Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 16.10.2001, Blaðsíða 18
18 BÆNDABLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 2001 Skráning á sœðingum á Netinu - aukin liraði Frá því.í vor hafa frjótæknar getað skráð sæðingarskýrslur beint á Netinu. Skráningin fer í miðlægan gagnagrunn, sem er tengdur heildarskýrsluhaldskerfi nautgriparæktarinnar. Nautastöð BI hefur aðgang að kerfinu til að uppfæra nautaskrá. Notendur ISKYR forritsins fá einnig gögn jafnharðan um sæðingar þegar þeir tengjast miðlara í gegnum Netið. Þrátt fyrir það að nokkrir frjótæknar nýti sér þetta nú þegar vantar mikið upp á að þorri frjótækni bjóði bændum upp á þessa þjónustu. Tölvudeild BI hefur tekist að endurskrifa sæðingarkerfið til að auka vinnsluhraða. Vinnsluhraðinn er nú tífaldur á við fyrri útgáfu sem er geysilegt framfaraspor. Þorberg Þ Þorbergsson, forritari í tölvudeild BÍ, hefur séð um forritun kerfisins. Uppfœrsla af ÍSKÚ I sumar hefur verið unnið að uppfærslu á ISKU forritinu fyrir nautgripabændur. Myndaður var samráðshópur með notendum og héraðsráðunautum fyrr á árinu sem kom sér saman um kröfulista um viðbætur, sem brýnast væri að ráðast í. og hefur verið unnið Tölvumál Jón B. Lorange Bændasamtökum íslands samkvæmt honum. Forritið verður þaulprófað frekar á næstunni áður en það verður sett á Netið til innkeyrslu til notenda. Nýjungar í þessari útgáfu er m.a. spjaldskrá, opnað er fyrir skráningu afurðamælinga oftar í mánuði, nautaskrá o.fl. Maríanna H. Helgadóttir, þjónustufulltrúi á ráðgjafasviði. hefur tekið við þjónustu við notendur að nýju. Netfangið hennar er mhh@bondi.is. Torleif Bratlie, framkvæmdastjóri Landax í Noregi, er væntanlegur til skrafs og ráðagerða síðar í þessum mánuði til að kynna nýja útgáfu af forritinu InfoKu sem kemur út í Noregi á næstunni. ÍSKYR forritið er byggt á þessu norska forriti, eins og kunnugt er. Torleif hefur einnig hug á að heimsækja kúabændur sem nota ISKU forritið. Styttist í nýja átgáfu af jarðrœktarforritinu NPK Fyrir áramót kemur út ný útgáfa af NPK forritinu eins og greint var frá í tölvumálum fyrr á árinu. Umfangsmiklar viðbætur og lagfæringar hafa verið gerðar á forritinu til að koma til móts við notendur. Tvær útgáfur koma af forritinu. Annars vegar almenna útgáfan sem er opin til að vinna með áburð frá öllum áburðarsölu- fyrirtækjum. Hins vegar útgáfa fyrir Áburðarverksmiðjuna hf., sem allir kaupendur áburðar frá fyrirtækinu fá í boði hennar, samkvæmt samningi milli Bændasamtakanna og Áburðarverksmiðjunnar hf. Allir núverandi notendur þeirrar útgáfu fá fría uppfærslu í boði verksmiðjunnar. Verð fyrir almennu útgáfuna er kr. 9.500 og uppfærsluverð er kr. 6.700. www.bondi.is Al mjdlkurkvúta Bakkakoti í október á nýrri öld Góðan daginn bændur góðir og látið fara vel urn ykkur. Eg undirritaður var svo hissa á uppgjörinu á ágústmjólkinni sem var að sjálfsögðu umfram greiðslu- mark, að ég get ekki annað en látið það í ljós, svo ánægður er ég. Ekki ætti það að verða verra á næsta ári, þar sem C-greiðslur bætast þá við. Það er svo gaman að framleiða góða vöru á góðu verði, að því verður varla lýst með orðum. Við íslenskir bændur hljótum að geta framleitt á þessu verði, þar sem vorbændur á Nýja-Sjálandi framleiða lítrann á átta krónur og verða feitir af. Eg ætla sko ekki að kaupa kvóta af ykkur hinum á því verði sem hefur viðgengist. Nóg er nú fjárstreymið samt út úr grein- inni, þó það vegi ekki þungt. Ef fleiri nryndu neita að kaupa kvóta á þessu verði myndi það vega þungt. Margt smátt gerir eitt stórt. Sá sem er trúr yfir litlu verður settur yfir meira. Hvernig væri að Bændasamtökin, svo ég tali nú ekki um Landssamband kúabænda gerðu úttekt? Könnun meðal mjólkurframleiðenda um framtíð- aráform hvers og eins þeirra. I Bóndi hefur orðið fyrsta lagi hversu mikið þeir ætla sér að framleiða, í öðru lagi fyrir hvaða verð, og í þriðja lagi til hvað langs tíma. Ef til vill er þetta allt á hreinu ellegar óframkvæmanlegt. Ef rétt er á haldið erum