Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 6
6 BÆNDABLAÐIÐ Þriöjudagur 16. október 2001 Bændablaðið er málgagn Bændasamtaka íslands Sífellt auknar álögur Sífellt auknar álögur á landbúnaðinn eru bændum mikið áhyggjuefni. Skemmst er að minnast nýrrar lyfjareglugerðar sem reynst hefur bændum afar dýr og nú er rætt um að setja "úrvinnslugjald" á landbúnaðarplast og ýmsar aðrar umbúðir sem gjaman eru hluti af söluvöru afurðasölufyrirtækja. Ljóst er að "úrvinnslugjaldið" mun valda þessum aðilum miklum kostnaðarauka. Fyrirhuguð hækkun á tryggingargjaldi er einnig mjög alvarleg aðför að rekstrarhæfni íslenskra sveitabýla. A sama tíma og lagðar eru sífellt nýjar álögur á landbúnaðinn er rætt um að draga verði úr tollvernd og öðrum stuðningi við atvinnugreinina. Bændur eiga erfitt með að sjá þetta ganga upp - og er svo um fleiri. Hins vegar virðist of áuðvelt að sannfæra þá sem ráða lögum í þessu landi um nauðsyn hvers konar skatta og gjalda, vafalaust oft í góðum tilgangi, en margt smátt gerir eitt stórt og eftir sitja atvinnugreinar með óviðunandi afkomu og veslast upp eða flytjast úr landi. Boðaðar breytingar á tryggingargjaldi eru íhugunarefni. Gjaldið er veltuskattur á laun sem þýðir að hann leggst af mestum þunga á vinnufrekar atvinnugreinar eins og landbúnað og úrvinnslugreinar hans. I þessu sambandi má minna á að fyrirtæki sem vinna úr landbúnaðarafurðum hafa átt í umtalsverðum erfiðleikum. Nefna má Skinnaiðnað á Akureyri í þessu sambandi sem gafst upp á dögunum og liggur fyrir að þessi iðngrein er á leiðinni úr landi. í sjálfu sér er það ekkert undarlegt í ljósi þess að kostnaðurinn eykst en tekjurnar láta á sér standa. ' Hingað til hefur ríkt um það almenn samstaða að veltuskattar séu ranglátir. Á sínum tíma var t.d. aðstöðugjaldið lagt af á þeim forsendum og er lítil eftirsjá í því. Nú virðist komið í stað aðstöðugjaldsins tryggingargjald sem er raunar í mörgum tilfellum hærra en aðstöðugjaldið var á sínum tíma. Tryggingargjaldið leggst misþungt á atvinnugreinarnar - en þyngst á þær sem eru vinnuaflsfrekar og hafa því oft minnstan styrkinn til að bera auknar álögur. Hér er m.a. átt við landbúnaðinn og greinar tengdar honum en einnig landvinnslu á sjávaraafla - atvinnugreinarnar sem einna helst er að finna utan þéttbýlisins við Faxaflóann. Afkoma einstaklinga og fyrirtækja í strjálbýlinu er slakari en gerist á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er staðreynd sem studd er mörgum athugunum sem gerðar hafa verið í tímans rás. Líklega hafa ráðamenn ekki velt því fyrir sér hvað þessar breytingar allar hafa í för með sér varðandi þróun byggðar í landinu. í undirbúningi eru aðgerðir sem fela í sér nýjar álögur sem ekki síst munu falla á íbúa landsbyggðarinnar - en koma sér jafnframt vel fyrir tekjuhærra fólk og fyrirtæki sem einkum er að finna við Faxaflóann. Auðvitað er ekki sanngjarnt að gera ráð fyrir að þéssi atlaga að atvinnurekstri og afkomu í strjálbýlinu sé meðvituð, en óhjákvæmilega verða þeir sem þar búa að gæta hagsmuna sinna. Þannig má ætla að þingmenn, sem hafa fylgi sitt úr hinum dreifðu byggðum, muni spyrna