Bændablaðið - 16.10.2001, Page 4

Bændablaðið - 16.10.2001, Page 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 2001 Tilraunaverkefni við slátt, þurrkun og þreskingu á korni: Er fokiO úr sögunni? Fyrirtækið Þreskir ehi’. er fyrir- tæki í eigu 30 skagfirskra og húnvetnskra komræktarbænda. Þetta væri svo sem ekki umtalsvert ef ekki væri fyrir það að fyrirtækið er að gera tilraun með nýja aðferð við slátt, þurrkun og þreskingu á komi. Þetta verkefni hófst í haust en Bjami Guðmundsson á Hvann- eyri gerði frumtilraun með þetta hér á landi í fyrra. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og INVEST. Til verksins vora keyptar komsláttuvél og þreskivél frá Kanada. Hvatamenn að þessu verkefni hafa verið Þórarinn Leifs- son í Keldudal og Bjami Guðmundsson á Hvanneyri. Slitið í siindur Þórarinn segir að höfuð- munurinn á þessari aðferð við komslátt og hinni hefðbundnu sé sá að slitið sé í sundur sláttur og þresking á kominu. „Við hefðbundna þreskingu er sláttuvélin framan á þreskivélinni, slær og leggur axið inn í vélina og komið er þreskt. Með þeirri aðferð sem við eram að prófa núna keyrum við sláttuvélina á undan og komið liggur í skára í viku til hálfan mánuð eða jafnvel lengur. Síðan keyram við þreskivélina á eftir og í staðinn fyrir sláttuvél framan á henni er þar kominn eins konar sópur, gúmmíband með stáltindum sem gengur undir skárann og hirðir upp komið. Komstilkurinn er sleginn í 30 sm hæð yfir sverði og komskárinn liggur ofan á stubbunum þannig að vel loftar undir skárana. Sláttuvélin er með 6 metra vinnslubreidd og leggur í liðlega meters breiðan skára. Þreskivélin er hefðbundin fyrir utan frambúnaðinn." Rigning skiptir ekki máli -En ef rignir ofan íeftir sláttinn ? „Það virðist engin áhrif hafa önnur en þau að það þomar seinna og einnig er skárinn lengur að þoma (lil þreskingar) eftir mikla úrkomu en akur sem stendur. Það virðist vera óhætt að láta komið liggja nokkuð lengi. Eg sló fyrst hjá mér 3. september sl. og náði því síðasta upp þremur vikum seinna eftir töluverða úrkomu á því tímabili. Skárinn var aðeins farinn að síga á hér og þar en var þó enn að mestu uppi á stilkunum en komið var í lagi." Fokið hverfur -Hvað vinnst með þessarí aðferð við komskurð ? „Það sem við eram fyrst og fremst að horfa til með þessu er að fokáhættan hverfur við þetta. Við notkun á sexraða komy'rkjum sem era nær allsráðandi hér norðan- lands er töluverð hætta á foki. Við horfðum upp á það í fyrra að tapa allt að 70% af kominu í sumum ökram vegna foks. Tveggja raða yrkin era miklu sterkari og fjúka síður en gefa lakari uppskera í góðum áram. Með því að fella komið og setja í skára getum við leyft okkur að þurrka komið betur úti á akrinum án fokhættu og spara þannig verkunarkostnað, t.d. við þurrkun inni í húsi. Vísbendingar frá tilraun Bjama Guðmundssonar á Hvanneyri frá því í fyrra benda til þess að komið haldi áfram að þroskast eftir að það er slegið." -Hvað með hálminn sem skil- inn er eftir við sláttim ? „Það er ekkert meira slegið, það er í raun bara í svipaðri hæð og við hefðbundna þreskingu. Þessi 30 sm. stöngull er látinn vera og fúna og er svo plægður niður í haust eða næsta vor." Nokkuð dýr tœki -Eru þetta dýrari tœki en liinar hefðbundnu þreskivélar? „Já, þetta er dýrara þar sem um tvær vélar er að ræða. Við fluttum vélamar inn notaðar til að halda kostnaðinum niðri. Þreskivélin er í sjálfu sér hefðbundin og hægt er að setja sópbúnaðinn á allar slíkar vélar en sláttuvélin er sérhæfð