Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. október 2001 BÆNDABLAÐIÐ 9 I Vigur er happafleytan og áttæringurinn Vigur-Breiöur sem hefur verið í eynni frá því um aldamótin 1800. Vigur-Breiður var notaður til að flytja fé til og frá meginlandinu auk annars konar þungaflutninga og auðvitað hefur hann verið endursmíðaður hvað eftir annað - síðast fyrir rúmum áratug. Báturinn var síðast notaður haustið 2000 og líklega er hans tími kominn, en ábúendur hyggjast halda honum við áfram. Salvar sagðist ekki vita um áþekkan, sjófæran bát. I Vigur eru margar gamlar byggingar en sú elsta er vindmylla sem var byggð í kringum 1840. Hún var síðast notuð árið 1917 og síðan hefur ekki verið malað korn í henni. Myllan var í eigu ábúenda fram til ársins 1993, en þá afhentu þeir Þjóðminjasafni íslands hana til eignar og varðveislu. Vel hefur verið vandað til margra bygginga í Vigur og má nefna gömlu fjárhúsin sem dæmi, en húsin voru byggð skömmu uppúr 1900. Flórarnir í þeim voru td. stá]pússaðir sem hlýtur að teljast óvenjulegt á þeim tíma. Ekki er með öllu ljóst hvenær byggð hófst í Vigur, en fyrstu heimildir segja að Þorvaldur Snorrason (Vatnsfirðingur) í Vatnsfirði hafi verið í Vigur veturinn 1194-1195. Líklegt er þó að búseta í Vigur hafi hafist fyrr. Sá er næst er vitað til að hafi búið í Vigur er Magnús Jónsson, auk- nefndur digri. Hann bjó í Vigur sennilega frá 1662-1702. Hann var afkastamikill handritaskrifari og skrifaði mikið meðan hann var þar. Magnús var talinn vera einn efnaðasti bóndi við Djúp meðan hann lifði. Sláttur var í fullum gangi í Vigur þegar Bænda- blaðið var þar á ferð.í eynni eru þrjár litlar dráttar- vélar. Þær stóðu fyrir glæsilegum veitingum í Viktoríuhúsi. F.v. Hugrún Magnúsdóttir og Sigríður Salvarsdóttir. Þess má geta að Sigriður sér um pósthúsið og minjagripaverslun í Vigur. Hún selur m.a. lítil listaverk sem hún vinnur úr mannshári. Skrifari getur borið vitni um að verkin hennar Sigríðar eru ótrúlega falleg.________________________________ Tilkynning frá Fnðursviöi RALA vegnn mjnlkur- verkefnis Ágætu bændur! í tengslum við mjólkurverkefni sem unnið er að á RALA, voru sendir út til bænda víðsvegar um landið spurninga- listar og/eða sýnaglös fyrir mjólk. Við þökkum þeim fjölmörgu bændum sem brugðust vel við og sendu okkur svör og sýni. Nú viljum við biðja þá, sem ekki hafa sent svör eða mjólkur- sýni. vinsamlega um að gera það sem allra fyrst. Það er mjög mikil- vægt fyrir framgang verkefnisins. Ef listar eða glös hafa týnst eða ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi verkefnið þá hafið samband við Birnu eða Braga í síma 577 1010 á RALA eða sendið tölvupóst (birna@rala.is eða bragi@rala.is). Einnig er hægt að hafa samband við viðkomandi ráðunaut. Með kveðju og von um góða samvinnu, Bragi Líndal Olafsson, sviðsstjóri Fóðurdeildar RALA Notuð tæki Valmet Valtra 6600 4x4 105 hö árg 99 Trima 470 tæki Case 895 4x4 árg 91 Veto tæki Zetor 7245 4x4 árg 91 Alö tæki Deutz Intrac 2004 4x4 árg 87 Frambúnaður Kverneland plógur Þrískeri Bellon diskasláttuvél 240 Claas rolant 46 rúlluvél árg 94 Krone 125 Rúlluvél árg 96 Sipma Z-279 rúlluvélar árg 96 - 00 Frambúnaður á Valmet 100 seríu Hydrag ámoksturstæki á Steyr 970. Tungu G.SKAPTASON & CO. sími: 577-2770 Matreiðslu RJÓMI Hann er bara 15%! Njóttu þess að borða góðan mat. Prófaðu fituminni rjóma en þó með ekta rjómabragði! Hann er kjörinn til notkunar hversdags við matargerð, með eftirréttum og út í kaffi en hann hentar ekki til þeytingar. Hann er aðeins 15% og hitaeiningarnar eru helmingi færri en í venjulegum rjóma! nnr KJÓUUIRSAMSALAK www.ms.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.