Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 2
2 BÆNDABLAÐIÐ Þriöjudagur 16. oklóber 2001 Silungur í ám og vötnum og bleikjueldi: Gríðarlegir mögu- leikar ef rétt er á Laxveiðin er orðin það eftirsótt og dýr að ásókn í silungsveiði, bæði í ám og vötnum, hcfur vaxið gríðariega hin síðari ár. Bjarni Jónsson, iiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun að Hólum í Hjaltadal, segir að miklir möguleikar séu fyrir bændur sem eiga ár eða vötn að afla sér aukatekna. Hann bendir á að sjóbleikju- veiði njóti vaxandi vinsælda bæði í stórum og litlum ám. Hann segir hins vegar að yfirleitt selji bændur veiðileyfin ódýrt. Sama sé að segja um silungsveiðar í stöðuvötnum, veiðileyfin séu í flestum tilfellum mjög ódýr og tekjur af veiðinni því takmarkaðar. Bændur eru þó að vakna til lífsins í þessum efnum. Sumir hafa byggt litla veiðikofa við ár og vötn og leigja þá út til veiðimanna og hafa af því auknar tekjur. Net leigð út Bjarni segir að það fari vax- andi að bændur selji mönnum netaveiðileyfi í vötnum sínum yfir sumarið. Bændur leigja þeim líka netin því það er skilyrði að rnenn leigi net af bændurn til að koma í veg fyrir að þau séu með rangri möskvastærð með tilliti til sam- setningar stofnanna. Lítið er orðið um netaveiði undir ís yfir veturinn en unt tíma var nokkuð um slfka veiði. Margir bændur stunda hins vegar neta- veiði á sumrin og fer silungurinn aðallega á innlendan markað. Bændur hafa um nokkurt skeið veitt villtan silung og alið hann upp í ákveðna stærð og selt til veitingahúsa. Bjarni bendir á bændur í Götu og Gíslholti í Holt- um, sem dæmi um þetta. Bleikjueldi Fyrir nokkrum árum fóru ýmsir að reyna fyrir sér með bleikjueldi. Það tókst misjafnlega enda var þekking á því ekki mikil í landinu. Nú er þetta breytt. Að Hólum í Hjaltadal hafa farið fram miklar rannsóknir og tilraunir í bleikjueldi. Bjarni segir að nú liggi fyrir næg þekking til að bleikjueldi geti orðið góð aukabúgrein ef rétt er að málunum staðið. Hann segir líka að auðvelt sé að koma silungs- eldi á og segist vita til þess að tveir aðilar séu famir að velta bleikju- eldi fyrir sér. Varðandi stangaveiðina segir Bjarni að greinilega sé komin hreyfing hjá bændum um að auka arðsemi hennar. Það virðist þó sem þá vanti stuðning til að koma möguleikunum og veiðinni á framfæri. „En varðandi allar þessar hliðar á nýtingu silungs sem hér hafa verið nefndar, er ég sannfærður um að það eru gríðar- legir möguleikar fyrir bændur í sil- ungnum ef þeir standa rétt að málum.“ sagði Bjarni Jónsson. Orösending II kúabænda Bráðabirgðatölur um innvigtun mjólkur í september liggja nú fyrir. Samkvæmt þeim var innvigtun í scptember aðeins 7,2 milljónir lítra, sem er þá lægsta mánaðarinnvigtun síðan núverandi framleiðslu- stýring var tekin upp árið 1992. A það skal minnt að ráðstöfun C-greiðslna verður með öðrum hætti á yfir- standandi verðlagsári en verið hefur undangengin ár, þannig að greiðslur á vetrarmjólk lækka en teknar verða upp greiðslur á mjólk innvegna í júlí og ágúst. Með hliðsjón af þróun innvigtunar í júlí, ágúst og september síðustu ár, virðist ljóst að greiðslur á vetrarmjólk verða enn lækkaðar verðlags- árið 2002/2003, og fluttar á mánuði með lægri innvigtun. Svo virðist sem að árið 2000 hafi ca. 41 % af skýrslu- færðum kúm borið í september, október og nóvember. Betra væri ef hluti af þessum kúm bæri fyrr, þ.a. í ágúst og vorbærum má frekar fjölga en fækka. Þar sem bændur fara nú leggja drög að framleiðslu verðlagsársins 2002/2003 er rétt að hafa þetta í huga, sérstaklega ef möguleiki er á að kvígurnar beri þá í ágúst í stað október. Landssamband kúabænda EndurskipulögQ leið- beiningamiöstöð tekur fil starfa í Skagalirði í byrjun september tók Leið- beiningamiðstöðin ehf. til starfa í Skagafirði. Fyrirtækið mun taka yfir þau verkefni sem Búnaðarsamband Skagafjarðar hefur hingað til haft með höndum. Leiðbeiningamiðstöðin er til húsa í Gránu, einu