Bændablaðið - 16.09.2003, Síða 13

Bændablaðið - 16.09.2003, Síða 13
H- ~v < i i 12 Bændablaðið Þríójudagur 16. september 2003 Þríðjudagur 16. september 2003 Bændablaðið 13 Lambakjfi! írá SS vcpfiun í 60 verslunum í DanmdPku í haust Athyglisvert samstarf um sölu á lambakjöti í Danmörku hefur tekist með Sláturfélagi Suðurlands, Áformi, átaksverkefni og Flugleiðum. Fljótt á litið mætti ætla að Flugleiðir ættu fátt sameiginlegt með íslenskum sauðfjárbændum en þegar að grannt er skoðað er annað upp á teningnum. Áform hefur starfað um hríð að markaðsmálum í Bandaríkjunum og komið lambakjöti á ffamfæri - og þar hafa Flugleiðir einnig átt hlut að máli - en lambakjötið sem selt er í Bandaríkjunum kemur frá Norðlenska á Húsavík. Áform hefur lagt áherslu á að sala lambakjöts ytra sé mun meira en einfold afgreiðsla á kjöti yfir búðarborð eða uppröðun í kæliborði. Ekki sé hægt að nefna íslenskt lambakjöt í útlöndum án þess að segja ffá landi og þjóð. Þannig sé hægt að vekja áhuga sem á stundum geti leitt til íslandsferðar og enn meiri lambakjötsneyslu. t Bandaríkjunum hefur verslunum sem selja íslenskt lambakjöt Ijölgað úr átta í 90 á fimm árum og áætlun fyrir árið 2004 gerir ráð fyrir enn fleiri verslunum. Baldvin Jónsson ffamkvæmdastjóri,segir að þar hafi verið tekin sú ákvörðun að herja beint á stjómendur verslana, slátrara og yfirmenn í kjötborðum - en síðast en ekki síst að gefa viðskiptavinum í búðunum að smakka. Á stundum hefúr gengið erfiðlega að fá fólk til þess að stinga upp í sig bita þar sem reynsla margra af lambakjöti sé að af því megi finna "ullarbragð" en 70 - 80% þeirra sem fást til að bragða íslenska kjötið kaupa það. I vetur verða 720 kynningar í bandarískum matvörumörkuðum, sem heita Whole Foods Markets, og gert er ráð fyrir að í vetur bragði 180 þúsund manns íslenskt lambakjöt í fyrsta skipti. Miklar og dýrar auglýsingaherferðir hafa ekki komið til álita vegna kostnaðar. Gert er ráð fyrir að kostnaður við kynningar í hverri verslun í vetur sé að jafnaði 40 þúsund krónur á mánuði meðan á kynningum stendur. Nokkrir Ánægður Dani með islenskt lambakjöt. bandarískir stjómendur matvöruverslana hafa komið til íslands á vegum Áforms; farið í göngur og réttir og kynnst bændum - landi og þjóð. Bandaríkjamenn líta á íslenskt lambakjöt sem árstíðabundna vöru og Baldvin segir að það skipti verulegu máli að lengja sölutímabilið - helst ffá því í ágúst og fram til áramóta. Reynsla Áforms af viðskiptum í Bandaríkjunum kemur sér vel á ýmsan hátt þegar Danmörk er annars vegar. Á þeim tíma lfá því að sala í Bandaríkjunum hófst hafa átt sér stað ýmiss konar mistök, sem sum má rekja til vankunnáttu og kæruleysis heima fyrir en önnur til innflutningsyfirvalda í Bandaríkjunum, sem virðast reyna að koma veg fyrir innflutning matvæla til landsins. Enginn verður óbarinn biskup og nú hafa kjötútflytjendur til Bandaríkjanna öðlast svo mikla reynslu að á síðasta ári kom engin kvörtun sem rekja má til mistaka íslendinga. Betri pökkunartækni ruddi sér til rúms sem skiptir máli í þessu sambandi. "Það tekur langan tíma að byggja upp markað og traust en ótrúlega stuttan tíma að rústa löngu markaðsstarfi. Við stefndum að því að selja íslenskar landbúnaðarafúrðir sem náttúrulega ffamleidd lúxus-matvæli. Til þess að svo megi takast verða menn að hafa óbilandi trú á hráefninu, tryggja stöðugleika í ffamleiðslunni, finna kaupendur sem eru reiðubúnir til að greiða sanngjamt verð og hefja síðan markaðssetninguna hægt og bítandi - og sýna þolinmæði,"sagði Baldvin sem bendir á að Nýsjálendingar selji 900 þúsund tonn af Iambakjöti til Evrópu, Bandarikjanna og Asíu og að nýsjálenskir framleiðendur starfi mikið saman til að halda mörkuðum. Um síðustu áramót hófst umræða um það hvort ekki mætti nota sömu vinnubrögð á dönskum matvörumarkaði, en Sláturfélag Suðurlands rekur kjötvinnslu á Jótlandi og er með danska sölumenn í vinnu. SS og Áform tóku höndum saman og nú er gert ráð fyrir að íslenskt lambakjöt verði að fínna í 60 dönskum búðum í haust og vonandi fleiri haustið 2004. Gerður var