vél. Einnig kemur það til að við verðum að fara tvær ferðir yfir ak- urinn í staðinn fyrir eina." -Fjölgar þeim sem rœkta kom í Skagafirði? „Nei, ekki að ráði. Aftur á móti era þeir sem rækta kom að stækka við sig. Árið 1996, þegar við stofnuðum Þreski ehf. og keyptum fyrstu þreskivélina, vora komakr- amir um 50 hektarar. Tvö síðustu ár hafa verið þresktir um 270 hekt- arar og í ár reikna ég með að það verði um 300 hektarar. Nú eram við komnir með þrjár þreskivélar og þessa einu sláttuvél. Þetta er nokkuð ríflegur vélakostur en í haust veitti ekki af vegna erfiðrar tíðar til þreskingar." -Gefið þið korn i'stað kjarnfóðurs? „Við gefum það sem hluta af kjamfóðri. Við verðum að-fá próteinhlutann og steinefni annars staðar frá" Gerum dœmið upp eftir haustið „En nú er eftir að gera upp dæmið fyrir þetta fyrsta haust þar sem um tilraunaverkefni er að ræða. Þær era margar spumingam- ar sem svara þarf. Hvemig virkar þetta verklag hér á landi? hvað ger- ist ef rignir? og fleira. Eitt haust svararekki öllum þessum spum- ingum. Við fengum eldskímina með rigninguna og þessi aðferð stóðst hana nokkuð vel."segir Þórarinn Leifsson. Bændablaðið/Orn Kornskurður í Vallhólma. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum. Rekstur og fjárfestingar í landbúnaði Ráðstefna í Borgartúni 6, Reykjavík 23. október Lánasjóður landbúnaðarins, Byggðastofnun og Bændasamtök íslands efna til ráðstefnu um rekstur og fjárfestingar í landbúnaði. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að vekja umræðu um þróun landbúnaðar og ræða um afkomu í landbúnaði og getu rekstrar til að standa undir fjárfestingum. Dagskrá: Kl. 9.00-9.30 Kl. 9.30 Kl. 9.40 Kl. 10.00 Kl. 10.20 Kl. 10.35 Kl. 10.50 Kl. 11.00 Kl. 11.20 Kl. 11.30 Kl. 11.50 Skráning. Setning. Hjálmar Árnason formaður stjórnar LL. Ávarp. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Kaffihlé Þróun landbúnaðar næsta aldarfjórðung. Jóhannes Torfason bóndi. Þróun landbúnaðar næsta aldarfjórðung. Jón Sigurðsson, VÍ. Umræður og fyrirspurnir Staða og einkenni einstakra búgreina. Erna Bjarnadóttir, BÍ. Umræður og fyrirspurnir. Tæknivæðing - hvað er hagkvæmt? Bjarni Guðmundsson LBH. Fyrirspurnir og umræður. Kl. 12.00-13.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Okonomisk planlegging og rádgivning i Norge. Ole Christen Hallesby, rekstrarráðgjafi, Noregi. Fyrirspurnir og umræður. Afkoma og skuldsetning í einstökum búgreinum. Hversu mikla skuldsetningu þolir reksturinn? Jónas Bjarnason, Hagþjónustu landbúnaðarins Fyrirspurnir og umræður. Almennar umræður. Samantekt og niðurstöður. Sigurgeir Þorgeirsson, BÍ. Ráðstefnuslit. Kristinn H. Gunnarsson, form. stjórnar Byggðastofnunar. Ráðstefnustjórar: Guðjón Guðmundsson, varaform. stjórnar Byggðastofnunar og. Þórólfur Sveinsson, varaform. stjórnar Lánasjóðs landbúnaðarins. Kl. 13.30 Kl. 13.50 Kl. 14.10 Kl. 14.30 Kl. 15.45 Kl. 16.00 Eftir ráðstefnuna verða léttar veitingar í boði landbúnaðarráðherra. Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Lánasjóði landbúnaðarins í síma 480 6000 eigi síðar en 19. október nk. Ráðstefnugjald er kr. 3.500. Lánasjóður landbúnaðarins, Byggðastofnun, Bændasamtök íslands. Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi að Húsum í Fljótsdai: Hreindýrin liættuleg ungum trjáplöntum Segja má að starf Hákonar Aðalsteinssonar, skógarbónda að Húsum í Fljótsdal, sé fjórfalt. Hann er skógarbóndi, rekur bændagistingu ásarnt konu sinni, Sigrúnu Benediktsdóttur, og er einnig leiðsögumaður hreindýraskyttna á haustin sem og tollvörður við komu Norrænu til Seyðisfjarðar á sumrin. „Skógarbóndi er maður sem lætur einhvern hluta af landi sínu undir skógrækt og hefur það að aðalstarfi að planta skóg, vinna við skógarhögg á vetrum og bíða eftir því að skógur sinn vaxi. Þetta er tímabundin vinna á hverju ári hjá okkur skógarbændum. Varðandi plöntunina var gerður langtíma- samningur við fyrirtæki sem heitir Héraðsskógar upp á ákveðna plöntun á ári. Þeir gera umhverfis- mat þar sem planta á og ráðleggja um hvaða plöntur eru settar niður á hvern stað. Þetta hefur gengið vel og að því að ég best veit er afar gott samkomulag á milli Héraðsskóga og þeirra bænda sem hafa tekið það upp að gerast skógarbændur,“ segir Hákon. Hann segir nokkuð misjafnt hve langan tíma á ári skógar- bændur hafi vinnu við skóg- ræktina, en það sé bæði við vor- og haustplöntun og grisjun. „Við bændur sem búum hér í Fljótsdalnum höfunt forgang að vinnu við grisjun í gömlu bænda- skógunum sem hér eru. Á síðastliðnum vetri höfðum við vinnu við grisjun í eina þrjá mánuði.“ Hreindýrin og skógurinn -Hreindýr Ieita til byggða yfir veturinn, eru þau ekki skemmdar- vargar í skógi? „Meðan plönturnar eru litlar era hreindýrin miklir skemmdar- vargar en eftir að plantan hefur náð vissri hæð, svona fjórum til fimm metrum, þá koma þau ekki nálægt skóginum. Það sem gerist er það að hreindýrin hnoða litlu plöntumar niður og það stendur ekki steinn yfir steini þar sem þau fara yfir plönturnar." -Eru miklar skemmdir á plöntum á Austurlandi vegna þessa ? ,,Það er nú ekki hægt að segja að um miklar skemmdir sé að ræða miðað við þá miklu plöntun sem hér á sér stað. En þær eru ljótar þar sem þær eru.“ Bœndagistingin vaxandi -En þú ert ekki bara skógarbóndi, heldur einnig með bændagistingu'að Húsum, hvemig gengur það yfirleitt hjá bændum eystra? „Auðvitað er það upp og ofan hvemig gengur en yfirleitt má segja að það hafi verið jákvæður stígandi í bændagistingunni hin síðari ár. I sumar hefur gangurinn verið heldur lakari en í fyrra. Það hefur verið verra veður og minna um ferðamenn og bændagistingar- menn era því ekki jafnánægðir nú og undanfarin ár þótt á því séu auðvitað undantekningar." Engin uppgrip fyrir bœndur -Snúum okkur að hreindýra- veiðunum. Þú hefur í mörg ár verið leiðsögumaður hreindýra- veiðimanna. Eru það umtalsverðar tekjur sem bændur eystra hafa af hreindýraveiðunum? „Ekki vil ég segja að það sé umtalsverð búbót en smá arð hafa menn af þessu. Veiðileyfi á hrein- tarf kostar í ár 90 þúsund krónur en á kú 45 þúsund krónur hér á Fljótsdalsheiðinni og austan við hana, sem er dýrasta svæðið. Síðan fer það eftir því hvernig hreindýrin haga sér hvað bændur hafa upp úr þessu. Það er ekki kvóti á hvern bæ heldur fer það eftir því í hvers landi dýrin eru veidd hvað hver hefur upp. Það er skráð í skýrslur í hvaða landi dýrin eru veidd. Sumir fá kannski ekki neitt í ár en aðrir mikið en svo getur þetta hæglega snúist við á næsta ári. í ár hefur veiðin gengið ágætlega. Heildar- kvótinn er rúmlega fjögur hundruð dýr og ég hygg að það fari langt í það að kvótinn náist en veiðum lýkur 15. september. Það fer þó eftir ýmsu hvort menn ná að veiða upp í kvótann. Dýrin eru stygg niður í fjörðunum og það getur verið dimm þoka á Austurlandi, sem tefur eða jafnvel kemur í veg fyrir veiðar í nokkra daga. En yfir- leitt eru menn nálægt því að veiða upp í kvótann." segir Hákon Aðal- steinsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.