af elstu verslunarhúsum kaupfélagsins á Sauðárkróki. Breytingar og lagfæringar á húsinu hafa staðið yfir undanfarna mánuði og hefur fyrirtækið nú yfir um 190 fermetra vistlegu skrifstofuhús- næði að ráða og auk þess fundarsal á neðri hæð. Arni Gunnarsson frá Flatar- tungu í Skagafirði er í hlutastarfi sem framkvæmdastjóri Leiðbein- ingamiðstöðvarinnar. Hann sagði í samtali við fréttamann að þessi fyrsti mánuður hefði að mestu farið í flutninga þar sem nær allur búnaður Búnaðarsambandsins var fluttur á nýja staðinn. Einnig væri verið að taka nýtt tölvukerfi í notkun og slfk breyting tæki ávallt sinn tíma. Arni sagði að starfsmenn Leið- beiningamiðstöðvarinnar yrðu tíu talsins. Þjónusta ráðunauta verður svipuð og áður. Þeir verða 4 talsins og er einn þeirra lands- ráðunautur í loðdýrarækt. Eiríkur Loftsson verður forstöðumaður ráðunautasviðs. Þá er reiknað með tveimur starfsmönnum sem sinna bókhaldsþjónustu fyrir bændur sem mun verða með svipuðu sniði og hjá BSS áður. Þá verður innan skamms hleypt af stokkunum átaksverkefninu Tölvuvæðing sveita. Það er á landsvísu og sett á stofn eftir samþykkt ríkis- stjórnarinnar fyrr á þessu ári um að leggja fjármagn í verkefnið. Þetta miðar að því að hjálpa sveitafólki að taka tölvutæknina í þjónustu sína og jafnframt að leiðbeina bændum varðandi hin ýmsu forrit sem nauðsynleg eru. Arni kvaðst vonast til að kennsla og þjónusta við einstaka bændur kæmist í gang strax eftir áramótin, en samið verður við leiðbeinendur Árni Gunnarsson. og kennara um allt land um að annast tölvukennsluna. Þess má geta að eigendur Leiðbeiningamiðstöðvarinnar ehf. eru Búnaðarsamband Skagafjarðar og Kaupfélag Skagfirðinga og enn fremur stendur til hlutafjársöfnun meðal bænda í héraðinu á næstu dögurn. Að lokum má taka fram að símanúmer Leiðbeininga- þjónustunnar á Sauðárkróki verður 455 7100./ÖÞ Geilfjámktarfélagiijiiiinnist 10 ára abnælis á aðalfundi Aðalfundur Geitfjárræktar- félagsins verður 2. nóvember kl. 14:00 í Bókasafni Bænda- samtakana í Bændahöll. Vert er að geta þess að félagið er 10 ára um þessar rnundir og hvetur Hinrik Ó. Guðmundsson, for- maður, félagsmenn og aðra geit- fjáreigendur til að mæta á þennan tímamótafund og fræðast urn það sem er að gerasl hjá félaginu og fá sér afmælis- kaffi. Hestuninn i góöum haga 20. oklóber í Ölfushdllinni Landgræðsla ríkisins og Garðyrkjuskóli ríkisins verða með námskeið laugardaginn 20. október nk. fáist næg þátttaka. Það ber yfirskriftina „Hesturinn í góðum haga“ og stendur frá kl. 10:00 til 16:00 í Ingólfskaffi í Ölfushöllinni. Þar mun Ingimar Sveinsson, fyrrverandi kennari á Hvanneyri, fjalla um beit hrossa og skipulag beitar með tilliti til fóðurþarfa reiðhesta, stóðhrossa og ungviðis, Bjarni P. Maronsson frá Landgræðslu ríkisins um land- nýtingu og beitarskipulag og Borgþór Magnússon frá Náttúru- fræðistofnun Islan'ds um mat á ástandi beitilands og niðurstöður beitarrannsókna. Hluti nám- skeiðsins felst í skoðunarferð þar sem áhersla er lögð á mat á ástandi og meðferð beitilands. Hlífðarföt og stígvél eru því nauðsynleg. Námskeiðið er ætlað hesta- eigendum, búfjáreftirlitsmönnum og þeim starfsmönnum sveitar- félaga sem sinna landnýtingar- málum. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garð- yrkjuskólans eða í gegnum net- fangið; mhh@reykir.is. Sams konar námskeið var haldið 11. september sl. og tókst í alla staði mjög vel./MHH BændaMoðið Bændablaðið kemur út háltsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 4.200 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.000. Slmi: 563 0300 - Fax: 552 3855 - Kt: 631294-2279 Nr. 142 Ritstjóri: Áskeii Þórisson (ábm.) Blaðinu er dreift í 6.400 Auglýsingastjórl: Eiríkur Helgason eintökum. Blaöamaður: Sigurdór Sigurdórsson Drelfing: íslandspóstur. Netfang blaðslns er bbl@bondi.is Umbrot: Prentsniö - Prentun: (safoldarprentsmiðja ____ ISSN 1025-5621

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.