Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 16. október 2001
BÆNDABLAÐIÐ
7
Mikil aðsókn er að golfyöNum landsins:
Golfvfillur getur verifi vifibút
hjá ferfiaþjönustubændum
Á nokkrum stöðum á landinu
hafa ferðaþjónustubændur kornið
sér upp golfvöllum, flestir
sjvokölluðum 9 holu völlum.
Ástæðu þess að menn
hafa ráðist í þær dýru
framkvæmdir sem gerð golfvalla
er má rekja til þess að íþróttin á
miklum vinsældum að fagna og
aðsókn að völlunum í
þéttbýlinu er siík að kylfingar
á höfuðborgarsvæðinu leggja
gjarnan á sig eins til tveggja tíma
akstur til að komast í golf.
Einn af þeim bændum sem
hafa komið sér upp 9 holu golf-
velli er Marteinn Njálsson í Suður-
Bár við Grundarfjörð á Snæfells-
nesi. Hann var spurður hvort hann
teldi það góðan kost fyrir
ferðaþjónustubændur að koma sér
upp golfvelli og sagði hann það
vera. Það sé dýrt að byggja upp
golfvöll en ef menn eigi gott land
og þurfi ekki að ráðast í dýrar undir-
búningsframkvæmdir sé það upp-
lagt.
„Það er staðreynd að vinsældir
golfíþróttarinnar eru orðnar svo
miklar að allir vellir í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins eru yfir-
fullir. Fólk kemur frá Reykjavík til
mín og segist vera fljótara að
komast í golf með því að skjótast
hingað en bíða eftir að komast að í
Reykjavík.“ segir Marteinn.
Hann var spurður hvað hann
teldi það kosta að koma upp 9
holu golfvelli.
„Það er mjög dýrt en fer þó
eftir því hvernig viðkomandi land
er. Völlurinn hjá okkur var
hannaður á um 16 ha túnum sem
voru ræktuð á mjög rýru landi fyr-
ir um tuttugu árum síðan. Fyrir sex
árum breyttum við svæðinu í 9
holu golfvöll. Aðeins þurfti að
grjóthreinsa túnin og byggja upp
teiga og nokkrar holuflatir til að
hægt væri að byrja að spila golf.
Síðan bættust við sandgryfjur,
vatnstorfærur, göngustígar og
annað sem tilheyrir golfvelli. Alls
erum við búin að þökuleggja um
6000 fermetra þannig að völlurinn
er orðinn töluvert mannvirki. Eg
hygg að ef landið væri þurrt og
ræktað myndi það kosta um fjórar
til fimm milljónir króna að gera
áðurnefnd mannvirki. Ef leggjast
þarf í niiklar framkvæmdir á land-
inu fer upphæðin langt upp fyrir
það. Dýrasti liðurinn er samt
líklega tækjabúnaður. Lágmarks
vélakostur kostar u.þ.b. þrjár til
fjórar milljónir króna. Sláttuvélar
og annar búnaður fyrir golfvelli er
mjög sérhæfður og ný sláttuvél til
að slá holuflatir kostar til dæmis
um tvær milljónir króna."
En reksturinn, hvað þarf til að
hann gangi?
„Ef völlurinn er í um klukku-
stundar ferð frá höfuðborg-
arsvæðinu má eiga von á góðri
aðsókn. Einnig ef annað þéttbýli
er í nágrenninu. Allt veltur þetla
samt á gæðum vallarins. Kylfingar
leggja á sig töluvert ferðalag til að
komast á góðan golfvöll og þeir
sem spila daglega á góðum völlum
sætta sig ekki við lélega velli. Til
að reksturinn standi undir sér þarf
innkomu upp á tvær til þrjár
milljónir til að borga kaup,
viðhald véla og vallar, áburð,
grasfræ og aðrar rekstrarvörur.
Þetta þýðir að aðsókn þarf að vera
um 2000 gestir á ári en daggjald
inn á golfvöll er um 1000-1500
krónur. Eins og ég sagði er góð
viðbót fyrir ferðaþjónustubændur
að koma sér upp golfvelli en algert
skilyrði er að það sé vel gert og
völlurinn góður. Menn koma ekki
nema einu sinni á illa gerðan
völl.“ segir Marteinn
Hann segir einnig að mikil
vinna sé að halda vellinum við
þannig að ntenn verði að hafa
sæmilegan tíma til þeirra verka. 9
holu golfvöllur gefur varla nógu
mikið af sér til að þola aðkeypta
vinnu. Ef menn geta bætt við sig
þeirri vinnu sem golfvöllur
útheimtir má hafa nokkuð upp úr
því.
„Sá sem á heppilegt land.
dráttarvél, sturtuvagn og hefur
tíma getur haft nokkrar tekjur upp
úr því að reka góðan golfvöll.
Síðan má líta á golfvöll sem
stuðning við aðra ferðaþjónustu,
til dæmis gistingu.“ segir Marteinn
Njálsson ferðaþjónustubóndi í
Suður-Bár.
Marteinn Njálsson á golfvellinum sínum.
Hverer
múurm.
...Q!P|OA>| uin ||eq e guet ‘jnineu
-npej ‘uossjppujajs jnpunujpno
jnjaq eBaiHll 6o piÁus p|66a>|s 6o
Hiaj6 e6a|pueA qubh unpeuj jn6un
uujpaAHe 6o ||n6nqi ‘uujjaBnjoAiv
Það var mikið af sóleyjum í
túnum á liðnu sumri. Tún voru
gul að sjá langt að - himingul og
þetta voru stórir flekkir. Fyrir
allnokkrum árum var altalað að
tilbúni áburðurinn og
ræktunarmenningin nýja hefði
gengið af sóleyjum, súrum og
öllum hinum þlómunum í túnum
dauðum. Einkum var kjaminn,
sem bændur fengu þegar
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi
hóf framleiðslu á fimmta
áratugnum, bendlaður við
útrýmingu blómanna. Og þannig
var það í reynd um árabil. lítið
bar á sóley og súru kringum bæi.
