Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 17
Þríðjudagur 16. október 2001
BÆNDABLAÐIÐ
17
Smalahundar keppa
Dagana 27. og 28. október
verður haldin Landskeppni
Smalahundafélags íslands að
Eyrarlandi í Fljótsdal. Dómari
keppninnar verður þekktur
skoskur fjárhundadómari, John
Wilson. Stefnt er að byrjenda-
keppni, unghundakeppni og
almennri keppni.
Þetta er í fyrsta sinn sem slík
keppni er haldin á Austurlandi en í
júní sl. var stofnuð Austur-
landsdeild Smalahundafélags
íslands og stendur hún fyrir undir-
búningi keppninnar. A Eyrarlandi
er góð aðstaða fyrir hendi, stór
samfelld tún og "hundvanar"
kindur. Það, ásamt vönum dómara,
ætti að geta skapað þá umgjörð
sem þarf. Keppnin verður nánar
auglýst síðar.
Stjórn Austurlandsdeildar
Smalahundafélags Islands.
LANDBUNAÐARHASKOLINN A HVANNEYRI
sími: 437 0000-fax: 437 0048-netfang: helgibj@hvanneyri.is
Námskeið á næstunni- Haust 2001
n
LU
19.-21. okt.
22.-24. okt.
27. okt.
30.-1. nóv.
2.-4. nóv.
5.-7. nóv.
Tamning fjárhunda
Tamning fjárhunda
Betri hross og meiri arð!
Tamning fjárhunda
Tamning fjárhunda
Tamning flárhunda
♦
V-Skaft.
A-Skaft.
Gauksmýri
Hvanneyri
Rangárv.sýsla
Hvanneyri
Fyrirhuguð eru námskeið um fóðrun og uppeldi kvígna á
Suðurlandi, Hvanneyri og í Skagfirði. Vinsamlegast leitið
upplýsinga hjá LBH eða búnaðarsambandi.
♦
Vegna tölvunámskeiða sem bændur geta fengið á hagstæðu
verði er bent á að hafa samband við endurmenntunarstjóra LBH.
♦
Þeir sauðfjárbændur sem ætla að vera með í gæðastýringu og
eiga eftir að sækja fyrri dag námskeiðsins Gæðastýring í
sauðfjárrækt er bent á að tilkynna sig til búnaðarsambands.
TRAKTORSDEKK
í MIKLU ÚRVALI
AKUREYRI, S. 462-3002
FELLABÆ, S. 471-1179
FRJÖehf
tyllir tuginn
Frjó ehf var stofnað 23.
október 1991. Eigendur eru tveir
starfsmenn ásamt u.þ.b. 30 garð-
yrkjubændum. Fyrirtækið er nú til
húsa að Stórhöfða 35, en þangað
flutti það í nóvember 1994. Starfs-
menn eru fimm og starfar fyrir-
tækið í rými sem er ca 420 m2.
Þar er verslun fyrir almenning
með flestar vörur til garð- og
skógræktar.
Aðal starfsvið fyrirtækisins er
að þjóna garðyrkju og skógrækt
og fyrirtækið kappkostar að bjóða
nýjustu tækni og aðrar vörur sem
þarf til þessa. Frjó ehf hefur tekið
virkan þátt í framförum í garð-
yrkju með því að koma á framfæri
nýjungum, sérfræðingum frá
öðrum löndum, aðstoð við efna-
greiningu, ferðum íslenskra
garðyrkjubænda erlendis o. fl.
Islensk garðyrkja hefur not-
fært sér álit erlendra sérfræðinga
við gróðurlýsingu, lífrænar varnir,
áburðargjöf og notkun tækni-
búnaðar með hjálp Frjó ehf. Frjó
ehf hefur lagt jafn ríka áherslu á
að þjóna og að selja og sjáum við
að viðskiptavinir okkar kunna að
meta það.
Frjó ehf ætlar að hafa opið
hús, laugardag 20 október kl 10
-18 sunnudag 21 október kl 12 -
Í8.
Ýmislegt fróðlegt verður að
sjá auk þess sem ýmis tilboð verða
þessa daga.
Hjalti G. Lúðvíksson.
Jón Magnússon.