við mjólkurframleiðendur með pálm- ann í höndunum. Eins dauði er annars brauð, svo hefur það verið, svo er það og verður, hvort sem okkur líkar betur eða verr, burtséð frá þeim fjármunum sem tengjast framleiðslurétti. Svona er þetta einfalt. Ykkur finnst kannski að ég taki stórt upp í mig, en það þarf klof til að ríða röftum. Eins og við vitum var okkur í upphafi úthlutað kvóta til framleiðslustýringar gegn ríkis- greiðslum og höfum við notið þeirra, en ekki til að braska kaup- um og sölum. Þess vegna finnst mér við vera á villigötum að geta haldið þessu sem verðmætum meðan volgt er í okkur hlandið. Það er einfaldlega erfiðara að bakka út úr þessum viðskiptum eftir því sem það er dregið lengur. Sá hlær best sem síðasl hlær. Starfsbræður okkar erlendis hlæja að okkur og ég lái þeim það ekki. Það var þýskur vinnumaður hjá mér síðastliðinn vetur. indæli- smaður, húsbóndahollur og þótti vænt um krónurnar sínar og fylgd- ist vel með gengi krónunnar. Hann hlustaði þegar var verið að tala um kvótaverð, þar til að hann sagði upp úr þurru, "ekki kaupa kvóta." Danskur maður sagði við mig. "Islendingar eru vitlausir, þeir samnýta ekki tæki, er von að gangi vel fjárhagslega?". Eins og komið er getum við nýaldarbúar keypt kú fyrir 100 þúsund, byggt yfir hana fyrir 500 þúsund en síðan ekki selt úr henni löggina með fullri reisn nema eiga eitthvað sem við köllum framleiðslurétt fyrir eina milljón. Fyrr má nú rota en dauðrota. Get- um við bændur boðið unga fólkinu, þar á meðal börnunum okkar, að taka við þessari "asskot- ans" vitleysu, fyrirgefið þið orð- bragðið. Langafi minn Markús blótaði aldrei, sagði Sigurbjörn biskup mér. Það hefur svo sem enginn bent á það hvernig á að hafa stjórn á mjólkurframleiðslu- nni svo vel fari. Þið hafið bara keypt og keypt framleiðslurétt og vissulega gert góð kaup til ald- amóta, en ekki þurft að bera neina ábyrgð, þó þið hafið ekki framleitt upp í réttinn, en hvenær falla hlutabréfin? Ætli við kæmumst ekki langt með að hafa stjórn á framleiðslunni ef við létum gæðin og nægjusemina vera í fyrirrúmi með því kerfi sem er. Sjálfsagt eru engin endamörk hvað mjólkurframleiðendur verða margir/fáir, en hvað getum við keppst lengi á þeim nótum að kaupa hver annan upp. Eftir því sem þið eruð færri (ég veit ekki hvort ég verð með) ætti að vera auðveldara að miðla ríkisstuðningi án fjárútláta og kvótakaupa. Guðiti Runólfsson Bakkakoti 1, Meðallandi AFBRIGflAVAL I GÚRKUNI2002 Annada = '24-50 RZ' (Rijk Zwaan) Nýtt afbrigði sem er mikið ræktað í Hollandi og víðar erlend- is. Armada virðist frjósamara held- ur en rnörg önnur afbrigði, sem sést m.a. á hægari sprotamyndun. Þar af leiðandi gæti komið sterk- lega til álita að halda 1°C hærri hita á Armada en öðrum af- brigðum. Blómin eru smágerð, en ekki er ráðlegt að lækka hitann í þeim tilgangi að fá stærri blóm, í stað stærri blóma fást fleiri blóm. Plönturnar halda góðum vexti. jafnvel í dimmviðri. Jessica (Rijk Zwaan) Hefur verið og er mikið ræktað þegar skipt er um plöntur að sumri. Ræktun afbrigðisins hefur dregist talsvert saman í Hollandi á síðustu árum. Vöxtur plantnanna getur verið gróskumikill og þéttur sem taka verður tillit til við ræktunina með jöfnum og góðum tilskurði. Vöxtur plantnanna er tiltölulega hægur. Eins og við ræktun annarra hægvaxta afbrigða þarf að gæta þess að láta ekki of mörg stofnald- in vaxa fram, t.d. efst á stönglunum. Of mörg stofnaldin bitna á aldin- gæðunum (t.d. léttari aldin) og vöxtur plantnanna raskast, m.a. bitnar það á þroska sprotanna. Slíkt gerir umskiptin yfir í sprota- aldin erfið og þar með verða sprotaaldinin full löng og hætta á gulskellóttum blöðum eykst. Við útplöntun að sumri mætti t.d. miða við fyrsta stofnaldinið úr 6.-7. blaðöxl og síðan úr annarrri hverri blaðöxl. Samkvæmt reynslu hol- lenskra ræktenda eru plönturnar sterkar gegn toppsviðnun (þ.e. að plönturnar missa toppinn þegar þær eru u.