Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. október 2001 BÆNDABLAÐIÐ 5 Spáð í hross... „ Það er svo gaman að vera með okkur". sagði ágætur bóndi í Viðvíkursveit í Skagafirði þegar hann var spurður um af hverju slíkur mannfjöldi kæmi í stóðréttina á Laufskálum í Hjaltadal ár hvert. Að þessu sinni var stóðréttin í lok september. Talið er að um 2000 manns hafi verið í réttinni - en um 800 hross! Hrossin komu úr afréttinni í Kolbeinsdal og einnig úr beitarhólfi í sveitinni, en þau eru eign bænda í Hjaltadal og Viðvíkursveit. Svar bóndans er alls ekki fráleitt, flestir virðast skemmta sér vel á réttinni og miðað við aðsókn að skemmtistöðum og ýmsum viðburðum í héraðinu þessa helgi og þeirri stemningu sem þar var er þetta líklegast skýringin á vinsældum Laufskálaréttar./ÖÞ Bændablaðið/Örn Hér eru menn að spá í hross og viðskipti í Laufskálarétt. Frá vinstri Pálmi Rögnvaidsson útibússtjóri á Hofsósi Páll Ragnarsson tannlæknir á Sauðákróki Eiríkur Hansen bankamaður á Sauðákróki og Haraldur Þór Jóhannsson bóndi í Enni í Viðvíkursveit Það skaðar ekki að hafa sæmilegt höfufat þegar farið er stóðréttir. Talið frá vinstri Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn, Magnús Sveinsson umboðsmaður og Símon Traustason bóndi í Ketu f Hegranesi. FyrirhuguQ hækkun irygginar- gjalds áuisun á launalækkun Arið sagði að rétt væri að hafa í huga að fá ár eru síðan land- búnaður og sjávarútvegur máttu þola mikla hækkun á tryggingar- gjaldi sem þá var sögð í sam- ræmingarskyni. "Með þessa for- sögu í huga er enn erfiðara að una við þá breytingu sem er í sjónmáli. Þessi breyting, ef af verður, mun hvetja til áframhaldandi fækkunar starfa bæði í landbúnaði og fisk- vinnslu og þannig veikja enn fá- menna landsbyggð," sagði Ari og hann gat þess að hækkun frítekjumarka hátekjuskatts hefði lítil sem engin áhrif á afkomu bænda enda fáir bændur í þeim skatt- flokki. Ari sagði að lækkun tekjuskatts á félög muni hvetja bændur til að færa rekstur sinn í einkahlutafélög. "Það veltur þó á skilningi skattstjóra á högum bænda hvern ávinning bændur hafa af því en skattstjórar fá víðtækt vald til að ákvarða laun eigenda einkahluta- félaga. Afnám verðbólgu- reikningsskila mun koma sér vel fyrir þann hóp skuldugra bænda sem greiðir skatt en að sama skapi íþyngja þeim bændum sem lítið skulda. Til lengri tíma litið mun afnám uppfærslu fymanlegra eigna þyngja skattbyrði bænda verulega. Lækkun eignarskatts einstaklinga mun hins vegar létta skattbyrði margra bænda enda eignir þeirra oft mun hærra metnar en eðlilegt getur talist," sagði Ari. "Ætla má að þegar litið er á breytingamar í heild hafi sumir bændur hag af þeim en aðrir út- gjaldaauka. Eftir stendur þó að hækkun launaskatts er fyrir margra hluta sakir óæskileg breyting." "Það er augljóst að að hækkun tryggingagjalds eykur álögur á landbúnaðinn og voru þær þó ærnar fyrir. Þetta er í raun ávísun á launalækkun því tæpast er unnt að velta hækkunni yfír í matvælaverð," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna, um fyrirhugaðar breytingar á skattamálum. Ari sagði að stjórn BÍ hefði ekki fjallað um eða tekið afstöðu til breytinganna á formlegan hátt en það yrði gert á næsta stjórnarfundi. Umsóknir um Mög vegna vatnsveitna Þeir sem hafa hugsað sér að leggja nýja vatnsveitu á býli sitt næsta sumar þurfa að sækja um framlag til hennar fyrir 15. nóvember nk., ef þeir ætla að koma til greina við greiðslu styrkja í ársbyrjun 2003. Umsóknareyðublöð má fá hjá viðkomandi búnaðarsambandi eða með -því að snúa sér til skrifstofu Bændasamtaka íslands í Reykjavík. Þá þurfa þeir sem sóttu um framlag sl. vetur og fengu jákvætt svar að hafa lokið veitunni nú í október, því úttektarvottorð frá héraðsráðunauti þarf að hafa borist Bænda- samtökum Islands fyrir 15. nóvember, ef viðkomandi veita á að koma til greina við greiðslu framlaga í ársbyrjun 2002. Þeir sem sóttu um framlag í fyrra, en hafa orðið að fresta framkvæmdum eða tekst ekki að ljúka veitunni í tæka tíð, þurfa að endumýja umsókn sína ef þeir hafa hugsað sér að fara í hana á næsta ári. Þeir sem unnu að vatnsveitu á þessu ári án þess að hafa sótt um framlag til hennar í fyrra geta sótt um í ár eins og aðrir, en þeir geta ekki búist við að fá framlagið fyrr en að ári eða rösklega það, þ.e. í ársbyrjun 2003. Case CX100 Zetor 7341 m 3» ® m/Trima 4,5 ámoksturstækjum Skr. ár 1997, vinnust. 4.500 Verð kr. 2.200.000- án vsk m/Alö 620 ámoksturstækjum Skr. ár 1998, vinnust. 2.100 Verð kr. 1.830.000- án vsk m/Alö 620 ámoksturstækjum Skr. ár 1994, vinnust. 3.330 Verð kr. 1.150.000- án vsk m/Veto FX16 ámoksturstækjum Skr. ár 1995, vinnust. 3.070 Verð kr. 1.650.000- án vsk m/Alö 640 ámoksturstækjum Skr. ár 1997, vinnust. 1.600 Verð kr. 2.450.000- án vsk Holland TS115 Zetor 6340 T 6640 SLE VÉIAVERf Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 • www.velaver.is Með frambúnaði Skr. ár 2000, vinnust. 650 Verð kr. 3.650.000- án vsk Skr. ár 1996, vinnust. 2.810 Verð kr. 1.100.000- án vsk l l I

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.