Bændablaðið - 16.10.2001, Qupperneq 16

Bændablaðið - 16.10.2001, Qupperneq 16
16 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 2001 Um sogjatna og soghæfi mjaltakerfa Við mælingu á soghæð mjalta- kerfa sýnir mælirinn mismuninn á andrúmsloftsþrýstingi og þeim þrýstingi (undirþrýstingi) sem inni í hinu mælda kerfi er. Sogjafninn svokallaði hleypir andrúmslofti inn í kerfið lil að viðhalda réttum þrýstingi ef afköst sogdælunnar verða of mikil, svo sogkraftur kerfisins hækki ekki umfram ástillta soghæð. Margir halda að hvissið í sogjafnanum stafi af því að hann sé að hlása út, en því er þveröfugt farið, hann er að draga inn loft utan kerfis. A hinn veginn leitast hann við að loka fyrir loft inn á kerfið séu afköst sogdælunnar svo knöpp að soghæð kerfisins fari fallandi undir mjöltum, t.d. vegna of margra mjaltatækja eða mikils leka inn á kerfið af einhverjum orsökum. Það er góðs viti ef hvissar vel í sogjafnanum undir mjöltum. Það merkir einfaldlega að afköst sogdælunnar eru rífleg og einhver aukaafköst eru tiltæk ef með þarf t.d. ef kýr sparkar af sér eða ef illa tekst til við ásetu með 0 tilheyrandi loftinnsogi við hylkin. Enn og einu sinni er vert að minna á að henda ætti gömlu lóðsogjöfnunum þar sem þeir eru enn til staðar og setja í staðinn membrujafna sem er mun stöðugri en gamli lóðjafn- inn auk þess að vinna rétt við mun meiri afköst sogdælu en sá gamli. Mœling Ef sogmælir sýnir 48 kpa þýðir það í raun að undirþrýstingurinn inni í kerfinu er 52 kpa þar sem þrýstingur andrúmsloftsins er nálægt 100 kpa við sjávarmál.(kpa = kílópaskal) Athugið að hækkandi tala inni í kerfinu þýðir minni sogkraft (vacum) Nokkrar sveifiur og sumar allstórar verða á andrúmsloftsþrýstingi eftir veður- fari þannig að 100 kpa talan er nálægt meðaltali Þýstingur andrúmsloftsins er síðan nokkru lægri þegar komið er nokkur hundruð metra yfir sjávarmál, lækkar um ca. 1 kpa við hverja 80 metra hækkun frá sjávarmáli. Dærni unt mismun- andi aðstæður: Þar sem loftþrýstingur er lægri (í aukinni hæð yfir sjávarmáli) þarf ástillt soghæð í raun að vera lægri til að ná fram sama undirþrýstingi og við sjávarmál. A bæ einum nálægt sjávarmáli er þrýstingur andrúmslofts um 100 kpa. Soghæð hálínu rörmjalta-kerfisins á bænum er stillt er á 48 kpa sem merkir 52 kpa undirþrýsting inni í kerfinu. Kúabú í Mývatnssveit stendur í um það bil 270 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er þrýstingur andrúms- loftsins nálægt því að vera 3 kpa lægri en við sjávarsíðuna eða u.þ.b.97 kpa.(nokkuð sveiflukennt, þó líkt og við sjávarmál) sem merkir í raun að þar ætti að stilla soghæð hálínu mjaltakerfis á 45 kpa til að vera með sama und- irþrýsting og í kerfinu á bænum við sjávarsíöuna þar sem stillt var á 48 kpa. Sarni regla gildir að sjálfsögðu um láglínu og fötukerfi. Því væri fræðilega rétt að lækka ástillta soghæð mjaltakerfa á bæjum sem standa ofar en ca. 200-250 metra yfir sjávarmáli. Kristján Gunnarsson. mjólkureftirlitsmaður. Norðurmjólk Ný skýrsla um mjalta- er kontin skýrsla um mjaltaþjóna, en hún var unnin af LBH, Rala og Hagþjónustu landbúnaðarins. 1 skýrslunni er f jallað um sögu og þróun mjaltaþjóna allt til dagsins í dag. Þá tekur skýrslan á tæknilegum þáttum ólíkra mjaltaþjóna, samspili dýra og tækja og kostnaðarþætti. I lokaorðum höfunda, sem eru þeir Torfi Jóhannesson, Lárus Pétursson og Birgir Oli Einarsson, segir: "Megin- niðurstaða þessarar sarnan- tektar er að sjálfvirk mjaltakerfi eru tæknilega skilvirk og þau geta skilað búinu meiri mjólkurfram- leiðslu af viðunandi gæðuni, fyrir minni vinnu. Velferð kúnna versnar örugglega ekki þótt þær séu mjólkaðar í mjaltaþjóni, og ákvcðnar vísbendingar eru um að ef kerfið virkar vel, þá batni velferð gripanna, niiðað við mjaltir í mjaltabás. Hægt er að nýta sumarbeit samhliða sjálfvirkum mjöltum, en það krefst þess að beitilandið sé nálægt fjósinu. Mjaltir í