blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaðiö Samruni Burðaráss við Landsbanka og Straum: Samþjöppun til útrásar Með uppskiptingu Burðaráss og samruna hlutanna við Landsbank- ann annars vegar og Straum hefur Landsbankinn mjög styrkt stöðu sína og eins hefur hið nýja félag, sem ber hið þjála nafn Straum- ur-Burðarás fjárfestingarbanki (SBF), gríðarsterka stöðu til frekari útrásar, en eigið fé bankanna hvors um sig nemur um too milljörðum króna. Samningaviðræðurnar tóku nokkrar vikur, en fóru afar hljótt. Fyrst kvisaðist út um samrunann á mánudag, en stuttleg tilkynning var send út þá um kvöldið og samrun- inn gerður opinber í gærmorgun. Helstu eignir Burðaráss, sem renna til Landsbankans, felast í hlutafé í sænska fjárfestingabank- anum Carnegie, Intrum Justitia og Marel ásamt lausafé og er virðið um 37 milljarðar króna. Öll starfsemi Burðaráss ásamt öðrum eignum félagsins sameinast hins vegar Straumi í SBF. Áður en af sameiningunni getur orðið mun Burðarás auka hlutafé fé- lagsins um ío milljarðakróna í tengsl- um við kaup á hlutum í Keri og Eglu af fjárfestingafélaginu Gretti. Komnir í þungavigtina Forsvarsmenn félaganna segja að markmið fyrirhugaðra sameininga sé stækkun fyrirtækjanna, sem sé nauðsynleg í síbreytilegum heimi fjármála. Mikilvægt sé fyrir íslensk fjármálafyrirtæki að búa í haginn fyrir breytt árferði og vaxandi sam- keppni á alþjóðavettvangi. SBF verð- ur næststærsti banki landsins og einn af ío stærstu bönkum á Norð- urlöndum. Þórður Már Jóhannesson í Strau- mi verður forstjóri SBF. Friðrik Jó- hannsson lætur af störfum og hverf- ur að eigin ósk til annarra starfa. Samruni þessi er sjálfsagt sá um- fangsmesti hér á landi til þessa þeg- ar litið er til hluthafafjölda, fjárhags- legs styrks og eiginfjár félaganna. Þessar hræringar fela tæpast i sér neinar þær breytingar, sem orðið gætu til sameiningar íslandsbanka og Landsbanka líkt og sagt hefur ver- ið að áhugi sé á í Landsbankanum, en hlutur Björgólfsfeðga i Islands- banka er nánast óbreyttur. Er enda dregið í efa að samkeppnisyfirvöld myndu ljá máls á slíku. Eignarhaldið skýrara Við samrunann urðu ekki miklar eignatilfæringar með tilheyrandi lántökum, heldur má fremur segja að eignasafnið hafi verið stokkað upp, svo greinilegra væri hver ætti hvað og hvar. Björgólfsfeðgar hafa áfram öll tögl og hagldir í Landsbankanum og eiga að auki tæpan fjórðung Straums-Burðaráss. I krafti þeirrar eignar eiga þeir samtals um 25,8% í íslandsbanka. Skipting Burðaráss á milli Straums og Landsbanka og sam- eining afgangsins af Burðarási við Straum er ekki vandalaust verk og tekur nokkurn tíma. Ákvörð- un stjórna félaganna þarf að bera undir hluthafafundi og samþykki þeirra þarf svo að fá grænt ljós hjá samkeppnisyfirvöldum og fjármála- eftirliti. Heimildarmenn Blaðsins telja ólíklegt að þar verði mikil fyr- irstaða. Gengi hlutabréfa allra fyrirtækj- anna, Landsbanka, Straums og Burðaráss, hækkaði verulega í Kaup- höllinni í dag. Mest hækkuðu bréf Landsbankans, eða um 7,29%. Burðarás keypti í gær tæplega 34% hlutafjár í Keri og um 4% hlutafjár í Eglu af fjárfestingarfé- laginu Gretti, en þau kaup eru lið- ur í sameiningarferli Burðaráss og Straums. Kaupverðið var 725 milljónir króna í peningum og hlutafé í Burðarási að andvirði tíu millj- arða króna, en þar af eru um Blalil/SteinarHugi Björgólfur Guðmundsson bankaráðsfor- maður Landsbankans þungt hugsi á kynn- ingarfundi samrunans í gaer, enda langar og strangar samningaviðræður að baki. 3,7 milljarðar greiddir með eig- in bréfum Burðaráss en um 6,3 milljarðar með útgáfu nýs hluta- fjár. Mun Burðarás auka hlutafé félagsins um 10 milljarða króna í tengslum við kaupin, sem eru gerð með fyrirvara um að hlut- hafafundur I Burðarási samþykki viðskiptin sem og útgáfu nýrra hluta til seljanda. Verslunarmannahelgin: Nauðgari á Akureyri Aflið, systursamtök Stígamóta á Ak- ureyri, hefur fengið ábendingar um nauðgun um verslunarmannahelg- ina. Stígamótakonur segjast búast við því að fleiri leiti sér hjálpar á næstunni. „Því miður er of snemmt að fagna þar sem reynsla okkar frá fyrri árum er sú að konur leita hjálp- ar seinna. Stúlkur sem verða fyrir þessum ósköpum verða fyrir alvar- legu áfalli og eru fyrstu viðbrögð yfirleitt að grafa og gleyma. Það er ekki fyrr en þær átta sig á alvarleika málsins og því hversu truflandi áhrif þetta hefur á hversdagslíf þeirra að þær leita sér einhvers stað- ar hjálpar.