við fótum þegar þeir sjá hvert stefnir með sífellt nýjum álögum. Þó svo fólki fækki utan höfuðborgarinnar er hreint ekki sama hvernig farið er með hagsmuni þess. Eða - getur verið að þegar ákvarðanir eru teknar og áhrif þeirra vegin og metin þá vigti landsbyggðin svo lítið að hún sé ekki virt viðlits? Hafa ráðamenn ekki áhyggjur af þróun landsbyggðarinnar? Sú þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum og áratugum bæði af stjómvöldum og einstaklingum þessa lands. Nú á aú reyna aú útrýma Úúrklúúa ú Narúnrlantii Á komandi vetri verður reynt að uppræta fjárkláða af Norðurlandi, þ.e. af svæðinu milli Miðfjarðargirðinga og Héraðsvatna. Fjárkláði hefur þó ekki fundist í Vatnsneshólfi. Fjár- kláðamaurinn (Psorioptes ovis) dreifist um allan skrokkinn, veldur alvarlegum sjúkdómi og stundum dauðsföllum. Fótakláðamaur (Chori- optes ovis) finnst víða um land en er ekki lífshættulegur. Tjón getur orðið mikið vegna vanþrifa og dauða einstakra kinda, vegna lyfjakostnaðar og vinnu við lækningar. Stöðug hætta er á því að fjárkláðinn berist til nýrra bæja og til ósýktra svæða. Það er því ekki vansalaust að búa við kláðann áfram en sýnt hefur verið fram á að hægt er að uppræta hann. Tekist hefur að útrýma honum úr mörgum löndum víða um heim. Fjárkláði var útbreiddur hérlendis áður, síðast á Vestfjörðum í svokölluðu Steingrímsfjarðarhólfi, og áður einnig í Mið-Vestfjarðahólfi. Hafið sauðfé og nautgripi alls ekki saman á húsi í a.rn.k. 1 mánuð fyrir aðgerðir. Ástæður þess eru m.a. þær að kláðamaurinn kann að lifa á nautgripum í nokkrar vikur og smita á ný fé sem meðhöndlað hefur verið. Sé það ekki gerlegt, skal sprauta þá nautgripi sem eru í sömu húsum eða miklu nábýli við sauðfé. Það er talsverður aukakostnaður fyrir bændur og biðtími eftir sprautun vegna lyfjaleifa í skrokknum er I 1/2 mánuður fyrir sláturgripi og 2 mán. vegna mjólkur. Ennþá eru góðar líkur á því að ríkið styðji útrýmingu kláðans ef horfur eru á órofa samstöðu est er að taka aðgerð gegn fjárkláða með áhlaupi en ekki teygja hana á langan tíma. Slíkt deyfir snerpuna við aðgerðir og eftirlit. Áður en aðgerðir hefjast þurfa að koma fram allar skoðanir sem uppi eru bæði með og á móti. Kanna verður viðhorf bænda og ieita eftir undirskriftum þeirra við framangreindu. Fundir hafa verið haldnir á Norðurlandi og samstaða virðist góð um markmið og leiðir en það vantar á þann eldmóð sem þarf að ríkja. Mikilvægt er að fjáreigendur og bændur almennt kynni sér sem best hvað á að gera. Þetta varðar ímynd landsins alls. Gerum því betur nú en áður og látum heppnast að vinna bug á fjárkláðanum. Allt veltur á því að enginn bregðist. /SS Fundir um útrýmingu fjárkláða voru í Skagafirði í síðustu viku. Það er Sigurður Sigurðarson, dýralæknir sem er í pontu, en Þórarinn Leifsson fundarstjóri og Hallldór Runólfsson yfirdýralæknir hlusta. Á myndinni hér fyrir neðan eru nokkrir fundarmanna. Bændablaðið/Örn bænda. Þá verður væntanlega sett reglugerð um framkvæmdina og gengið eftir því með ákveðni af hálfu hins opinbera að framkvæmdin fari eftir áætlun. Best væri að bændur á svæðinu skrifuðu undir