Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Page 17

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Page 17
málum, eftir því sem við varð komið. Sýndu þá margar konur í félaginu óvenju dugnað og þrek, því að þá voru erfiðir tímar og margir, sem trúðu ekki á mál- efnið. Margt var lagt til málanna og ein uppástunga kom um að byggja heimilið inn við Laugarnar og kalla það Baðstað íslands, en það var áður en farið var að nota jarðhita að nokkru ráði. Fjár var aflað með ýmsu móti og oft og tíðum með mjög miklu erfiði og ósér- plægni, eins og t. d. greiðasölunni á Þing- völlum 1930, sem lýst er hér í ritinu á öðrum stað. Þó var það hér, eins og oft vill verða, að aðalstörfin lentu ekki á fjöldanum, heldur fáum konum í félag- inu. Árið 1932 var svo byrjað að byggja, en af ýmsum ástæðum, einkum í sam- bandi við lántökur, þótti betra að breyta fyrirkomulaginu og láta það vera sjúkra- hús, sem stæði á eignarlóð. Uppkomið kostaði húsið, með öllum áhöldum og innbúi, miklu meira en nam eignum fé- lagsins, en með sérstökum dugnaði þá- verandi formanns og með aðstoð góðra manna tókst að koma þessu klakklaust yfir byrjunarörðugleikana, og má í þessu sambandi minnast Haraldar Árnasonar stórkaupmanns, og er óhætt að segja, að án hans ágætu aðstoðar hefði það ekki tekizt. Nú hefur sjúkrahúsið starfað í 11 ár og orðið vinsælt mjög, þó að margt megi að upphaflegu fyrirkomulagi þess finna. Vinsældir sínar hefur sjúkrahúsið eink- um hlotið sökum þess, að til starfa þar hefur valizt ágætt fólk og er þá fyrst að nefna yfirlækninn, Kristin Bjömsson, sem er hvorttveggja í senn, afbragðs læknir og drengur hinn bezti. Þá má einnig nefna yfirhjúkrunarkonuna, frk. Elísabet Guðjohnsen, sem er með af- brigðum vinsæl, og annað hjúkrunarlið, eldhúsráðskonuna og síðast en ekki sízt Bjarnfríður Einnrsdóttir frk. Guðlaugu Bergsdóttur, sem séð hefur um rekstur sjúkrahússins þessi árin með ágætum og hefur þessu fólki í samein- ingu tekizt að gera sjúkrahúsið einna lík- ast góðu heimili. Rekstrarhalli hefur orðið á starfsem- inni seinni árin og mun svo vera um flest sjúkrahús landsins. Hefur því bærinn orðið að hlaupa undir bagga með félag- inu og greitt hallann, enda þótt félagið léti allt, er það aflaði, til stofnunarinnar. Fannst því mörgum félagskonum eðliiegra að bærinn ræki sjúkrahúsið, þar sem það var félaginu ofurefli. Varð það úr, að ákveðið var að gefa bænum sjúkrahúsið, með öllu innbúi og áhöldum, gegn því, að hann tæki að sér áhvílandi skuldir, er námu ca. 140 þúsund kr. Var húsið af- hent bænum til eignar um nýjár 1943. Ekki er hægt að segja að mikil viður- kenning fyrir gjöfinni hafi fram komið af bæjarins hálfu og finnst mörgum félags- konum hún vanmetin. Óhætt mun þó að fullyrða, að hefði félagið hætt sjúkrahússrekstri og selt HVÍTABANDIÐ 1 5

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.