blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaöiö
Hreindýraveiðar
fara hægt af stað
Hreindýraveiðar hófust þann 15. júlí
síðastliðinn, um hálfum mánuði
fyrr en undanfarin ár. Veiðar fram
að mánaðamótum voru hinsveg-
ar með þeim takmörkunum að
Fyrstu kýmar voru skotnar um helgina
aðeins mátti veiða tarfa, en veiðar
á kúm voru bannaðar. Veiðar á
þeim hófust hinsvegar á mánudag.
Jóhann G. Gunnarsson hjá Um-
hverfisstofnun sagði í samtali við
Blaðið í gær að veiðar færu hægt
af stað. „Veiðar ganga hægt en
örugglega. Það er búið að skjóta
47 tarfa í heildina frá því veiðar
hófúst, og 4 kýr voru skotnar á
Fljótsdalsheiði í gær,“ sagði Jóhann.
í ár er leyfilegt að veiða 800 hrein-
dýr, 392 tarfa og 408 kýr, þannig að
einungis er búið að veiða tæp 6% af
þeim dýrum sem gera má ráð fyrir
að verði felld. Jóhann gerir ráð fyrir
að veiðar aukist á næstu dögum en
hefð er fýrir því að mest sé skotið af
hreindýrum á frá 20. ágúst og þar til
veiðitíma lýkur þann 15. september.
Bensínverð
hækkar
Olfufélögin þrjú, Olfs, Essó og
Skeljungur tilícynntu 1 gær að þau
hefðu hækkað verð á bensíni og
olíu. Ástæðuna segja félögin vera
hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu.
Félögin hækkuðu verð á bensíni
um u.þ.b. tvær krónur og fimm-
tíu aura, en verð á öðru eldsneyti
hækkar um eina krónu. Samkvæmt
upplýsingum á heimasíðu Essó þýð-
ir þetta að algengt verð á eldsneyti
þar sem boðið er upp á fulla þjón-
ustu sé eftir breytinguna kr. 111,60 á
bensínlítri en kr. 110.10 á díselolíu. ■
Stórslysalaus
verslunarmannahelgi
„Okumenn eiga
hrós skilið"
Umferðin um verslunarmanna-
helgina gekk ákaflega vel að mati
Sigurðar Helgasonar hjá Umferðar-
ráði. Nokkur minniháttar óhöpp
urðu en engin stórslys, sem verður
að teljast ákaflega gott enda stór
hluti landsmanna á þjóðvegunum
þessa mestu ferðahelgi ársins.
„Ökumenn eiga hrós skilið fyrir
hversu vel gekk, enda er þetta fyrst
og fremst þeirra árangur,“ segir
Sigurður. Hann bendir á að gríðar-
lega mikil umræða hafi orðið um
umferðaröryggismál að undanförnu.
„Ég hef ástæðu til að ætla að
hún sé að skila sér til almenn-
ings í hugarfarsbreytingu til
hins betra,“ segir Sigurður.
513keyrðu ofhratt
Ekki voru þó allir til fyrirmynd-
ar í umferðinni. Þannig voru 513
ökumenn teknir fyrir of hraðan
akstur um helgina. Þrátt fyrir að
þetta sé há tala bendir Sigurður
á að þetta sé vel innan við 1% af
þeim sem voru á ferðinni um helg-
ina. Ennfremur voru 56 ökumenn
teknir fyrir ölvun við akstur. ■
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gœr
Listamenn á lágum launum
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út
í gær, en þar eru birtar tekjur 2.400
íslendinga úr öllum starfsstéttum.
Frjáls verslun tekur það sérstaklega
fram að úttektin byggir á skattskyld-
um tekjum á árinu 2004 og að þær
þurfi því ekki að endurspegla föst
laun viðkomandi einstaklinga. Enn-
fremur er rétt að hafa í huga að í um-
ræddum tölum eru ekki fjármagns-
tekjur, svo sem af vöxtum, arði eða
sölu hlutabréfa.
Meðfylgjandi er útdráttur úr lista
yfir tekjur nokkurra listamanna,
íþróttamanna og fjölmiðlamanna.
Reiknaðar eru mánaðartekjur í
þúsundum króna. Nokkur nöfn
á listunum vekja athygli. Til að
mynda er Ásgeir Sigurvinsson,
landsliðsþjálfari í knattspyrnu
með margföld laun Viggós V.
Sigurðssonar, landsþjálfari í
handbolta. Einnigkemur munurinn
á þeim Simma og Jóa í Idol á óvart.
Simmi er samkvæmt lista Frjálsrar
verslunar með rúma milljón á
mánuði, meðan Jói er með tæpar 150
þúsund krónur.
