Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 8
8 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 2001 Vigur í Isafjarðardjúpi Hér má sjá þá bræður Salvar (t.v.) og Björn en þegar Bbl. kom í Vigur var sá síðarnefndi að rýja þær fáu kindur sem eftir eru í eynni. Kindurnar eru svo fáar að ekki þykir lengur taka því að flytja þær í land. Þess má geta að Björn er búfræðingur frá Hvanneyri en Salvar er húsasmiður. Björn var í verknámi á Lómatjöm í Grýtubakkahreppi - nánar tiltekið hjá Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra og manni hennar Arvid Kro. Þrjú þúsnnd gesfir komu í Vigur í sumar! „Ég hef stundum kallað bú- skapinn okkar sýnishomabúskap", sagði Salvar Baldursson Vigur- bóndi og hló þegar Bændablaðið tók á honum hús í sumar. „Hér hefur ætíð verið hefðbundinn búskapur en síðastliðið haust hættum við með kindumar. En hér eru 12 mjólkandi kýr í fjósi.“ Ekki er slegið slöku við í Vigur á sumrin enda í mörgu að snúast. Eyjaskeggjar lifa jafnt á sjávarfangi, fugla- og eggjatekju, þjónustu við ferðafólk og kúabúskap. Meðan sauðfjár- búskapur var í blóma voru kindumar hafðar í eyjunni á vetuma en á meginlandinu á sumrin. Síðustu árin voru um 120 kindur á fóðrum í Vigur. Sauðfé var flutt á báti, Vigur-Breið, á milli lands og eyjar. Fiskveiðar eru lítt stundaðar af ábúendum. Salvar sagði að þeir fæm á stundum á skak - rétt til að fiska í soðið. „Nú er meiri fiskur en áður og við þurfum ekki að fara eins langt og fyrir 20 árum svo dæmi sé tekið,“ sagði Salvar. Hlunnindi af fugli hafa verið um aldir í Vigur. Æðarvarp er þar meira en víðast hvar á landinu og kríuvarp mikið. Mikið er um lunda og hefur hann verið veiddur þar öldum saman. I röskan áratug hef- ur verið rekin ferðaþjónusta í Vigur og hefur sá þáttur búskapar- ins farið stigvaxandi. Yfirhásumarið eru daglegar bátsferðir þangað - en auk þess koma hópar á öðmm tímum með leiguferðum. Því má skjóta hér inn að báturinn sem kemur reglulega frá Isafirði er ein- hver glæsilegasti farkostur sinnar tegundar sem skrifari hefur þurft að nota. Báturinn er í eigu Sjóferða Hafsteins og Kiddýar á. ísafirði og tekur um 50 farþega. A vetuma em þijár ferðir í viku frá ísafirði í Vigur. Ábúendur reka greiðasölu og pósthús í eynni og árið 2000 komu hvorki fleiri né færri en 2500 ferðamenn í Vigur með áætlunar- ferðum Hafsteins og Kiddýar en Salvar sagði að fólk í leiguferðum skipti einhverjum tugum. I sumar er gert ráð fyrir að rúmlega 3000 manns hafi komið í Vigur. Fólk fer í hópum um eyna undir leiðsögn enda útilokað að leyfa ferðamönnum að hafa sína henti- semi á varptíma svo dæmi sé tekið. Flestir fá sér kafft og meðlæti í Viktoríuhúsi. „Oft kem- ur fyrir að hingað koma 100 til 150 manns á dag og þá getur verið ansi mikið að gera.“ sagði Salvar. Veitingasalurinn í Viktoríuhúsi tekur 40 í sæti. Uppistaðan í búskapnum eru þó hlunnindin og er þar um að ræða bæði fugla- og dúntekju. Undanfarin ár hefur hreinsaður dúnn verið um 50 - 60 kfló og fuglatekjan er um 5.000 til 10.000 lundar á ári. Gera má ráð fyrir að í Vigur séu 3500 til 4000 æðar- kolluhreiður. „Æðarvarpið hefur alltaf verið aðaltekjulindin," sagði Salvar og bætir við að lundaveiðitímann beri upp á sama tíma og hey- skapinn. Meðan sauðfjárbúskapur- inn var og hét í eynni voru vorin oft ansi strembin. Dúnhreinsunin hefst á haustin og má gera ráð fyr- ir að hreinsunin taki sex vikur. „Verðlag á dúni sveiflast oft ansi mikið en við vitum af sveiflunum og tökum þeim með jafnaðargeði. Nú fást um 55 þúsund krónur fyrir fullhreinsað kíló af dúni sem er ásættanlegt verð en ég minnist þess að oft hefur verðið verið mjög lágt.