Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Page 29
Þingvallaför 1930
Ingveldur Einarsdóttir:
Ég hef lofað fonnanni Hvítabandsins
að skrifa eitthvað um dvöl nokkurra fé-
lagskvenna á Þingvöllum um Alþingshá-
tíðina 1930. En því miður er hætt við að
efndir verði lélegar, mest vegna þess, að
mörg atriði þeirrar farar eru mér nú
gleymd.
Mig minnir að skotið væri á aukafundi
nálægt mánaðamótum maí—júní 1930.
Víst er það, að tíminn var stuttur fyrir
stafni, þegar Sigurbjörg Þorláksdóttir bar
fram tillögu um það að Hvítabandið
reyndi að hafa veitingar á Þingvöllum
hátíðardagana, og legði hver kona sitt til
að svo mætti verða. Hvort sem talað var
um þetta fleira eða færra, var tillagan
samþykkt, og undirbúningur hafinn. Ég
átti þess lítinn kost að taka þátt í undir-
búningi veitinganna, en nokkrar konur
lögðu þar til vinnu og fé af mikilli alúð.
Til Þingvalla komum við sumar einum
degi fyrir hátíðahöldin, aðrar næstu daga,
munum hafa verið 10—15, sem vorum
þama á vegum félagsins til aðstoðar sem
sjálfboðaliðar. Við höfðum stórt veitinga-
tjald og trégrind í skúrformi, sem tjaldað
var yfir, það var búrið okkar, eldaskáli
og dagstofa í viðlögum. Svo var svefn-
tjald fyrir þær, sem ekki höfðu sitt eigið
tjald með fjölskyldu sinni.
Við höfðum 6 eða 7 olíumaskínur og
prímusa og dugði illa til sumar dag-
stundir þegar mikils þurfti við. Má nærri
geta að allt kostaði þetta mikla fyrirhöfn,
fyrst að útvega tjöld, borð og bekki og
áhöld öll, — sumt var keypt, sumt fengið
að láni, — að ógleymdum öllum kökun-
um, sem félagskonur bökuðu og fluttu
með sér í blikkkössum. — Já, flutningur-
inn allur, hann var ekkert smáræði, en
þar varð Hvítabandinu vel til eins og
oftar og komst að góðum kjörum fyrir at-
beina þeirra kvenna, er fremst stóðu í
flokki, og með hjálp góðkunningja.
Ekki er því að leyna, að þessi för var
gerð meira af kappi en forsjá, og furidum
við það þegar „á hólminn kom“, að nokk-
uð brast á að veitingarnar okkar væru
svo ágætar sem skyldi, eða félaginu til
sóma, eins og við hefðum óskað. Einkum
voru það hitunartækin, sem reyndust
ónóg þegar aðsókn var mikil. Einn dag-
inn kom hópur manna og bað um kaffi
„í hvelli“, en við vorum ekki viðbúnar
og var kvartað um kalt kaffi og seina af-
greiðslu, og gerði einhver hávær náungi
dálítið veður af þessu. Frammistöðustúlk-
an, sem var þreytt og svefnlítil, stóð
ráðalaus og lá við gráti. Þegar minnst
varði „datt allt í dúnalogn“ og í sama
bili heyrðist föst og ákveðin rödd Sigur-
bjargar Þorláksdóttur. Hún talaði hægt
og rólega, en án allrar auðmýktar, eitt-
hvað á þessa leið: „Við biðjum engan að
drekka kaffi hér, þeir, sem eru óánægðir,
geta farið. Ef menn hafa þegar keypt
eitthvað, sem þeim ekki líkar, geta þeir
fengið peninga sína aftur.“ Örfáir tjald-
gestir fóru út „í fússi“, en flestir sátu ró-
legir við samræður unz kaffið kom,
drukku það og þökkuðu með virktum.
Yfirleitt mættum við þakklæti, nær-
gætni og hjálpsemi í þessu umstangi öllu.
Ýmsir sögðu við mig síðar: „Gott var að
koma í tjaldið ykkar.“
Nú fjölyrði ég ekki frekar um veitingar
okkar og vinnubrögð. Heildarminningin
um þessa yndislegu vordaga og nætur er
mér dýrmæt eign, sem ekki verður frá
mér tekin. Svo er um allar góðar endur-
HVÍTABANDIÐ 27