Afmælisblað Hvítabandsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Qupperneq 24

Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Qupperneq 24
Gömul Hv'itabandshjma: Endurminningar Hvítabandið er félag, sem ekki lætur mikið yfir sér. Þó hefur þetta félag starfað hér í bænum i 50 ár. Þann 22. febrúar var hátíðlegur hald- inn 50 ára afmælisdagur félagsins. For- maður Hvítabandsins, elskuleg stúlka, minntist í fáum orðum á starf félagsins, en eins og hún sjálf er yfirlætislaus, svo var og ræða hennar, og vegna þess að mér þótti hún ekki telja nógu vel upp það, sem félag þetta hefui- vel gert, get ég ekki stiflt mig um að bæta nokkru við um félagið. Ég gekk í félagið á árunum 1906—1907, þá 15 ára að aldri. A æskuárunum er maður áhrifagjarn. Þau áhrif, sem ég varð fyrir, þegar ég fór að kynnast fé- laginu og starfa þar sjálf, hafa verið mér drjúgt veganesti í lífsbaráttu minni, það finn ég bezt nú, þegar ég lít yfir farinn veg á rúmum 50 árum. Fyrstu árin, sem ég var í félaginu, var starfið aðallega í því fólgið, að sauma föt úr nýju efni og gera upp úr gömlum föt- um, gefa þetta svo bágstöddum heimil- um, sem þá voru fleiri en nú. Stundum tóku nokkrar konur að sér eitt heimili, ef húsmóðirin xar veik eða aðrar ástæð- ur fyrir hendi, þvoðu þá þvottinn og bættu þangað til allt var komið í lag' á heimilinu. Getur hver og' einn sagt sér sjálfur að þetta var mikið starf, t. d. á heimili þar sem voru 6—8 börn, en þakklæti móðurinnar var meira en nóg borgun fyrir allt erfiðið. Frá þessum árum á ég' mínar kærustu endurminningar. Mér verða ógleyman- legar þær Ingveldur Guðmundsdóttir og dætur hennar, Jakobína Jakobsdóttir og hennar dætur, Jóhanna Gestsdóttir, Lilja kona Benedikts gullsmiðs og dætur hennar, Steinunn á Akri og' Kati'ín Eyj- ólfsdóttir, Guðrún í Eiríksbæ, Valgerður og Kristín Gísladætur, Þórunn Finns- dóttir og Hólmfríður Rósenkrans, Guð- finna Einarsdóttir, Gunnfríður Rögn- valdsdóttir, Jóhanna Amadóttir og Krist- ín Jóhannesdóttir og fleiri og fleiri konur. Þessar konur höfðu allar stórum heim- ilum að sinna, en ávallt höfðu þær tíma til þess að koma á saumafundina, ávallt höfðu þær tíma til þess að hjálpa þeim, sem bágt áttu. Eitt var sameiginlegt með þessum kon- um: Það var einhver tignarblær yfir þeim. Þær komu líka æfinlega uppábún- ar, bæði á fundi og eins á saumafundi og þar (á fundunum) féll aldrei hnjóðsyrði til nokkurs manns. Þegar Oddfellowreglan ákvað að gera tilraun til þess að koma upp sumarheim- ili fyrir veikluð börn, voru það 4 Hvíta- bandskonur, sem til þess starfa réðust. (Síðan eru eitthvað kringum 20 ár.) Höfðu þær starfið á hendi fyrstu árin. Ég er þeirrar trúar að þetta starf, eins blessunarríkt og það hefur reynzt börn- unum, sem hafa átt því láni að fagna að komast á sumarheimili reglunnar fyrr og síðar, hafi ekki hvað sízt lánast svona vel af því það voru Hvítabandskonur, sem byrjuðu. Varðar mest til allra orða, að undirstaðan rétt sé fundin. Fyrstu ár sumarheimilisins voru erfið, ekki hvað aðbúð snerti frá reglunnar hálfu, en hús- næði var óhentugt, starfið varð svo að segja að „þreifa sig áfram sjálft“, til þess að leysa það vel af hendi þurfti skilning og fómarlund. 22 HVÍTABANDIÐ

x

Afmælisblað Hvítabandsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælisblað Hvítabandsins
https://timarit.is/publication/915

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.