Bændablaðið - 16.10.2001, Side 15

Bændablaðið - 16.10.2001, Side 15
Þriðjudagur 16. október 2001 BÆNDABLAÐIÐ 15 Fundur í Borgarfirði um framtíð ylræktunar á grænmeti Bændur fö aðeins 43% af laarkaðsvirði afarða siana Á dögunum hélt Garðyrkju- bændafélag Borgarfjarðar opinn félagsfund um stöðu ylræktunar á grænmeti á íslandi. "Frá því að Samkeppnistofnun kvað upp úrskurð sinn í vor hafa margir garðyrkjubændur verið í óvissu um framtíðina." sagði Ása Erlingsdóttir á Laufskálum, formaður Garðyrkjubændafélags Borgarfjarðar. Ásta fékk á fundinn nokkra þeirra sem hafa unninð að málum garðyrkjumanna - nánar til- tekið þá Kjartan Ólafsson formann Sambands Garðyrkjumanna og þingmann Suðurlands, Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóra Bændasamtaka Islands og Georg Ottósson stjórnarformann Sölu- félags Garðyrkjumanna. Kjartan skýrði frá vinnu Grænmetisnefnd- ar en ekki er enn komin niðurstaða úr henni þó vonir standi til þau mál verði farin að skýrast þegar haust- fundur SG verður haldinn, en það verður vonandi bráðlega. Sigurgeir svaraði þeim spurningum bænd- anna sem sneru að BI og tók þátt í almennum umræðum sem spunnust út frá stöðu okkar í dag og hver framtíðin gæti orðið. Að lokum tók Georg Ottósson til máls og fjallaði einna helst um hvemig dreifíngu yrði háttað á næsta ári því eftir úrskurð Samkeppnisstofn- unar var ljóst að einungis væri leyfilegt að halda óbreyttu ástandi fram að næstu áramótum. Ása sagði að margt hefði komið fram í máli framsögumanna, sem og einnig bændanna sjálfra, um hvemig framtíðin liti út. "En það kom mest á óvart að samkvæmt upplýsingum SG fá bændur að meðaltali einungis um 43% af markaðsvirði afurða sinna. Það er alveg ljóst að sumar greinar ylræktar eiga undir högg að sækja á markaði í dag þrátt fyrir eindreg- inn vilja manna til að framleiða gæðavörur," sagði Ása. Garðyrkjubœndafélag Borgarfjarðar Saga félagsins hófst á haustmánuðum 1949 þegar garoyrkjumenn í Borgarfirði tóku höndum saman og stofnuðu félagið í þeim tilgangi að semja sameiginlega um flutninga á afurðum sínum á markaði í Reykj- avík. Síðan þá hefur félagið starfað að ýmsum hagsmunamálum fyrir félagsmenn. En fyrir nokkrum árum voru stofnuð ný hagsmunafélög sem starfa á landsvísu innan hverrar greinar garðyrkjunnar fyrir sig og litlu garðyrkjubændafélögin voru ligð niður. Ekki er Ijóst hvort þau voru öll Iögð niður en þar sem fjölgun var í borgfirska félaginu var ákveðið að halda starfinu áfram þó það felist einna helst í starfi innan félagsins. Ása sagði að félagsmenn hefðu nýlega haldið upp á 50 ára afmæli þess og að þeir vonuðust til að starfið ætti enn eftir að tryggja félagsleg tengsl á milli bænda í Borgarfirði. "Og við vonum svo sannarlega að okkur verði kleift að halda áfram okkar starfi til að tryggja þjóðinni ferskt íslenskt grænmeti," sagði Ása. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Garðyrkjuskóli ríkisins: Samvinna um nðm i umhverlisskipulagi Nám í umhverfisskipulagi er nýtt námsframboð við Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri (LBH). Með því er boðið upp á fyrri hluta náms (Bsc) í landslagsarkitektúr / skipulagsfræðum. Markmiðið með náminu er að veita nemendum innsýn í íslenskar aðstæður varð- andi skipulagsmál í dreifbýli og þéttbýli. Námið skiptist í skipu- íags- og náttúrufræðitengd fög. Samvinnan um námið er milli LBH og Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi, en námið hófst á fjögurra vikna verknámi í september og fyrstu vikuna í október. Haustið 2001 hófu 8 nemendur nám við brautina, þar af 2 konur. Með þessari nýju braut eykst námsframboð Landbúnaðar- háskólans í takt við breytta tíma og aðstæður í nýtingu lands þar sem hefðbundinn landbúnaður er að breytast og nýjar áherslur og iðkun, efnistöku, vegagerð og greinar bætast við. Ennfremur eru annarri meðferð og mótun lands að áherslur tengdar útivist, frístunda- breytast./MHH Nemendur umhverfisskipulagsins sem tóku fjögurra vikna verknám í Garðyrkjuskólanum. Hér eru þeir staddir ásamt forsvarsmönnum skólanna beggja, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garöyrkju- skólans. A DeLaval Harmony TopFlow MJALTAKROSSINN ...toppurinn í mjaltatækni Lágmúla 7,108 Reykjavík, sími 588 2600 Dalsbraut 1, 603 .—~—y Akureyri, sími 461 VEIAVERf 4007 *Meðan birgðir endast www.bondi.is S:530-1700 Fax:530-1717 Eigum á lager allar stærðir og gerðir af vatnsrörum. REYKIALUNDUR Síðan 1956 Tengi og lokar í miklu úrvali

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.