Bændablaðið - 16.10.2001, Síða 11

Bændablaðið - 16.10.2001, Síða 11
Þriðjudagur 16. október 2001 BÆNDABLAÐIÐ 11 Átaks- verkefni er nú í gangi Búnaðarlaga- samningurinn frá mars 1999 markar áherslu- breytingar í ráðgjafarstörfum í landbúnaðinum. Lagt er fram sérstakt fjármagn til búnaðarsambandanna sem á að styrkja markmiðstengda áætlanagerð. Öllum bændum er gefinn kostur á því að taka þátt í þessu átaksverkefni á vegum búnaðarsambandanna og B.í. um eflingu í hagfræðiráðgjöf. Rekstrar- greiningin er fyrsta stig í því verkefni og þá eru þessi rekstrarlíkön notuð. Næsta stig er að velja þá þætti, sem leggja skal áherslu á í búrekstrinum og seta niður á blað. Setja sér markmið og sýna fram á með áætlanagerð hvernig ná skal viðkomandi markmiðum og bæta þannig búreksturinn. Fagráð í hagfræði hefur lagt línur í þessu verki. Rekstrargreiningin er fyrsti verkliður í undirbúningi að rekstraráætlun. Næsta skref er samanburður þeirra búa sem greind hafa verið og í framhaldi af því skal setja sér markmið og gera markmiðstengda búrekstraráætlun til næstu 5 ára. Hæstu, mið- og lægstu búin Unnið er úr búreikningum bændafyrir árið 2000 í samvinnu við Hagþjónustu landbúnaðarins. Tekin voru bú af svipaðri stærð og valin úr með aðstoð tölvu þau sem eru með hæstar „vergar þáttatekjur" á framleiðslueiningu. Það eru búgreinatekjur mínus kostnaður, en þó ekki vextir, fyrningar, laun og fasteignaskattur. í þjóðhagsreikningum eru þetta kallaðar vergar þáttatekjur. Þó orðið sé óaðlaðandi er það notað. Með þessari aðferð hefur skuldsetning búanna og tæknistig ekki áhrif á það hvaða bú lenta í hverjum flokki. Þannig hafa kvótakaup ekki áhrif á kostnaðarhliðina þar sem niðurfærsla hefur ekki áhrif. Vergar þáttatekjur á einingu eru engan veginn einhlítur mælikvarði á afkomu, en þessi leið var farin. Ketill A. Hannesson, hagfræðiráöunautur Þessi súlurit birtast þegar búið er að setja þínar tölur inn í iíkanið. -----------------------------► Hvernig stendur mitt bú í samanburði við önnur? Hvar er veikleika að finna í rekstri búsins? Hvar stend ég vel að vígi? Hvaða aðgerðir geta bætt minn rekstur - og hvernig get ég aukið tekjur búsins? Hvaða hliiti/erki þjóaa talaasöhiia á aæsta þreaiar síðam? i. I fyrsta lagi geta þau gefið svör við spurningunum hér að ofan II. Þú getur séð stöðu þíns bús með því að setja þínar tölur í eyðurnar. Ráðunautur hjá næsta búnaðarsambandi getur einnig hjálpað þér. III. Ef þú hefur aðgang að vefnum getur þú sótt líkanið og slegið inn þínar tölur. Þá reiknar það út fyrir þig í lciðinni og sparar þér tíma. Þú verður að hafa Exel töfiureikninn í tölvunni þinni til að geta farið þessa leið. IV. Hvert áttu að fara? A vef Bændasamtakanna; - Avww.bondi.is er unnt að nálgast líkönin. Þar er að finna ráðgjafarsvið og þar undir er landbúnaðarhagfræði og síðan rekstrargreinin. Leiðbeiningar um útfyllingu eru hér í blaðinu. Þetta hentar þó ekki öllum bændum. Þessi líkön eru fyrst og fremst fyrir þá sem stunda mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Samanburður á bestu búunum og þínu búi á líter Áriö 2000 kr/Iítra Breytilegur kostnaður á bestu 12 og þínu búi árið 2000 Kjamfóður Áburðurog Roksfur búvéla Rúlluplast og Aðrar rekstrarv. Lyfog Búnaðargjald, Verktakagr. önnur þjónusta sáövörur garn dýralækningar 2,55%

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.