Þegar gæðin skipta máli
Austurvegi 69 • 800 Seliossi • Simi 482 4102 • Fax 482 4108
www.buvelar.is
Case 5120 m/tækjum 4x4 1991
Case 1294 m/tækjum 1984
Case 1594 m/tækjum 4x4 1985
Fiat 88-94 m/tækjum 4x4 1994
Ford 4610 4x4 1984
MF 4255 m/tækjum 4x4 2000
Valmet 6400 m/tækjum 4x4 1995
Valmet 8150 4x4 1997
Zetor 7711 1987
Zetor 7245 m/tækjum 4x4 1984
Zetor 7745 m/tækjum 4x4 1991
LANDSTÚLP11«
Nýjung! - Mvkiupoklnn
> Hagkvæm og einföld lausn á hauggeymslum
> Pokinn er lokaður - lágmarks uppgufun köfnunarefnis
> Auðvelt að setja upp, fylla og tæma
> Færanlegur
> Stærðir 200-4000 m3
> 10 ára verksmiðjuábyrgð
Lárus Pétursson
s: 437 0023 / 869 4275
Arnar Bjarni Eiríksson
s: 486 5656/898 9190
HEV5KERAR
VÖKVAKNÚINN ÞVERSKERI: Sambyggð baggagreip og
heyskeri. Hægt að tengja hvort heldur er aftan á þrítengi eða á
ámoksturstæki. Tekur rúilur allt að 1,80m í þvermál. Tvívirkir
tjakkar. Fjögur spjót.
ÞOR HF
REYKJAVfK - AKUREYRI
jSHmSsNX-’
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - sími: 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - sími: 461-1070
MR FÓÐUR
Fóðurafgreiðsla MR
Sími: 5401111 • Fax: 5401101
www.bondi.is
Vefur íslensks landbúnaðar
geymir mikiö magn upplýsinga
og stöðugt bætist nýtt efni við.
Landnýtjnoaráætlanir
Vorið 2000 hóf Landgræðsla
ríkisins þróunarverkefnið "Betra
bú" í samvinnu við nokkra
bændur. í þessu verkefni er verið
að þróa vinnu- og leiðbeiningaferli
við gerð beitar- og
uppgræðsluáætlana. Mikil áhersla
er lögð á að bændur vinni sem
mest sjálfir að áætlanagerðinni
með leiðsögn frá Landgræðslunni.
Bændur eru ábyrgir fyrir nýtingu á
sínu landi, þeir þekkja best landið
og búskapinn og hafa þar með
besta yfirsýn yfir aðstæður, mögu-
leikar og þarfir búsins. Að vinna
slíka áætlun sjálfur er góð þjálfun í
því að "lesa landið", þ.e. að geta
lesið og skilið þær vísbendingar
sem ásýnd landsins gefur um
ástand þess. Mikilvægt er að
skipulag fyrir bújarðir endurspegli
sem best eigin hugmyndir bænda
um góða og raunhæfa landnýtingu
en ekki hugmyndir einhvers
utanaðkomandi aðila.
Ábúendur þeirra 8 bæja sem
tóku þátt í þróunarverkefninu hafa
nú flestir lokið vinnu við áætlana-
gerðina. Þó má segja að slík vinna
verði í raun aldrei alveg búin þar
sem bóndinn endurskoðar áætlun
sína reglulega í ljósi reynslunnar
og gerir endurbætur ef þörf er á.
Vinnu- og leiðbeiningaferlið í
Betra bú verður endurskoðað nú í
haust með aðstoð bænda sem tóku
þátt í þróunarverkefninu. Síðan er
ætlunin að Landgræðslan, væntan-
lega í samvinnu við búnaðar-
samböndin og e.t.v. aðrar leið-
beiningastofnanir, bjóði bændum
og öðrum landnotendum upp á
námskeið um þetta efni.
Bændum sem hafa áhuga á að
gera landnýtingaráætlun er bent á
að þeir geta sótt um framlög hjá
Bændasamtökum íslands vegna
þróunarverkefna og jarðabóta á
lögbýlum, þar með talið vegna
landnýtingaráætlana. Umsóknar-
eyðublaðið og leiðbeiningar um
útfyllingu þess var birt í Bænda-
blaðinu 18.september síðastliðinn
og er einnig að finna á vef íslensks
landbúnaðar www.bondi.is. Sækja
þarf umr týrir l.nóvember
næstkomandi.
Frá Landgrœðslu ríksins.