blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 38

blaðið - 03.08.2005, Blaðsíða 38
38 I FÓLK MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2005 blaðið SMÁborcrarinn AÐ LOKINNI VERSLUNARMANNAHELGI Þá er verslunarmannahelginni lokið, þessum blessunarríka tíma þegar hópsálirnar þjóta út úr bæn- um og þeir sérsinna verða eftir í Reykjavík ásamt útlendingunum. Reykjavík er sjaldan fallegri en einmitt á þessum tíma þegar fáir eru á ferli. Þeim sem þá ganga um bæinn verður ljóst hversu furðu- lega heimskulegur siður það er að landsmenn skuli yfirgefa heimili sín á sama tíma og ákveða að gista í tjöldum á stöðum sem þeir fara aldrei annars til. Og yfirleitt er gist í rigningu. Smáborgarinn hefur litla reynslu af útilegum um verslun- armannahelgi. Lagði þetta þó á sig einu sinni þegar hann var unglingur. Þetta var ákaflega óyndisleg helgi, bleyta var alls staðar. Tjaldið var blautt. Svefn- pokinn var blautur. Grasið var blautt. Fólkið var blautt og fullt. Það var um þessa helgi sem smá- borgarinn áttaði sig á því að þetta var nokkuð sem hentaði honum alls ekki. Síðan hefur hann ekki farið út úr bænum um verslunar- mannahelgi. Unglingar án fullorðinna Unglingum landsins virðist þykja mikið sport að fara á sam- komur úti á landi um verslunar- mannahelgi. Smáborgarinn sér ekkert athugavert við að leyfa þeim það. Hann skilur heldur ekki stöðug skilaboð um að ekki eigi að leyfa eftirlitslausar sumar- bústaðaferðir unglinga eða aðrar sjálfstæðar ferðir þeirra. Þegar smáborgarinn var unglingur vildi hann síst hafa foreldra sína eða aðra fullorðna á hælum sér. Eins og allir vita ferðast unglingar um í hópum. Það þarf ekki sífellt að siga þeim fullorðnu á þá til að segja þeim til. Að hluta til verða unglingar að fá að ala sig upp sjálf- ir. Þá gera þeir mistök og það er bara í góðu lagi. Fólk sem gerir allt rétt þroskast ekki nægilega og verður einfaldlega ekki að áhuga- verðum persónum. Forsjárhyggja ífjölmiðlum Smáborgarinn er staðfastlega þeirrar skoðunar að fólk eigi að haga lífi sínu eins og því hentar og megi í rauninni gera hvað sem er meðan það er ekki að meiða aðra. Þess vegna er hann ekkert að ergja sig yfir verslunarmanna- helginni. Honum finnst líka ágætt að fá nokkra daga þar sem hann getur fengið að vera í friði fyrir fólki. Smáborgaranum finnst hins vegar nokkru verra að það er ekki hægt að hlusta á fréttir á nokkurri útvarps - eða sjónvarps- stöð þessa daga án þess að megn- ið af tímanum fari í upptalningar á stöðu mála á hinum og þessum svæðum landsins þar sem fólk hef- ur safnast saman til að fara á fyll- irí. Forsjárhyggjan, sem smáborg- arinn hefur andstyggð á, er líka alls ráðandiþessa daga. Umferðar- stofa, femínistar, og allt leiðinleg- asta fólk landsins hefur þá ótak- markaðan aðgang að fjölmiðlum. Smáborgarinn hefur því tekið þá ákvörðun að sleppa því framveg- is að hlusta og horfa á fjölmiðla um verslunarmannahelgi. Enda kemur honum svosem ekkert við hvað þar er sagt þar sem hann sit- ur sem fastast heima við. SU DOKU tcilnaþraut 21. gáta 4 2 8 7 5 3 3 1 2 6 5 2 3 7 9 6 8 1 5 9 1 9 8 6 9 2 4 3 1 5 Lausn á 21. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. Lausn á 20. gátu Leiðbeiningar lausn á 20. gátu 4 8 1 3 6 9 7 2 5 7 9 2 5 1 8 4 3 6 5 6 3 2 7 4 9 1 8 1 4 5 6 9 3 8 7 2 3 2 8 1 5 7 6 9 4 9 7 6 4 8 2 1 5 3 6 3 9 7 4 5 2 8 1 2 1 7 8 3 6 5 4 9 8 5 f 4 9 2 1 3 6 7 Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Jude og Sienna tala saman á ný HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Hvatir þínar eru sterkar en einbeittu þér að nánum samböndum. Nándin mun koma þer vel. V Stundum getur verið erfitt að taka því ekki of nærri sér það sem ástvinur þinn segir. Ekki velta þér of mikið upp úr þessu þvi þetta er ekki viljandi gert. Jude Law og Sienna Miller hafa að sögn verið að hittast að undanförnu til að ræða framtíðarplön, en Jude hélt framhjá Siennu með barnfóstru þeirra. Miller hætti að vera með trúlofunarhring sinn eftir að upp komst um framhjáhaldið og þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan. Heimildir segja hinsvegar að Sienna hafi loksins samþykkt að hitta Jude, og þau hafi átt gott sam- tal. „Þau elska hvort annað en Jude veit að það þarf mjög mikið til að Si- enna muni fyrirgefa honum. Hann er örvæntingarfullur og vill giftast henni og eignast börn og hann reyn- ir að sanna að hann muni ekki halda framhjá henni aftur. Það að Sienna hafi viljað hitta hann aftur var skref í rétta átt hvað hana varðar. Hann er bjartsýnn á að þau muni taka sam- an aftur,“ segir heimildarmaður. ■ Lauren Bac all óánœgð með Tom Lauren Bacall, sem gift var Hump- hrey Bogart og einnig er þekkt fyrir að hafa verið trúlofuð