En nú eru aftur stórar breiður
himingular í túnum og lærðir og
leikir velta vöngum yfir því hvað
hafi gerst. Er þetta af hinu illa
eða er þetta til prýðis og
yndisauka. Ástæða þess að
blómjurtir sjást meir en fyrr er að
nokkru sú að þó kjaminn og
menningin hafi þrúgað þessar
jurtir um stund hafa einhverjir
einstaklingar lifað þær þreyingar
af og þeim fjölgar nú sem óðast.
Þá hefur notkun áburðar
sumstaðar nokkuð minnkað frá
því þegar mest var. Eru þá
sóleyjur og súrur vondar jurtir?
Um þetta má deila. I Norður-
Noregi er sóleyjan í hávegum
höfð og kölluð þar
Norlandsklöver.
Tvíkímblöðungar í fóðri auka
steinefnamagn þess og
fjölbreytni og gera það að mörgu
leyti hollara búfé. Sóleyjan er þó
ekki beitarplanta, biturefni í
henni ráða því að skepnur forðast
hana í haga - en þessi biturleiki
hverfur við heyverkun og því
engum vandkvæðum bundið að
gefa sóleyjarhey. Sóley er með
uppréttan stöngul og þ
ekki mikið að grösum
minnkar uppskerú.
Aftur á móti getur
túnfífillinn, sem því
betur er ekki enn
algengur í túnum,
orðið til vandræða
þar sem blöð hans
liggja með jörð og
rýra vöxt grasa
verulega. Og svo er
það kerfillinn,
skömmin sú. I
garðinum hjá mér á
lóðamörkum var
hann allt f einu
horfmn á blettum
og þegarég
athugaði betur sá ég
að það var í
kringum smáhríslur
af alaskaösp sem
skýtur rótum á
ólíklegustu stöðum.
Kannske má nota
öspina til að losna
við kerfilinn og
sannast þá hér það
sem stendur í hinni
góðu bók: Með illu
skal illt út drífa.
Jóhannes
Ketill Þórisson frá Baldursheimi
var fróður maður og þá ekki síst
í ættfræði, en hann var býsna
dómharður á menn og málefni.
Sagt er að Friðrik
Steingrímsson frá Grímsstöðum
hafi ort þessa vísu um Ketil:
í ættfræðinni er hann Ketill
árans refur,
ekki mörgum háa einkunn
gefur,
en hann veit upp á hár,
í hart nær þúsund ár,
hver hjá hverjum hvenær
sofið hefur.
Brekánsburður
I Orðabók íslenskrar tungu að
fomu og nýju sem Jón Ólafsson
ritstjóri og alþingismaður tók
saman kemur fyrir þessi orð-
skýring: Brekansburður (eða
brekánsburður) k, prestur sem
er vanur að drekka sig svo
drukkinn, að hann er borinn í
brekani (brekáni) á rnilli bæja
við húsvitjanir.
Prestakaffi
Og fyrst við erum að tala urn
drukkna presta og húsvitjanir þá
var í eina tíð talað um presta-
kajfi. Það var gert með þeim
hætti að krónupeningur var
settur ofan í kaffibolla og síðan
var kaffi hellt út í bollann þar til
krónan sást ekki lengur. Þá var
hellt út í kaffið brennivíni þar til
krónan kom aftur í ljós.
Vísa um vinnukonu
Hér er vísa eftir landsfrægan
klerk á sinni tíð, séra Sigurð
Norland í Hindisvík, og er hún
ort um vinnukonu sem hjá
honum var:
Ein er niærin munablíð,
mér svo kær að neðan.
Henni æði oft ég ríð
annars fær'ún héðan.
Gullkorn
Árið 1960 lá þáverandi
ríkisstjórn undir þungu ámæli
og var sökuð um að eiga sök á
nánast öllu sem aflaga fór í
þjóðfélaginu. Stjórnarand-
stæðingar fóru hamförum á
þingi og deildu hart á ráð-
herrana. Þá stóð einn þeirra upp
og sagði: „Það er álíka fráleitt
að saka okkur um öll afglöp
fyrrverandi ríkisstjórnar og að
ætlast til að takmörkun bam-
eigna verki aftur fyrir sig."
Holdið og andinn
Páll Pétursson
félagsmálaráðherra iýsti því eitt
sinn yfir í útvarpsviðtali að þótt
ráðherradómurinn væri mikið
starf þá væri hugurinn alltaf
heima á Höllustöðum. Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra
og hagyrðingur orti þá þennan
fyrripart:
Áuðveldlega gleðst með
glöðum,
garpurinn er vís til alls.
Séra Hjálmar Jónsson, þá
þingmaður en nú
dómkirkjuprestur, botnaði:
Hugurinn er á Höllustöðum
en holdið, það er
sunnanlands.
Ekki búnir
Móðir lítils hnokka spurði þegar
hann kom í fyrsta sinn heim úr
skólanum hvernig honum hefði
líkað að vera þar. „Vel," svaraði
strákurinn, „en við erum ekki
búin, ég á að koma aftur á
morgun."
Umsjón
Sigurdór Sigurdórsson
ss@bondi.is