stuðningsyfir- lýsingu við aðgerðir gegn kláðanum og jafnframt skuldbindingu um að fylgja þeim reglum sem í gildi eru og fyrirmælum sem gefin verða um framkvæmdina. Hver og einn er ábyrgur fyrir sínu fé og gefur upp allan grun sinn um fjárkláða. Þann grun þarf að staðfesta. Ef líkur eru á að samstaða unt aðgerðir verði ekki fullkomin, er gagnslaus sóun að eyða tíma og peningum í enn eina slíka tilraun,sem yrði líklega sú 145. En þar með er einnig hætta á að stjórnvöld muni fylgja fordæmi ýmissa annarra þjóða, m.a. Eng- lendinga, sem ekki vinna lengur að útrýmingu fjárkláða með fjárframlögum heldur ætla bændum það einum og óstuddum. Afleiðing þess er útbreiðsla fjárkláða á ný um Bretlandseyjar. Náist fullkomin samstaða mun ríkið leggja fram efni sem til þarf, bæði kláðalyf og sótthreinsilyf, sem eru kostnaðar- samasti hlutinn. Sprauta þarf féð alls staðar tvisvar sinnum með kláðalyfinu með 7-10 daga millibili og þrisvar sinnum með sama millibili á bæjum þar sem kláði hefur fundist samtímis því sem húsin eru þrifin og sótthreinsuð. Bændur sjá sjálfir um þrif á húsum. I því felst að taka út úr þeim og fjarlægja allt það sem ekki er unnt að sótthreinsa og allt laust dót, þ.á m. alla ull og ullarlagða, og sópa vel svo úða megi alla fleti á áhrifaríkan hátt. Best er að byrja að þrífa húsin áður en farið er að hýsa fé. Þá verður eftirleikurinn auðveldari í vetur. Bændur kosta vinnu dýralækna við sprautun fjárins með kláðalyfi. Sveitarfélagið þarf að fá sérstakan mann eða menn til að fara um og sótthreinsa (úða) tvisvar sinnum með viku millibili, svo tryggð verði samræmd og góð sótthreinsun allra fjárhúsa og annarra húsa sem fé hefur komið í allt að ári áður. Líta þarf eftir að bændur séu búnir að þrífa húsin áður en byrjað er. Öruggast er að rýja féð fyrir meðhöndlun. Betri árangurs er að vænta þar sem menn fara vel með kindurnar sínar. Féð þarf að láta út meðan á úðun húsa stendur, en ef veður eru válynd má leyfa úðun húsa þótt féð sé inni. Þá verður að reka féð til í húsunum og tjalda á milli. Keldum, 2. okt. 2001 f.lt. yfirdýralœknis, Sigurður Sigurðarson dýralœknir ullsnemmt er að fullyrða að fjárkláðinn sé úr sögunni þar, þótt vonir standi til þess eft- ir ítarlegar og vel skipulagðar aðgerðir síðasta vetur. Að slíkum aðgerðum er nú stefnt á Norðurlandi. Algjört skilyrði þess að slíkt heppnist er að fullkomin samstaða náist meðal bænda á kláðasvæðunum. Samstaða, skipulagning og fram- kvæmd þarf að vera betri en nokkru sinni fyrr. Sveitarfélög og einstaklingar þurfa að koma öllu fé til byggða, með aukasmölunum ef með þarf. Finnist síðheimt eða útigangsfé, þrátt fyrir vandaða smölun, skal einangra það þar til meðhöndlað hefur verið a.m.k. tvisvar sinnum. Síðheimt fé og úti- gangsfé er líklega helsta orsök mistaka í fvrri skipt- in. Það er því áríðandi að allir bændur fylgist grannt með því hvort alheimt er eða ekld og hvort vænta má síðheimtra eða útigenginna kinda. /SS OPIÐ BRÉF TIL BÆNDAí SKAGA FIRÐI OG HÚNA- VATNSSÝSLUM vegna tilraunar til að útrvma fjárkláða V|AQLil3&4.ibi^ IrJnafJjl ðjOiOQIJJI

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.