LISTAMENN:
Stefán Baldursson, fv. Þjóðleikhússtjóri 1.036
Ásbjörn K. Morthens (Bubbi) dægurlagasöngvori 923
Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður 894
Örn Árnason, leikari 579
Jón Ólafsson, tónlistarmaður 529
Þórhallur Sigurðsson, (Laddi), leikari og sölumaður 277
Egill Ólafsson, tónlistarmaður 219
Thor Vilhjálmsson, rithöfundur 125
Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur 119
Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona 98
(ÞRÓTTAMENN:
Eggert Á. Magnússon, formaður KSÍ 644
Ágústa Johnson, frkvstj. Hreyfingar og líkamsræktarfröm. 636
Ásgeir Sigurvi nsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu 573
Sigurður Sveinsson, sölumaður 480
Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, knattspyrnumaður KR 371
Arnar Bergmann Gunnlaugsson, knattspyrnumaður KR 287
Guðni Bergsson, lögfr. og fyrrv. atvinnum. í knattspyrnu 206
Viggó V. Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handbolta 134
Sigurbjörn Bárðarson, hestamaður 71
FJÖLMIÐLAMENN: Karl Th. Birgisson, Ijölmiðlamaður og fv. frkvstj. Samf. Karl Garðarsson, ritstjóri Blaðsins 2.424 21.903
Styrmir Gunnarsson, ristj. Mbl. 1.893
Hermann Hermannsson, frkvstj. hjá 365 miðlum 1.394
Páll Magnússon, útvarpsstjóri RUV 1.326
Sigmar Vilhjálmsson, dagskrárgerðarmaður (Idol) 17.054
Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins 647
Logi Bergmann Eiðsson, aðstoðarfréttastjóri Sjónvarps 572
Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Stöðvar2 474
Jóhannes Ásbjörnsson, dagskrárgerðarmaður (Idol) 147
Eve Oneline
Stefnan sett á stærsta
tölvuleikjamarkað heims
Fyrirtækið CCP er um þessar mund-
ir einn af stærstu aðilum hér á landi
í útflutningi á hugbúnaði. Fyrirtæk-
ið stendur að baki tölvuleiknum
Eve Online sem yfir 63.000 einstak-
lingar spila að staðaldri um þessar
mundir. Hver einstaklingur sem
spilar leikinn þarf að greiða mánað-
arlegt gjald, og nema áskriftartekjur
fyrirtækisins nú um einni milljón
dollara á mánuði. Forráðamenn fyr-
irtækisins gera ráð fyrir að notendur
Eve verði um 80.000 fyrir árslok.
Tóku þátt í China Joy
Nánast allir þeir sem spila tölvuleik-
inn Eve Online eru búsettir í Evrópu
og Ameríku. Nú stefna forráðamenn
CCP hinsvegar inn á nýjan markað,
nefnilega Kína. Fyrirtækið tók ný-
lega þátt í stórri tölvuleikjasýningu
þar í landi, sem bar nafnið China
Joy, en CCP var þar með yfir 100 fer-
metra bás til að kynna framleiðslu
sína. Að sögn Hilmars V. Pétursson-
ar, framkvæmdastjóra CCP er til
mikils að vinna því tölvuleikjamark-
aðurinn í Kína er um 10 sinnum
stærri en markaðurinn samanlagt
í Evrópu og Ameríku. Vandinn við
kínverska markaðinn fram að þessu
er að tölvuleikir hafa ekki verið
markaðsvara, heldur hefur þeim ein-
faldlega verið stolið. Það vandamál
er hinsvegar ekki fyrir hendi með
Eve því hann er spilaður á netinu
gegn mánaðarlegu gjaldi - það er
einfaldlega engu til að stela.
Viðhorf til tölvuleikja annað
Kínversk ungmenni hafa allt annað
viðhorf til tölvuleikja en ungmenni
á vesturlöndum. „Þar í landi er sterk
hefð meðal tölvuleikjaspilara, og
það er ekki undantekning að spila
tölvuleiki, heldur er notkun þeirra
almenn. Viðhorf til tölvuleikja
þarna eru svipuð og til bíómynda
hér á vesturlöndum - allir spila og
umræður um tölvuleiki eru almenn-
ar,“ segir Hilmar.
Gæti tvöfaldað tekjur af leiknum
Hilmar segir að þegar hafi nokkur
kínversk fyrirtæki sýnt Eve áhuga
og verið sé að skoða tilboð frá nokkr-
um þeirra. Hann segir að gengið
verði til samninga við samstarfsað-
ila á næstunni og að útrás til Kína
hefjist strax í kjölfarið. Hann býst
við að fyrstu Kínversku notendur,
og þá greiðendur, að Eve Online geti
verið byrjaðir að spila leikinn strax
í byrjun næsta árs. Gera má ráð fyr-
ir að notendur í Kína verði fljótlega
orðnir fleiri heldur en á Vesturlönd-
um og tekjur frá Kína álíka miklar.
Kínverskir tölvuleikjaspilarar munu á næstu mánuðum fá tækifærl til að spila Eve Online