sjálfvirkum mjaltakerfum eru hins vegar nokkuð dýrari en mjaltir í mjaltabás, að minnsta kosti ef miðað er við eins-klefa einingu. Næsta víst er að munurinn væri mun minni ef miðað væri við 120 kúa einingu, þar sem tveir klefar væru notaðir. Á móti þessum viðbótarkostnaði kemur sveigjanlegur vinnutími og vinnuléttir." Skýrsluna er að finna í heild sinni á vef LK (www.naut.is) / SS Breyflng á ásetningshluffalli vegna undanpágu írá útflutningsskyldu Landbúnaðarráðuneytið hefur auglýst breytingu á reglugerð nr. 524/1998 sem felur í breytingu á ásetnings- hlutfalli vegna undanþágu frá útfiutningsskyldu. Hlutfallið var 0,7 kindur á móti hverju ærgildi greiðslumarks. Samkvæmt gildandi samningi um framlciðslu sauðfjárafurða miðast þetta hlutfall við 7000 tonna sölu á innan- landsmarkaði á næstliðnu almanaksári og tekur breyt- ingum frá 0,7 í réttu hlutfalii milli sölu kindakjöts á innlendum markaði á næstliðnu ári og 7000 tonnum. Sala á árinu 2000 nam rösklega 7.200 tonnum og því er ásetningshlutfallið nú hækkað í 0,72 kindur á ærgildi. Þetta ásetningshlutfall gildir fyrir ásetning í haust og kemur til endurskoðunar á næsta hausti eftir sömu reglu. Leifur Guðmundsson, bóndi í Klauf í Eyjafirði: Bpeytt Qús, betri aústafla Leifur Guðmundsson í Klauf í Eyjafirði er einn af þeirn kúabændum sem hafa farið út í að breyta hjá sér fjósinu og bæta við það til hagræðingar. Fjósið sem Leifur breytti var byggt af föður hans árið 1963 og eitthvað hafði verið bætt við það síðar. Samtengd fjósinu var þurrheyshlaða sem var byggð 1958 en hana tók Leifur undir mjaltabás og gjafaaðstöðu. „Við þurftum að byggja örlitla viðbyggingu en fjósið sjálft nýtti ég bara fyrir legubása fyrir kýrnar. Ég er með fjórar raðir eins og áður, en ekki lengur með fóðurganga og kýrnar ganga lausar. 1 fjósinu er síðan fiórsköfukerfi. Ég gef enn dálítið af þurrheyi sem ég geymi í annarri hlöðu. Hún er í framhaldi af hinni hlöðunni og því þægilegt við að eiga. Síðan gef ég að sjálfsögðu hey úr rúllum auk kjarnfóðurs," segir Leifur. Hann segir að það séu tveir samtengdir og tölvutengdir kjarnfóðurbásar. Kúnum er að sjálfsögðu gefið kjarnfóður cftir nyt og til að stýra því er hver kú með tölvukubb um hálsinn sem tengist tölvu sem stýrir því hvað þær fá rnikið. Þær sem orðnar eru geldar fá ekkert kjarnfóður. Hinar kýrnar fá kjarnfóðurgjöf fjórum til fimm sinnum á dag eftir því hve vel þær mjólka. „Það er gaman að sjá hvað þær passa vel upp á það sjálfar að fá skemmtinn sinn, maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Hinar sem ekkert mjólka verða útundan." -Hvað ertu með marga hausa í fjósi? „Það eru 40 hausar í fjósi og þar af 34 mjólkandi en þetta er alltaf dálítið hlaupandi upp og niður." -Ertu að hugsa um að stækka við þig? „Eg veit ekki hvað skal segja. Fjósið getur framleitt um 200 þúsund lítra og miðað við að hver kú mjólki um 5 þúsund lítra þá erum við að tala um 40 mjólkandi kýr. En ég er nú ekki með full- virðisrétt fyrir svo mikið, heldur fyrir um 160 þúsund lítra." -Hver er mesta breytingin við að fá svona fjós? ,,Ég býst við að nytin í kúnum hækki eitthvað vegna þess hve þeim líður betur við að ganga lausar og fá sinn kjamfóður- skammt reglulega. Þær virðast hraustari og spenastig er alveg úr sögunni. En svo er það auðvitað vinnuaðstaða mannfólksins sem gerbreytist. Allt bogur við mjaltir og það erfiði sem því fylgir er úr sögunni eftir að mjaltabásinn kom. Hann var tekinn í notkun fyrir rúmu ári síðan en breytingunum á fjósinu var lokið í byrjun október í fyrra. Ég vona að þetta verði líka til þess að við mannfólkið endumst betur við þetta." sagði Leifur Guðmundsson Dráttavélar og jarðvinnslutæki Ghibli 80/90/1OO T f-ÆÆJTZLÆ Mythos 90/100/110 Ocltafivc 130/145/165/180 Deltasix Pinnatætarar 2,5 - 6m Taðdreífari 8 - 12t. G.SKAPTASQN S CO Tunguháls 5 sími 577 2770

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.