Bændablaðið - 16.10.2001, Page 21

Bændablaðið - 16.10.2001, Page 21
Þriðjudagur 16. október 2001 BÆNDABLAÐIÐ 21 T hátt í bröttum hlíðum Valdres- byggða. Fastari fótum stóð hins vegar rauðsmárinn sem við sáum í reitum á tilraunastöðinni á Löken í ríflega 600 m hæð yfir sjó - þéttur og blaðmikill. I ferð þessari var kynnt ný rúllubindivél: Taarup BIO (frá Kverneland) en hún minn- ir um margt á vöfflujám. Vélin mótar. bindur og hjúpar baggann í sama hólfinu, eins og meðfylgjandi mynd gefur til kynna. Forvitnileg einyrkja-nillubindivél. Ráðstefnan var hin fróð leg- asta.Undirritaður sótti hana og lagði fram efni úr íslenskri reynslu og rannsóknum. íslandsdeiíd NJF veitti honum styrk til ferðarinnar sem hér með er þakkaður. Bj.Guðm. Taarup BIO (frá Kverneland) minnir um margt á vöfflujárn! VELAVAL-Varmahlíö m Sími 453 8888 Fax 453 8828 Veffang www.velaval.is Netfang velaval@velaval.is Lokar og tengi fyrir haugsugurog lagnir Dagana 27. og 28. september sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um verkun, geymslu og nvtingu á heyi í rúllu- og ferböggum (Production and utilization of si- lage with emphasis on new techniques). Það voru samtök norrænna búvísindamanna (NJF) sem stóðu fyrir ráðstefn- unni, en hún var haldin á Litla- Hamri í Noregi. Þangað komu 60 þátttakendur frá ýmsum löndum. Rannsóknamenn og ráðunautar gerðu grein fyrir nýjustu þekkingu á sviði súrverkunar lieys, auk þess sem írski heyverkunarfræðingurinn Padraig O'Keily flutti sérlega efnismikið og greinargott yfir- litserindi um grundvallaratriði súrverkunar á grasi og grænfóðri. Gerð var grein fyrir þróun rúllubaggaverkunar í ýmsum löndum, fyrst og fremst þó hér á Norðurlöndum. Svo virðist sem stefna þjóðanna sé svipuð: verkun heys í plasthjúpuðum böggum vex, og sífellt meira er lagt upp úr vandaðri forþurrkun heysins, bæði með verkun þess og lystugleika í huga. Sérstaklega var fróðlegt að heyra æ fleiri nágranna hallast að "íslensku" aðferðinni við forþurrk- un, þ.e. að breiða úr heyinu við slátt eða þegar að honum loknum í stað þess að þurrka heyið í sláttumúgunum. Talnasaman- burður sýndi að 81% þurrefnis í heyi á íslandi var í rúllu- og ferböggum (árið 2000), og komst engin þátttökuþjóð ofar. Næstir í röð komu Svíar með allt að 55% og Finnar með 38%. íslendingar skera sig líka úr hvað varðar litla notkun hjálparefna - enda þeirra vart þörf við svo mikla forþurrkun sem hér tíðkast. Bændur nágranna- landanna virðast hins vegar samnýta vélar (t.d. með vélamiðstöðvum) og nota verktaka í mun meira mæli en hérlendis þekkist enn sem komið er. Ráðstefnugestir fóru í kynnis- ferð urn nágrannasveitir Litla- Hamars. Var hálfglæfralegt að sjá bændur bjástra við rúllubagga þar Vermcer Notadar vélar á góðu verði vantar nýja eigendur í vetur! Mikill afsláttur Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 525 8000 Netfang: veladeild@ih.is Véladeild Eiya Islendingar heims- met I rúllubaggagerO? Nýr ráfiunaulur i Skagaflrfii í byrjun september tók nýr ráðunautur til starfa í Skagafirði. Hann heitir Eyþór Einarsson og er Skagfirðingur að uppruna, sonur hjónanna Asdísar Sigurjónsdóttur og Einars Gíslasonar á Syðra- Skörðugili. Starfssvið hans verður sauðfjár- og hrossarækt. Eftir grunnskólanám í Varma- hlíðarskóla tók Eyþór stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og fór síðan í Hólaskóla og lauk þar námi af hrossaræktarbraut. Eftir það fór hann í Búvísindadeild Bænda- skólans á Hvanneyri og var þar í tvo og hálfan vetur. Þar sem nám við Bændaskólann á Hólum er nú metið til háskólanáms tók hann síðasta hálfa veturinn í námi við Hólaskóla. Hann útskrifaðist sem búfræðikandídat sl. vor og lauk einnig námi sem reiðkennari og reiðþjálfari frá Hólaskóla./ ÖÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.