bæklingur um landið og lambakjötið og danskir neytendur geta nú tekið þátt í spumingaleik um landið. Samningur var gerður við verslanakeðjumar Kwikly, ISO og Irma sem vilja fyrst og fremst fá kjötið ferskt. Sendiráð íslands í Bandaríkjunum og Danmörku hafa reynst mönnum vel í baráttunni og má nefna sem dæmi að Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Danmörku, og Eysteinn Jónsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra, fyrir hönd Guðna Ágústssonar, buðu tugum yfirmmanna kjötdeilda í veislu á heimili sendiherrahjónanna á dögunum. Þar fengu menn að smakka lambakjöt sem Siggi Hall og danski sjónvarpskokkurinn Nikolai Kirk grilluðu en íslenskir tónlistarmenn sáu um að skemmta gestum. Daginn eftir var sams konar boð fyrir blaðamenn og fólk sem starfar að ferðaþjónustumálum í Danmörku. Fullyrða má að fyrra kvöldið hafi íslenskur landbúnaður eignast rúmlega 70 dugmikla fulltrúa; svo hrifnir voru Danimar af gestrisni sendiherrans og landbúnaðarráðherra og auðvitað vörunni sem kynnt var. Segja má að íslendingar hafi uppskorið strax því ekki skorti ábendingar um það hvemig varan ætti að líta út og hvemig bæri að merkja hana svo dæmi séu nefnd. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði að strax yrði bmgðist við sumum ábendingum Dananna. I DanmðPku stækkar sá hápur sem er tilbúinn til greifia tyrir gæfii "Ég ræddi við nokkra kjötiðnaðarmenn og slátrara sem sátu veisluna í sendiherra- bústaðnum. Sumir þeirra höfðu ekki smakkað lambakjötið og bragðgæði þess komu þeim á óvart," sagði Ari Teitsson, for- maður Bændasamtaka íslands, sem fór utan til að fylgjast með hvernig staðið væri að kynningunni. "Sumir þessara manna nefndu að "ullarbragð" af lambakjöti hefði komið í veg fyrir að þeir borðuðu það. Þetta bragð virðist há sölu lambakjöts - og það er því mikilvægt að Is- lendingar leggi áherslu á sérstöðu íslenska kjötsins hvað þetta varðar." Ari sagði að það hefði vakið athygli sína að Danir markaðssetja eigið lambakjöt undir merkinu "Freelamb" sem heimamenn skilja vart á annan veg en þann að kindumar gangi ffjálsar um í náttúrunni. Nú biði íslenskra markaðsmanna að sjá til þess að samsvarandi merkingar yrðu settar á íslenskar afurðir. Þá þyrfti líka að skoða hvort hægt væri að auka og bæta merkingar í verslununum. "Við gætum lagt áherslu á að okkar lamb er í raun og vem villi- bráð. Þetta þýðir að við verðum að kynna þær aðstæður sem lambið býr við," sagði Ari og minntist þess að hann hafði séð í danskri verslun hjartarkjöt á helmingi hærra verði en íslenskt lambakjöt. "í Danmörku stækkar sá hópur sem er tilbúinn að greiða fyrir gæði. Þetta þurfúm við að nýta okkur." Ari sagði að lokum að Danir litu á lambakjötið sem árstíða- bundna, ferska vöm. "Þegar verið er að reyna að opna markað eins og þennan mega menn ekki selja hingað ffosið kjöt á lágu verði. Eg sá í einni verslun ffosin, íslensk dilkalæri sem vom á mun lægra verði en kjöt ffá Nýja Sjálandi. Vissulega þurfa íslensk afúrða- sölufyrirtæki að selja kjöt til út- landa en útsala af þessu tagi getur komið í veg fyrir að um síðir náist viðunandi verð fyrir kjötið." Stefan Weber stýrir ISO matvöruversluninni í Charlottenlund. Hann lagöi mikla áherslu á aö fólk fengi aö smakka íslenskt lambakjöt. Það væri í raun eina leiðin til að sannfæra neytendur um að til væri lambakjöt sem bragðaðist ailt öðru visi og væri betra en nýsjálenskt og danskt lambakjöt. Verð á íslensku lambakjöti væri ekki vandamál. F.v. Þorsteinn Pálsson og systurnar Dísella, Ingibjörg og Þórunn Lárusardætur sem sungu og spiluðu eins og englar fyrir Danina þegar þeir sóttu Þorstein Pálsson heim. Þá kemur Halldór Harðarson hjá Flugleiðum og þrír danskir kjötiðnaðarmenn sem unnu ferö til íslands, Brian Jensen, Irma Roskilde, Lars Larsson, ISO Lyngby. Michael Larsen, ISO Vesterbro * Hér má sjá hóp danskra kjötiðnaðarmanna og stjórnenda verslana ásamt nokkrum islendingum fyrir utan heimili Þorsteins Pálssonar sendiherra. Það skiptir máli aö hafa samskipti við þá menn sem standa innan við kjötborðið og eru í beinum tengslum