Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Side 35
Afmælishátíð Hvítabandsins
Félagið minntist 50 ára afmælis síns
með samsæti, er haldið var í Oddfellow
22. febr. 1945. Hófið sátu 120 manns og
hófst það með borðhaldi kl. IVz e. h.
Meðal g'esta, er boðnir voru, mættu
yfirlæknir sjúkrahússins, spítalaráðið,
frú Ragnhildur Pétursdóttir, Háteigi, frú
Aðalbjörg Sigurðardóttir, form. Bandal.,
ísl. kv., síra Sigurbj. A. Gíslason, Har.
Árnason stórkaupm., frk. Hólmfríður
Rósenkrans, fósturdætur frú Ingveldar
sál. Guðmundsdóttur, forstöðukonu fél.
o. fl.
Formaður fél., Helga Þorgilsdóttir,
setti mótið og bauð félagskonur og gest-
ina velkomna. Sagði hún sögu félagsins
í fáum dráttum eftir því sem fundar-
bækur báru með sér. Er ræðan prentuð
hér á öðrum Stað í ritinu. Þar næst var
sungið kvæði, er Hugrún skáldkona orti
í tilefni af afmælinu og gaf félaginu. Þá
talaði síra Sigurbjörn Á. Gíslason og
mælti hann fyrir minni félagsins, en
hann var því manna kunnugastur, þar
sem bæði konan hans og hann sjálfur
störfuðu áður fyrr mikið fyrir félagið.
Þar á eftir var sunginn Hvítabandssöng-
urinn „Yfir landið lýsi sól“. Frk. Hólm-
fríður Jónsdóttir kennslukona mælti fyrir
minni Islands og lýðveldisins og var þar
á eftir sungið: „Ég vil elska mitt land.“
Tvær konur, er verið höfðu á stofn-
fundi félagsins fyrir 50 árum og síðan
alltaf starfandi meðlimir þess fram á
þennan dag, voru gerðar að heiðursfélög-
um. Voru það frú Jóhanna Gestsdóttir á
Stýrimannastíg 7 og Bjarnfríður Einars-
dóttir á Bjarnarstíg 12. Afhenti form.
heiðursskjölin, og gerði um leið stuttlega
grein fyrir störfum þessara merku
kvenna í þágu félagsins.
Þá sungu fjórir menn (kvartett) nokk-
ur lög og þótti þeim takast ágætlega.
Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir talaði
þar næst og sagðist vel að venju. Talaði
hún vinsamlega í garð félagsins og þakk-
aði boðið fyrir hönd gestanna og óskaði
félaginu alls góðs.
Félaginu barst mikið af blómum og
voru borðin fagurlega skreytt og veit-
HVÍTABANDIÐ 33