Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 12

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 12
Um baráttu sína segir hún: „Hugsunin um frelsunina var sívakandi í sálu minni, en ekki eins áköf og áður, þá var komið eins konar jafnvægi á tilfinningar mínar, eftir hina miklu baráttu, sem ég hafði háð árið áður.“ Hún komst til Þrándheims og starfaði þar í nokkra daga. Þaðan fór hún til Ytteröen, það er eyja í Þrándheimsfirð- inum, þar var líka Hvítabandsfélag. Þá voru kraftarnir þrotnir. Hún varð veik og sveif milh heims og helju langan tíma. I þessum miklu og erfiðu veikindum finnur hún loks sál sinni frið. I trúnni á dauða Krists á krossinum og að syndir mannanna þvoist burt með hans blóði. Hún skrifar: ,,Þá var eins og hvíslað væri í sál minni: ,Blóð Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd.‘ Og þá var eins og tvær uppsprettur kæmu upp í sál minni. Ur annarri streymdu syndir, •— óþrjótandi syndir, en úr hinni streymdi blóð Jesú og bar þær burtu. ,Af allri synd‘ stendur skrifað, — þá vai- engin eftir. — ,Af allri synd!‘ O, margblessaða orð! Þá birtist mér, í hverju frelsun var fólgin, þá sýndi Guð mér sjálfur, hvað frelsun var. Jesús hafði látið líf sitt fyrir mínar syndir og afmáð þær. Eg „sá það Guðs lamb‘, og við þá sjón endurfæddist ég til lífsins í Jesú Kristi.“ Frásögn Olafíu um þjáningar sínar og hina fullkomnu trúarvissu er ein falleg- asta frásögn um trúarjátningu, sem ég hef lesið. — Mér er hún heilög — og ég veit að svo mun hún mörgum vera, sem lesið hafa ævisögu Olafíu eða þekkt hana sjálfa. Norðmenn reyndust Olafíu vel í veik- indum hennar. Svo vel, að við, sem elsk- uðum Olafíu, getum aldrei þakkað þeim það eins og við hefðum óskað. En Norðmenn fengu líka að njóta starfs henniar í 17 ár. Þeir skildu, hví- líkur máttur fylgdi starfi hennar, hvar sem hún kom. í bindindisstarfsemi sinni hafði hún kynnzt hörmungum vínnautn- arinnar og þekkti hennar böl. — Þegar heilsa hennar var það góð, að hún treysti sér til að starfa, þá ákvað hún að helga starf sitt líknarstarfsemi — reyna að hjálpa stúlkum, sem hefðu orðið spillingu að bráð. — Þessu starfi lýsir hún í bók sinni „De ulykkeligste". En mn leið og hún starfaði að þessu og átti heimili í fátækrahverfum Osló- borgar, var hún einnig útvörður Islands. Stofurnar sínar bjó hún íslenzkum bún- ingi, og það var eins og að koma heim til hennar hér heima, að koma til hennar þar. Hún var athvarf margra Islendinga, sem voru við nám í Oslo, og stundum á jólum og endranær söfnuðust þeir saman á litla heimilinu hennar systur Olafíu. Veturinn 1907 átti ég heima í Oslo. Þegar ég kom heim einn dag, var mér sagt, að kona á íslenzkum búningi hefði komið og spurt eftir mér. Nú sæti hún inni hjá mér. Þetta var Ólafía. Hún átti þá heima á Aasgardsstrand. Ég hafði þá ekki séð hana í mörg ár. Hvernig hún vissi um bústað minn var mér hulið. En nú var hún þarna hjá mér, og enn átti hún blíðu augun og hýra brosið, sem mér þótti svo vænt um. Við skemmtum okk- ur saman þetta kvöld, hún sagði mér svo margt skemmtilegt. Ekki leiddist mér að hlusta á hana, og ekki leiddist henni heldur, að hafa fundið mig þarna aftur. Þegar hún kom til borgarinnar þennan vetur, kom hún oftast til mín. Fyrir mig voru það alltaf hátíðisdagar, þegar ég fékk að vera með henni. Einu sinni um veturinn gaf hún mér gullbaug, sem fóstra hennar hafði átt og borið. Hann var mér of lítill, og okkur kom saman um, að ég mætti senda móður minni hann. Hún brúkaði svo þennan litla baug á litlafingri, rneðan hún lifði. Sumarið 1920 var hún það frísk, að 1 0 HVÍTABANDIÐ

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.