“ Þeir Vigurbændur eru lausir við minkinn en hann er að finna með allri ströndinni. Ekki eru nema tveir kílómetrar í land þannig að líklega er það frekar heppni en hitt að ekki sé mink að finna í Vigur. Verkun á lunda tekur sinn tíma en farið er með fuglinn í kæli- geymslu, síðan er hann hamflettur, Viktoríuhús var árið 1862. Húsið , sem er gult með dökku þaki, var flutt inn frá Noregi. Árið 1992 gerði Þjóðminjasafnið húsið upp og byggðu ábúendur við það gestastofu sem nýtt er til ferðaþjónustu á sumrin. Eðli málsins samkvæmt er mikil saltmengun í Vigur og bárujárn á sér ekki langan líftíma í eynni. Tveir áratugir eru síðan skipt var um járn á íbúðarhúsinu en nú er járnið orðið ónýtt. ___ Vigur er næststærsta eyjan í ísafjarðardjúpi. Hún er fyrir mynni Skötufjarðar og Hest- fjarðar, um 2 km á lengd og tæpir 400 m á breidd. I Vigur er eitt býli en ábúendur eru bræðurnir Salvar og Björn Baldurssynir ásamt eiginkonum sínum, Hugrúnu Magnúsdóttur og Ingunni Ósk Sturludóttir. Björn og Ingunn eiga tvö börn, eins og þriggja ára, en Salvar og Hugrún eiga fjögur börn; 5,13, 18 og 19 ára. Þau tóku við búsforráðum árið 1985, en sú ætt sem nú er í Vigur hefur verið þar frá árinu 1882, er Sr. Sigurður Stefánsson frá Ríp í Hegranesi kom þangað. Sonur Sr. Sigurðar og Þórunnar, Bjarni Sigurðsson, tók við búskap af foreldrum sínum árið 1919 ásamt konu sinni Björgu Björnsdóttur frá Veðramóti í Skagafirði og stóðu þau fyrir búi í Vigur fram til ársins 1953. Þá tóku við búskap í Vigur synir Bjarna og Bjargar, Björn og Baldur Bjarnasynir. Eigin- kona Baldurs er Sigríður Sal- varsdóttir frá Reykjarfirði, og stóðu þau fyrir búi í Vigur fram til ársins 1985, er núverandi ábúendur tóku við. Sigríður er enn í Vigur á sumrin en þeir bræður Björn og Baldur eru látnir. og pakkað í plast. Viðskipta- vinirnir eru einkum einstaklingar á Isafirði og í Reykjavík, sem og verslanir. En þeir Vigurbændur fá oft góða aðstoð við lundaveiðina. Þegar Bbl. var í Vigur mátti sjá þá Jón Stefánsson söngstjóra í Lang- holtskirkju og séra Sigfinn Þor- leifsson sjúkrahúsprest sem koma vestur og leggjast í veiðiskap. Gott ef þeir kalla það ekki að „hreinsa sálina" að drepa lunda.....Líklega má ætla að það sé frelsið og hreina loftið sem hreinsi sál og líkama. Salvar sagði að tæknivæðing í heyskap í Vigur væri ekki komin jafn langt og víða á meginlandinu en þrátt fyrir það hefur gengið vel að heyja í eynni. Þannig er heyið ekki sett í rúllur heldur þurrkað og mokað í hlöðu - og súgþurrkunin sett í gang. Auk þess fer nokkuð í vothey. Túnin í Vigur eru 12 hektarar og sagði Salvar að það tæki um þijár vikur að heyja. Þess má geta að í Súðavíkurhreppi eru aðeins tvær jarðir þar sem ábúend- urnir geta látið sér duga að slá bara heimatúnin. „Við höfum aldrei sótt heyskapinn annað og eftir að kindurnar eru famar þá dugar heyið okkur fyllilega - og vel það.“ Auðvitað er mjólkin flutt með bátnum til ísafjarðar. Henni er dælt í tank sem síðan er fluttur um borð - og nýr tankur kemur í land. Nytin í Vigurkúnum er um 4.400 lítrar á ári en framleiðslurétturinn er rúmir 36 þúsund lítrar. Að- spurður sagði Salvar að ætlunin væri að halda áfram kúabúskap í Vigur en hann nefndi að það gerist æ erfiðara að afsetja nautgripi og gilti það jafnt um gamlar kýr og kálfa. „Við erum ekkert í kjöt- framleiðslu og seljum því alla smákálfa beint enda er fjósið ekki nógu stórt til að ala upp í því kálfa." sagði Salvar og bætti því við að ekki væru uppi hugmyndir um að byggja nýtt fjós eða breyta því gamla sem vabbyggt um 1960. Búið bæri einfaldlega ekki slíka fjárfestingú. Hafsteinn hóaði í liðið og haldið var til Isafjarðar. Vigur- Breiður hvfldi sig á kambinum. Það var farið að kula enda liðið á dag.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.