við neytendur. Alhyglisvert samstarf um sfilu á lamhakjötj í Danmörku hefur tekist með Sláturfélagi Sufiurfands, Áíurmi, átaksverkefni ug Flugleifium Skilaverö SS til bænda hefur veriö breytilegt eftir innleggsvikum. Þaö var áriö 2002 frá 220 niður í 170 kr/kg en á þessu ári frá 220 niður í 150 kr/kg þar sem lægsta veröiö er greitt í heföbundinni sláturtíö. Sláturfélag Suöurlands hefur flutt út 100 til 200 tonn á ári undanfarin ár. Gert er ráö fyrir aö í ár fari 70 til 90 tonn á Danmerkurmarkaöinn. Athygli vekur aö íslenska kjötiö er selt á svipuðu veröi og nýtt danskt og þýskt lambakjöt sem gjarnan er kallað lífrænt þó svo féö lifi á rækuöu landi. Fallþungi danskra lamba er allt aö 26 til 28 kg. Kjötiö þykir fremur gróft og yfirleitt viröast skrokkarnir feitir - sem danskir kjötiönaöarmenn telja afar óæskilegt. í samanburöi við ferskt nýsjálenskt kjöt þá er íslenska kjötiö rauðara og fitan hvítari enda hefur nýsjálenska kjötiö þurft aö þola mun lengri flutning. Þessir tveir menn, Jacob Nilsen sölustjóri og Jacy Lind slátrari ráða ríkjum í ISO versluninni i Hellerup, en þar eru seld rösk 100 kg af íslensku lambakjöti á viku og salan eykst jafnt og þétt. Þeir félagar fullyrða að engin önnur ISO verslun geti státaö af jafn mikilli sölu. Til samanburðar má geta þess að í fyrra seldi þessi sama verslun um 50 kg á viku. "Nú er svo komið", sagði Jacob, "aö viðskiptavinirnir kvarta ef islenska lambakjötið er ekki til. Ég vona að við getum verið með lambakjöt fram að jólum." Það vakti sérstaka athygli hvað þessi verslun gaf íslenska lambakjötinu mikið pláss í kæliborði. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands Okkar bífiur mikil vinna við að kynua Dðnum íslenskt lamkakjðt Sláturfélag Suðurlands hóf að vinna skipulega á dönskum markaði árið 1996, en í tengslum við fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar til útlanda fékk Útflutningsráð nokkur íslensk fyrirtæki til að vera með íslenska daga í verslunum Super Brugsen. Forsvarsmenn SS ákváðu að halda áffam starfi á danskri grund og bjóða viðskiptavinum sínum marinerað kjöt þann tíma ársins sem ferskt lambakjöt var ekki fáanlegt. Árlega hefúr SS selt 150 til 200 tonn á ári af lambakjöti til Danmerkur. "Til þess að stýra gæðunum og ffamleiðslu á markaðnum ákváðum við að fara út í eigin rekstur í byijun árs 2001 og keyptum vinnsluhúsnæði á Jótlandi," sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, í samtali við blaðið. "Ég er sannfærður um að þetta átak sem nú er hafið muni skila árangri. Við gerum okkur vonir um 30-40% aukningu í sölu á fersku lambi á þessari vertíð." Reynslan af rekstrinum á Jótlandi heíúr sýnt að ekki er grundvöllur fyrir ffamleiðslu á Jótlandi og verður dregið úr henni á næstu mánuðum en þess í stað öll áhersla lögð á sölu- og markaðsmál. Allt ffam til haustsins 2002 var ferska kjötið flutt utan með flugi en nú er það flutt utan í gámum. Breytt vinnulag og pökkun á kjöti gerir það nú að verkum að skipaflutningar eru mun fysilegri en fyrr. "Við leituðum eftir stuðningi Áforms við að rækta markaðinn hér enn ffekar," sagði Steinþór, "og gott samstarf tókst með okkur, Áformi og Flugleiðum. Áhersla er lögð á uppruna lambsins og að hvaða leyti það sé sérstakt. Hér er neysla á lambakjöti mjög lítil, en Danir borða rösk 70 kg af svínakjöti á ári á mann en innan við eitt kg af lambakjöti. Margir virðast neikvæðir í garð lambakjötsins. Ástæðan er sú að fólk hefur ffam til þessa fengið lambakjöt með "ullarbragði" - kjöt sem að mínu mati er ffekar í ætt við ærkjöt. Okkar bíður mikil vinna við að kynna Dönum íslenskt lambakjöt, en við metum það svo að átakið sem nú er að fara í gang lofi mjög góðu enda erum við nú að fá aðgang að lykilmönnum í kjötdeildum fjölmargra stórverslana. Þessir menn geta haft mikil áhrif á val viðskiptavina." Steinþór (t.h) ásamt Claus Kranker sem er framkvæmdastjóri Guldfoss A/S í Danmörku. Á myndinni fyrir neðan eru þeir Siggi Hall, matreiðslu- meistari, og danski sjónvarpskokkurinn Nikolaj.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.