Frank Sinatra, hefur nú lýst yfir óánægju sinni með Tom Cruise. Segir Lauren að hún hafi ekki átt til eitt einasta orð yfir framkomu Toms nýlega. „Orð- ið 'frábært' þýðir eitthvað. Þegar þú ert að tala um frábæran leikara, þá ertu ekki að tala um Tom Cru- ise. Hegðun hans er skelfileg. Það er óviðeigandi, dónalegt og algjörlega óásættanlegt að nota einkalíf þitt til að auglýsa þig opinberlega. Ég held að þetta sé einhver sjúkleiki“, segir Lauren, en Tom hefur upp á síðkast- ið verið mjög opinn um samband sitt og leikkonunnar Katie Holmes, eins og flestir vita. ■ Destinys Child með nýja plötu Stelpurnar í Destiny's Child ætla nú að gefa út Greatest Hits plötu og DVD með tónleikum sveitarinnar. „Við erum að gera DVD disk - hann var tekinn upp 15. júlí á tónleikum okkar í Atlanta, og við ætlum einn- ig gera Greatest Hits plötu. Við mun- um setja nýtt lag á Greatest Hits plötuna fyrir aðdáendur okkar. Við erum ennþá að ákveða hvaða lag því að við viljum að það sé gott,“ segir Michelle Rowland, meðlimur sveit- arinnar. Destiny's Child hefur, eins og kunnugt er, tilkynnt að þær hætti í september næstkomandi, en þá lýk- ur tónleikaferð þeirra, sem nefnist Destiny Fulfilled ....And Loving It. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Tilfinningar þínar verða ólgandi en ekki láta stressið yfirbuga þig. Reyndu ao einbeita þér að einu í einu svo pú ofgerir þér ekki. V Þú ert tilfinningasöm/samur í dag ob það er bara í góðu lagi. Vertu góð/ur við sjálfa/n pig. OFiskar (19. febrúar-20. mars) $ Þú leikur hálfgerðan sáttasemjara í dag og verður einmitt á rettum stað á réttum tíma til ao hafa áhrif á réttan einstakling. V Kímnin er mikil í þér í dag. Þú ert full/ur af skemmtilegum sögum og allir vilja vera í kringum t>ig- Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Þú þarít meiri nálægð við yfirmenn og það er ekki hægt að komast hja því. Pirringurinn dofnar fljótt. V 1 dag er gott að setjast niður og hugsa hvaða lausu enda þurfi að hnýta. Hvort sem þao er í sam- bandinu, Qölskyldunm eða vinahópnum. Síðan er best að leysa það strax. Naut (20. apríl-20. maí) $ Nú þarftu að taka áhættur, sérstaklega ef þú ert að leita að nýrri vinnu eða stöðuhækkun. Réttu aðilarnir taka eftir þér og ef tímasetningin er rétt þá er ffamabrautin nafin. V Ástin logar heitt þessa dagana og það er ansi eaman að lifa. Njóttu pess því tyrr en varir bankar nversdagsleikinn upp á. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) $ Þú þarft að kynna þér öll svið fyrirtækisins sem fyrst. Það er aldrei að vita nema þú þurfir á þeirri þekkingu að halda. V Það snýst allt um þig þessa dagana. Vertu viss um að þú hafir allt sem þú þarfnast og ekkert sé að halda aftur af þér. ®Krabbi (22. júnf-22. júlí) $ Núna er einmitt rétti tíminn til að byrja á nýj- um verkefnum eða leita að nýju starfi. Allt sem hefst í dag mun koma vel út fyrir þig. V Þetta er dagur fyrir nýjar byrjanir. ímvndaðu þér að þú sért að koma 1 heiminn með nreinan skjöld og gullið tækifæri til að sanna sjálfán þig. Ljón (23. júlf- 22. ágúst) $ Hlustaðu á innsæiþitt,það hefur oftast rétt fyr- ir sér. Undirmeðvitunain lætur á sér kræla í dag og þú kemur mörgu í verk V Láttu undirmeðvitundina taka ákvarðanir fyr- ir þig. Sjálfsstýring er það sem hentar best í dag, í hvaoa aðstæðum sem er. 0 Meyja (23. ágúst-22. september) $ Eyddu meiri tíma en venjulega með samstarfs- félögum eða viðskiptavinum þar sem þú skoðar þarfir þeirra og sýnir þeim að pú hafir áhuga. Það mun borga sig. V Þú getur ekki gert allt sjálf/ur enda eru að- eins 24 ídukkustunair í sólarhringnum. Lærðu að segja nei enda þarftu ekki að hafa samviskubit út af einu né neinu. Vog (23. september-23. október) $ Það gæti verið erfitt í fyrstu en reyndu að að- lagast breyttum aðstæðum. Pað gæti verið auðveld- ara ef þú einblínir á smáatriðin. ▼ Ekkert er eðlilegt í dag svo þú skalt ekki búast við að þú getir einbeitt þér. En þú getur aðlagast, rétt eins og þú gerir alltaf svo snilldarlega vel. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Heilinn er virkur í dag og þú hefiir næga orku. Nýttu þetta í vinnu og afköstpín verða ótruleg. V Ekki reyna að stjórna aðstæðunum í dag. I rauninni ættirðu að íinna aðstæður þar sem pú getur engu stjórnað. Þú þarfnast æfmgarinnar. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Ekki slá af kröfunum, alla/n fram. Ef þú gerir það* el< kiíæribi: af lestinni því sum tækifi arft að leggja þig i þá muntu missa birtast aldrei aftur. ▼ Um tíma vissirðu nákvæmlega hvað þú vildir en í dag er höfuðið uppfullt af spurningum. Það er fyndið nve fljótt allt breytist í málefnum hjartans.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.