóst og skoði heimasíðu þeirra. "Þess vegna höfum við ákveðið að kanna hvort ein- hverjir hafi áhuga á aðstoð við að koma sér af stað í þessum efnum. Fyrirkomulagið yrði á þann veg að maður kæmi á staðinn og því markmiði yrði náð á þremur klst. að geta sent og móttekið tölvupóst frá BV og skoðað heimasíðu okkar og BÍ. Á staðnum þarf þá að vera nauðsynlegur tölvubúnaður og símtengingar. Gjald yrði sam- kvæmt gjaldskrá fyrir sértækar leiðbciningar kr. 2750/klst." segir í nýútkomnu fréttabréfi BV. Eiríkur Blöndal framkvæmda- stjóri BV sagði að Ijóst að margir borgfirskir bændur hefðu yfir þessari tækni að ráða en væru ekki famir að nýta sér hana. "I flestum fjölskyldum er einhver sem kann þetta en það vantar bara herslu- muninn," sagði Eiríkur og bætti því við að þeir hjá búnaðar- sambandinu myndu eícki skipta sér af vélbúnaðinum. Sá sem kemur á staðinn mun moka vírusum út úr tölvunum ef þess gerist þörf og athuga flutningsgetu og ástand á símalínu. Ufði af þriggja vetra vistf Fyrir skömmu heimti Tryggvi bóndi Stefánsson á Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal kind utan úr Hágöngum, illfæru fjall- lendi austan Flateyjardals við Skjálfandaflóa. Saga þessarar kindar er um margt nokkuð sérstæð en henni var sleppt á Flateyjardal vorið 1998 ásamt móður sinni og hrútlambi. Ekk- ert þeirra skilaði sér um haustið og móðirin fannst næsta ár rekin á fjörur. Utigönguærin hélt til í Hágöngum í þrjá vetur og þeir sem til þekkja á þessuni slóðum telja með ólíkindum að hún hafi haldið lífi. Nöfnin á þessu svæði benda líka til þess að mannfólki hafi ekki þótt það auðvelt viðfangs - um það vitna nöfnin Ófærutorfa, Ófæra og Beinatorfa svo dæmi séu tekin. Tryggvi sagði að þessi langa útivist hefði sett mark sitt á skepnuna sem kann ekki að éta hey úr garða. "Þetta er gríðar- lega stór kind. Við vigtuðum hana skömmu eftir að hún kom hingað og þá vóg hún 90 kíló. Ég leyfi mér að segja að þetta sé frábær skepna." sagði Tryggvi og bætti því við að hann hefði aldrei séð kind með jafn tignarlegan svip. Það vakti athygli ljósmyndarans að kindin var ullarmikil og sagði Tryggvi að hann hefði alltaf óttast að ullin yrði skepnunni að fjörtjóni. ''Hún er með þrefalt reyfi á bringu og aftur á bóga en á bak- inu og aftur á malir er ull frá þessu ári. Hún er því gríðarlega mikil um sig framantil - en ætli við snyrtum hana ekki einhvern næstu daga." Tryggvi bóndi sagði að líklega gæti ærin átt í erfiðleikum með að aðlagast því samfélagi sem tíðkast í íslenskum fjárhúsum. "Líklega gildir það sama um hana og mann sem ætíð hefur verið frjáls en er svo felldur í fjötra." sagði Hall- gilsstaðabóndinn sem hefur árum saman smalað á þessum slóðum og sagði að hann vissi ekki til að kindin hefði áður farið af því svæði sem, þrátt fyrir allt, veitti henni skjól og fæði í rösk þrjú ár. "Sauðkindin vill vera frjáls og það er hennar eðli." sagði Tryggvi. "Það má segja að þessi skepna sé merkisberi heilbrigðis lífs, náttúrunnar og frelsisins." Reynaá að uppræta fjárkláöa á Norðurlandi Á komandi vetri verður reynt að uppræta fjárkláða af Norðurlandi, þ.e. af svæðinu milli Miðfjarðargirðinga og Héraðsvatna. Fjárkláði hefur þó ekki fundist í Vatnsneshólfi. Tekist hefur að útrýma honum úr mörgum löndum víða um heim. Fjárkláði var útbreiddur hérlendis áður, síðast á Vest- fjörðum í svokölluðu Stein- grímsfjarðarhólfi, og áður einnig í Mið-Vestfjarðahólfi. Sjá bls. 6. Betri rekstur! I blaðinu í dag eru fjórar síður helgaðar rekstrar- greiningu, en „með þessum fjórblöðungi viljum við vekja athygli á hagnýtu hjálpartæki til þess að greina stöðu og árangur í búrekstri. Við viljum vekja athygli bænda á átaksverkefni í rekstrarráðgjöf sem grunnur var lagður að í núverandi búnaðarlaga- samningi." sagði Gunnar Guðmundsson, sem stýrir ráðgjafarsviði BÍ. Rekstrargreining 11 - 14

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.