þ.b. að ná upp í víra) við útplöntun í björtu og góðu veðri að sumri. Svo virðist sem hár nætur- hiti að sumri valdi veiklulegum aldinvísum sem detta auðveldlega af plöntunum. Plönturnar mynda sjaldan fleiri en einn aldinvísi pr. blaðöxl, sem dregur mikið úr vinnuþörfinni. Gafst ekki nógu vel í norskum tilraunum með vetrarræktun, en hins vegar hafa Finnar ræktað Jessica að vetri með góðum árangri, sem og nokkrir norskir ræktendur. Korinda (Nunhems) Korinda líkist Jessica hvað varðar fjölda stofnaldina og vinnuþörf. Vöxturinn erekki alveg jafn beinvaxinn og hjá Jessica og toppurinn er oft kröftugri, nokkuð sem ýmsir ræktendur telja kost. Plönturnar eru ívið seinni en Jessica að gefa uppskem, en heildar- uppskeran er góð bæði í stuttri og langri ræktun. Nicola (Nunhems) Ef fyrsta stofnaldinið er látið koma of ofarlega er hætt við að grænvöxtur plantnanna verði of mikill. Samkvæmt reynslu Hol- lendinga batna aldingæðin eftir því sem líður á ræktunina. Plöntumar mynda tiltölulega kröftuga sprota. Afbrigðið hefur gefist all vel í vorræktun í Hollandi, þó getur ald- inlögunin orðið frekar slök ef plantað er mjög snemma út og ald- inliturinn frekar ljós að sögn hol- lenskra bænda. Annars segja þeir aldingæði, endingu og aldinlit betri en hjá Ventura. Pyralis (Enzxi Zaden) Vel þekkt afbrigði sem hefur gefist vel víða erlendis. Vöxtur plantnanna er tiltölulega kröftugur. Gæta þarf þess að ofhlaða ekki plönturnar með stofnaldinum, því slíkt bitnar á aldingæðunum og vexti sprotanna, sem veldur m.a. of langri lægð í uppskeruna á milli stofn- og sprotaaldinna. rétt eins og getið var um með Jessica. Til að plönturnar framleiði jafnt og haldi vel út er mikilsvert að lækka hitann í byrjun nætur að sögn fræfyrirtækisins. Þegar sprot- avöxturinn erkominn af stað mætti fara með hitann niður í 18°C og 16-17°C í apríl. Samkvæmt Garðyrkja Garðar R. Árnason Bændasamtökum íslands reynslu hollenskra garðyrkju- bænda er helsta vandamálið með Pyralis að plöntutoppunum hættir til að sviðna í burtu við útplöntun að sumri í miklu bjartviðri. Hefur einkum verið notað í janúarútplöntun í Hollandi. Pyralis var með í norskum til- raunum með vetrarræktun og gafst vel, en þó hætti aldinunum til að verða nokkuð grönn og mjó þegar um langa ræktun var að ræða (lengri en 10 vikur). Plönturnar voru kröftugar í vextinum og fljótar til að gefa uppskeru. Ventura (Rijk Zwaan) Afbrigðið hefur verið og er enn mjög mikið ræktað bæði hér á landi og víða erlendis, hefðbund- inni ræktun sem og í vetrarræktun. Hentar bæði fyrir ræktun samkvæmt regnhlífaraðferðinni og til niðurlagningar. Samkvæmt reynslu Hollendinga er Ventura eitt besta afbrigðið til að skila af sér góðri uppskeru og góðri aldin- lögun í lélegri birtu. Einn megin- galli afbrigðisins eru full ljós aldin, en hins vegar bitnar þessi ljósi aldinlitur lítið á geymsluþoli aldinanna. Vöxtur plantnanna er gróskumikill og hraður og því mikilvægt að halda plöntunum stöðugt í góðu jafnvægi með jöfnurn og góðum tilskurði. Ventura hefur verið með í norskum tilraunum með vetrar- ræktun og gefíst vel. Fyrir vetrar- ræktun mætti liturinn þó vera dekkri, en eigi að síður má mæla með afbrigðinu í slíka ræktun. Þegar velja skal ákveðið afbrigði til ræktunar er oft úr vöndu að ráða því taka þarf tillit til margvíslegra þátta og framboðið af af- brigðum er mikið og stöðugt bætast ný við. Leggja ber mikla áherslu á aldingæðin við val gúrkuafbrigðis og þá ekki síst á geymslueiginleika aldinanna, auk lögunar og litar. Að mörgu leyti er tiltölulega lítill munur á mikilvægustu gúrku- afbrigðunum í dag. Segja má að í raun sé oft meiri munur á milli einstakra gróðurhúsa og ræktenda heldur en á milli afbrigðanna. Þetta skýrir m.a. þá staðreynd, sem vert er að hafa í huga, að einstök afbrigði hafa reynst misjafnlega eftir garðyrkjustöðvum. Að mínu mati ætti Ventura að vera áfram meginafbrigðið. Af öðrum afbrigðum tel ég Armada, Jessica, Korinda, Nicola og Pyra Iis áhugaverð. ÖIl eru þau uppskerumikil og gefa af sér góð aldin.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.