“ Fórnarlömb leiti sér hjálpar Ekki er vitað hvort nauðgunin á Ak- ureyri átti sér stað á tjaldsvæði eða annars staðar í bænum, þar sem vinur fórnarlambsins hafði sam- band við Aflið, en ekki stúlkan sjálf. Fórnarlömb eru hvött til þess að leita sér hjálpar, treysti þau sér ekki til Stígamóta eða Neyðarmóttöku vegna nauðgana þá leiti þau til vina, forráðamanna eða annarra sem þau treysta til þess að styðja sig. Þeir sem leitað er til er ráðlagt að hlusta og virða þann sem leitar aðstoðar, sýna þolinmæði, skilning og sam- kennd. Þá eru til ítarlegir bæklingar hjá Stígamótum sem sýna hvernig hægt er að styðja við bakið á fórnar- lömbum nauðgana. B íslendingar við ólöglegar veiðar Varðskipið Týr stóð í fyrrinótt tvo íslenska línubáta að ólöglegum veiðum Norðaustur af Ströndum í fyrrinótt. Bátarnir tveir voru við veiðar í svokölluðu lokuðu hólfi þ.e. hafsvæði sem er verndað fyrir tog- og línuveiðum og er eitt af frið- unarsvæðum við ísland. Skýrslur löggæslumanna á Tý voru sendar lögreglunni á Blönduósi en Land- helgisgæslan óskaði eftir því að lögreglan tæki á móti bátunum, yfir- heyrði skipstjórana og fylgdist með hversu mikill aflinn væri. m Meðal eigna Kers eru ioo% hlutur í Olíufélaginu hf. og um 66% hlutur í Samskipum hf. Egla er eigandi að tæplega 11% hlut í Kaupþingi Banka hf. Eigendur Fjárfestingarfélags- ins Grettis eru Landsbanki Is- lands hf., Tryggingamiðstöðin hf., Sund ehf. og Nordic Partners ehf. Burðarás bætir á sig fyrir uppskiptin Nordjobb útvegaði um 50 íslenskum ungmennum vinnu Nordjobb, atvinnlumiðlun ungs fólks á Norðurlöndunum útvegaði um 700 ungmennum vinnu þetta sumarið. Þar af eru um 90 ungmenni að störfum hér á landi á vegum verkefnisins. Nordjobb er starfrækt í tuttugasta sinn í ár og hef- ur útvegað yfir 15.000 ungmennum sumarvinnu síðan það hóf starfsemi Tölvunám í viðurkenndum skóla Heimasíðugerð fyrir böm og ungfinga (fí Skemmtilegt námskeið um vefsíðugerö, myndvinnslu fyrir vefinn, gestabækur, :> bloggpgfleira. -M Tveggja vikna námskeið á morgnana £ hefst 8. ágúst. Verð 20.900. •íiv/ú-- TÖLVU-OG > verkfræðiþjónustan TölvusumarsköMnn Sími 520 9000 • www.tv.is sína árið 1985. Allir á aldrinum 18 - 28 ára geta sótt um Nordjobb og eru um- sækjendur með ólíkan feril, menntun og reynslu. I ár fjölgaði umsóknum um 12% frá árinu á undan en umsóknir í ár voru rúmlega 8.000 á öllum Norður- löndunum. Svíar í meirihluta hér á landi Rúmlega 90 Nordjobbarar eru við vinnu hér á landi í sumar. Flestir vinna við garðvinnu af einhverju tagi, ferðaþjónustu, á elhheimilum eða á sveitabæjum víðsvegar um landið. Nor- djobbararnir vinna í 2 - 4 mánuði á tímabilinu maí - september, þeir fá laun samkvæmt samningi og borga af þeim skatt samkvæmt íslenskum reglum. 1 ár eru Svíar í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem starfa hér á landi, Finnarnir koma þar fast á eftir og Norð- menn og Danir reka svo lestina. (3 HeiSsklrt 0 Léttský|að ^ Skýjað £ Alskýjað - í Rigning, litilsháttar ///'/ Rlgnlng SS sú|d * 'f' Snjókoma * Amsterdam 18 Barcelona 27 Beriín 19 Chicago 22 Frankfurt 24 Hamborg 18 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 18 London 20 Madrid 28 Mallorka 31 Montreal 19 NewYork 25 Orlando 25 Osló 18 Parls 21 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 13 Vín 22 Algarve 28 Dublln 16 Glasgow 13 //S //' /// e^n' Veðurhorfur í dag kl: 18.00 Veðursíminn 902 06ÍX) Byggt á upplýsingum frá Veöuretofu íslands '//, //yw 8” 12' Á ntorgun x * 8° 0 14 .0 ✓ ' 8°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.